Um merkilega reglu sem kemur hugsanlega að góðum notum í strætókerfi borgarinnar

Ég er búinn að komast að því að lögmál rúmfræðinnar virka ekki í strætóm, eða ekki í hefðbundnum skilningi. Á háannatímum er nefnilega tómt sæti ekki tómur. Ég fer alltaf í sama strætó á morgnanna og þá er alltaf tómt því þristurinn byrjar hjá mínum stoppi. En alltaf er hún troðfull eftir að komið er framhjá Mjóddinni. Því er ekki eins merkilegt að taka tómt sætaröð því hún verður alltaf full að lokum. Svo regla sem gott er að hafa í huga er sú að ef að þú getur sest við hliðina á einhvern kunningja þinn þá getur oft verið gott að notfæra sér það í staðinn fyrir að taka tómt sætaröð sem verður ekki tómur fljótlega eftir að maður sest inn. Fjórða víddin er mjög merkileg á köflum og það er gott að athuga áhrif þess þegar til lengdina er litið. Af hverju að setjast við hliðina á einhvern ókunnugan þegar þú getur sest hjá kunningja í staðinn?

Að því gefnu að geimverur eða hættulegar skepnur séu til, er virkilegt gott að búa í heim þar sem allir hafa verið forrituð til þess að vera friðelskendur?

Ég held að í friðarboðskapinn sem er flutt núna gleymist það að nefna að með því að eyða árásargirnin sem er í okkur og stunda friðsömu lífi mun mannfólkið verða varnarlaus gegn utanaðkomandi hættur, svo sem hættuleg dýr eða jafnvel verur frá annarri sólkerfi. Ef að mannkynið hættir að slást fyrir fullt og allt verður þrældómur undir stjórn utanaðkomandi afla ógn sem erfitt væri að veita mótspyrnu gegn.

Mannkynið hefur margar hagsmunir sem heild og ég held að eitt af þeim er að verja sig gegn ágengni annarra tegunda. Að svipta sig þann möguleika mun leiða til þess að mannfólkið mun verða útdautt er þau lenda móti verum sem hugsa öðruvísi.


Er verið að styðja á bak við N00bavæðingu með afnám samræmdu prófa?

Nú hef ég heyrt að samræmd próf hafa ekki lengur gildi til framhaldsskólavists og að skólum hafi verið bannað að setja upp inntökupróf. Ég er ekki ánægður með þetta þar sem það er allt of mikið munur á hvernig kennarar gefa í einkunnum á grunnskólastigi. Þetta mun leiða til þess að krakkar sem eru einfaldlega heimskir munu flæða inn í æðri menntastofnum bara út af því að þeim langar þar. Ég er núna í MR og ég myndi ekki ráðleggja neinum sem er ekki að standa sig að fara þar. Sumir eiga ekkert erindi í Lærða skólann. Afnám samræmdu prófa mun aðeins leiða til þess að meiri munur verður á krökkum sem fara í þessum skólum og ekki verður hægt að meta nógu vel hverjir eru í raun góðir námsmenn. Ég held núna að skólar eiga að fá leyfi til að taka krakkar í umsóknarviðtal. Nú virkar kerfið þannig að þú sendur umsókn til einhvers skóla en ég held að það ætti að vera þannig að ef að þú vilt komast í skóla þá mætir þú í viðtal í þeim skólum sem þig langar í. Það er nauðsynlegt að hafa þess háttar hömlum nú þegar n00bavæðing er farinn að verða fyrirferðarmeiri.

Áfram með ríkisstjórnina

Þótt ég er ekki mikill stuðningsmaður Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ætla ég að vona að þeim takist vel að vinna fyrir íslensku þjóðina. En ég ætla að vona að ríkisstjórnin einbeiti sér frekar að því að vinna sér upp úr kreppuna frekar en að neyða jafnaðarmennsku og vinstri hugsjónum í okkur.

Það er vitlaust að mótmæla ríkisstjórn sem ekki er orðinn að veruleika. Ég ætla að bíða með mótmælin þangað til að ég sé verk þeirra.  


