Öfugir kosningar?

Hvernig væri ef að í staðinn fyrir að kjósa flokk sem við vildum myndum við kjósa flokk sem við vildum ekki, með þeirri reglu sett á að sá flokkur sem fær fæst atkvæði verður stærst?

Því miður eru hlutirnir þannig að sumir eiga alltaf eftir að kjósa sama flokk áratug eftir áratug og getur því komið ómerkilegan flokk inn í ríkisstjórn með öruggu 20% stuðning. Það leiðir oft á tímum til stöðnunar og eyðileggingar eins og við