Ég mætti á mótmælendafund í dag

Ég ákvað í dag að mæta á mótmælendafund til þess að sjá það með eigin augum en ekki heyra frá öðrum sem eru kannski ekki hlutlausir í umfjöllun sinni. Ég er ánægður með það sem ég sá og ég get vel tekið undir nauðsyn þess að halda þess konar mótmælendafundum. Stemningin var ágætt og sá ég til fólks á öllum aldri á staðnum og fannst mér greinilegt að þverpólitískur stuðningur er við breytingakröfum. Þó tek ég skýrt fram að ég er enn sömu skoðunar, mótmælin eru með góðan stuðning en litlu hóparnir sem hafa blandað sér inn í mótmælin eru á engan hátt málsvarar þjóðarinnar. Ef að ég myndi halda upp spjald gegn n00bavæðingu myndi það ekki þýða að þjóðin berst gegn þeirri firru. Eins og ég bjóst við var sumt sem ég er að öllu leyti sammála, sumt blendið gagnvart og sumt algjörlega ósammála. Ég get tekið undir aðalkröfur mótmælenda um að allir ættu að axla ábyrgð, kosningar í vor og breytt löggjöf en þegar ræðuhaldarinn fyrri sagði fólk að breyta rétt leist mér ekkert á. Þetta er á skjön við mínar hugmyndir um einstaklingsmiðuð hugmyndafræði þar sem það sem er rétt má hver maður ákveða fyrir sig. Það er ekki nauðsynlegt fyrir alla að vera hlutir að einhverju heild ef að þeir séu því ósammála. Annað sem var ekki nógu gott var ávarp 8 ára stelpunnar, en það á alls ekki að láta börn tala á þess konar fundum. Ef að önnur 8 ára stelpa myndi lofsyngja frjálshyggju af jafnmikilli eldmóð væri örugglega litið niður á það. Þetta er einfaldlega gert í áróðursskyni og á ekkert heima í vitsmunanleg samkomu. Svo ætti að mínu mati að hætta með öllu lýðskrumi í ræðum og einbeita sér frekar á að skapa breytingum.

Að lokum ætla ég að segja að þótt ég styð mótmælin þá styð ég ekki að hinir svokölluðu raddir fólksins leiði þverpólitískan breiðfylking til Alþingiskosninga. Þótt að þessir menn gætu breytt hlutir til hins betra myndu koma upp önnur mál þar sem fólkið sem ég væri að kjósa myndi vera ósammála mér í. Ég verð 18 ára í vor( í mars) og þá reikni ég að geta kosið í næstu kosningum. Þar sem ég get ekki staðið á bak við gömlu flokkunum mun ég skoða nýjum flokkum og ef að ég get fundið mér almennilegan íhaldsflokk(frekar framsóknaríhaldsmennska en sjálfstæðis-) með nýjum leiðtogum þá fær þann flokk atkvæðið mitt.


Hið endalausa áróðursstríð

Ég er ekki mikill mótmælendamanneskja. Hins vegar styð ég kröfur mótmælenda að mestu leyti. Samfélagið er ekki nógu vel stödd ef að ríkisstjórnin bregst. Og það hefur hún gert. Helst ætti að kjósa í vor og fá glæný andlit á Alþingi. Þar sem ríkisstjórnin hefur ekki farið frá ennþá styð ég mótmælin þar sem það er ljóst að þau hafa haft áhrif. En ég ætla alls ekki að blanda mér í þetta endalausa áróðursstríð sem er í gangi. Þrátt fyrir að ég tel að flestir á Íslandi styðja mótmæli gegn valdamönnum þá finnst mér ekki að neinn þar geti talað fyrir hönd okkar allra. Mér finnst það lélegt þegar menn tala fyrir mína hönd til að réttlæta aðgerðir sem eru ekki mér að skapi. Það er nauðsynlegt að menn mótmæli en jafnframt að þeir gera það á eigin forsendum og láti ekki aðra stjórna sér.

Vandamálin við mótmælin á gamlársdag eru eftirfarandi að mínu mati.

1.Lögreglan er of æstur. Ég held að það myndi virka langbest ef að þau myndu taka hlutir rólega og reyna að gera eins lítið og hægt er. Lögreglan á aldrei að byrja ofbeldi. Einnig þarf að sjá til þess að ef til átaka kemur þá bitni það bara á þeim mótmælendur sem eru að stunda skemmdarverk.

2.Mótmælendur eiga að hætta að leika fórnarlömb. Mér finnst oft að aðgerðasinnar vilja espa lögregluna upp þannig að þau geta notað það sem dæmi um lögregluofbeldi. Ef að mótmælendur myndu hlýða á lögregluna myndu hlutir ganga betur fyrir sig.

Að mínu mati væri eftirfarandi leið það albesta til þess að mótmæla ef að kosningar verða. Kjósa skal þinn flokk en strika út allir þeir sem hafa verið á þingi seinustu 16 ár. Það verður að endurnýja Alþingið og sjá til þess að gömlu valdamennirnirkomast ekki aftur að kjötkötlunum.


2009 að byrja

Árið 2008 hefur verið merkilegt en það hefur ekki mikið komið fyrir hjá mér. Námið hefur staðið í stað og það hefur ekki orðið miklar breytingar þrátt fyrir það að ég fópr inn í 4. bekkinn. Ég fékk slétta 9 í meðaleinkunn um jólin og get verið ánægður með það. Þekkingin var greinilega til staðar en útfærslan misheppnaðist og því fékk ég einugis níur í nokkrum fögum sem ég gæti alveg hækkað í, svo sem í efnafræði, líffræði og sögu. ég fékk 10 í íslenskum fræðum sem kom á óvart, en það stafaði af góðu minni úr málsögunni trúi ég. Stærðfræðið á ég að geta bætt yfir 9 og 8 og áætlunin verður að fá hærra í þessum prófum í vor.

Ég hef að mestu leyti dregið mig úr skákinni en þó ætla ég að tefla áfram í Deildarkeppnina sem og að sinna stjórnarstörfum í Helli. Nýlega hef ég unnið við það að slá inn skákir úr mótum sem tekur minna á en að keppa sjálfur og er það helsta leið minn til þess að afla tekjur. Það á eftir að hjálpa ef illa fer.

Nú ætla ég að vona að árið 2009 gangi sem best og að reynt verði að stjórna eftir rökfestu og langtíma og skammtíma hagsmunir verði metið vel og vandlega.


Öfugir kosningar?

Hvernig væri ef að í staðinn fyrir að kjósa flokk sem við vildum myndum við kjósa flokk sem við vildum ekki, með þeirri reglu sett á að sá flokkur sem fær fæst atkvæði verður stærst?

Því miður eru hlutirnir þannig að sumir eiga alltaf eftir að kjósa sama flokk áratug eftir áratug og getur því komið ómerkilegan flokk inn í ríkisstjórn með öruggu 20% stuðning. Það leiðir oft á tímum til stöðnunar og eyðileggingar eins og við sjáum greinilega. Einnig kemur fyrir að ríkisstjórnir eru einfaldlega vanhæfir en sitja áfram í skjóli flokksstuðning einstaklinga. Þar sem aðalhlutverk ríkisstjórnar er að standa sig fyrir þjóð sína getur það haft alvarlegar afleiðingar ef að sama ómerkilega ríkisstjórn heldur áfram endalaust. Á þessum tímum vilja flestir sjá breytingar, en kosningar með núverandi fyrirkomulag gætu komið sömu aðilum til valdar sem áður voru. Jafnvel þótt að menn styðja ekki ríkisstjórninni geta þeir áfram kosið sinn flokkur sem gæti leitt til svipaða niðurstöðu. Þess vegna vil ég benda á hugmyndinni að ofan sem hugsanleg lausn. 

Hugsum okkur Jón. Jón er stuðningsmaður Samfylkingarinnar en hefur megnan ímugust á núverandi ríkisstjórn. Í venjulegum kosningum myndi Jón kjósa Samfylkinguna en ef að nógu margir hugsa eins og hann þá gæti gerst að ríkisstjórnarflokkarnir verða aftur stærstir og mynda aftur ríkisstjórn. En í öfugum kosningum gæti Jón kosið Sjálfstæðisflokkinn og þannig stuðlað að því að hann verði ekki jafn stór og áður. Líklega myndu þeir sem óánægðir eru með ríkisstjórnina kjósa flokkana tvo og þannig verður ólíklegri en ella að þau verði aftur saman.

Hins vegar koma nokkur vandamál upp þegar hugmyndin er skoðuð. Í fyrsta lagi þá eru flokkarnir með mestan stuðning ekki endilega stærstir. Líklegt er að öfgaflokkar til hægri og vinstri verða eyðilagðar því hinn helmingurinn vill þá alls ekki. Róttækir flokkar sem hafa eina "vitlausa" hugmynd gætu verið þurrkuð burt því að fólk er almennt á móti þeirri hugmynd. En aftur á móti gæti ákefð manna við að koma ríkisstjórninni frá völdum leitt til þess að nýir öfgaflokkar sleppi og fái þar með góðan stuðning.  En persónulega er ég á þeim skoðunum að breytingar í stjórnkerfi séu oft góðar því það á aldrei að vera þannig að fólk sé að berjast fyrir að halda stöðu sinniút af völdin einu saman. Breytingar og uppstokkun leiðir til þess að þjóðin vegni vel þar sem þeir flokkar sem verða við völdum, ef að þeir ætla að tryggja stöðu sína, verða að vinna í þágu þjóðarinnar.

Annað gæti verið að flokkur klofni svo að erfiðara sé að strika því út. Svo eftir kosningar verður aftur sameining og flokkurinn samt jafnstór sem áður. Vandamálið hér væri hægt að leysa með reglugerðum en það gæti kannski tekið langan tíma. Þetta tel ég aðaldragbítinn á þessari hugmynd, þó að það er kannski leysanleg með lögum.

Kannski væri einfaldlega best að hafa venjulegar kosningar með þeim fyrirvara að meirihlutinn getur strikað ríkisstjórninni frá völdum. Ef að meirihlutinn er þá á móti núverandi ríkistjórn væru þessir flokkar bannaðir að starfa saman á ný.

Það ætti að hugsa nánar út í þessar hugmyndir og lagfæra ef þess verður þörf því það er brýn nauðsýn að hæft fólk stjórni landi voru.


Krepputíðindi

Það verður merkilegt að sjá hvort að núverandi Ísland lifi kreppunni af eða hvort að einhverjar alvarlegar breytingar munu fara í gang á næstu mánuðum. Mér finnst það ekki líta vel út þegar allir núverandi flokkar eru farnir að snúast í átt að Evrópusambandsaðild. Ég trúi varla að það verður gott fyrir Ísland að vera hluti af stærra batterí. Sérstöðu Íslands felst í góðri aðstöðu og það er nauðsynlegt að hægt sé að semja við alla með hagsmunum Íslands að leiðarljósi frekar en hagsmunir Evrópu. Þar sem ég er sjálfur íhaldsmaður finnst mér líklegt að ég myndi ganga til liðs við nýjan íhaldsflokk gegn ESB aðild ef af því verður. Svo verður einnig spennandi að fylgjast með Bandaríkjunum. Ég trúi varla að miklar breytingar séu í nánd nema hugsanlega í innanríkismálum, og það verður athyglisvert að sjá hvernig umeimurinn líður þegar hann skilur þetta. Kosningar um þessar mundir hafa allt með náttúrulegar sveiflur að gera tel ég og eftir 10 - 20 ár tel ég líklegt að fólk mun aftur snúast til liðs við hægriöflin. Fólk verður alltaf óánægt hvort hvernig sem ríkisstjórnin er alls staðar. En ég á eftir að fylgjast með gang mála á Íslandi og reyna að fóta mig í breytingum sem eiga hugsanlega eftir að ganga yfir okkur.

Tognaður enn á ný

Í annað sinn á 1,5 árum náði ég að togna á hægra ökkla þegar ég var að spila fótbolta. 'I þetta sinn gerðist það þannig að ég var skriðtæklaður en áður hafði ég sparkað bolta og gaf ökklinn á sama tíma. Þetta hefur verið nokkuð alvarlegra heldur en það var því nú þarf ég að ferðast á hækjum. Og þar sem fjölskyldan er bíllaus um þessar mundir er mjög merkilegt að komast í skólann og heim aftur.

Mér finnst alveg hræðilegt að missa af skólann en í staðinn get ég nú horft á heimstmeistaraeinvígið í skák sem er í gangi núna. Mér sýnist á öllu að Anand heldur auðvelt jafntefli með svörtu.

En ég ætla að vona að þetta batni þannig að ég missi ekki meira úr náminu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband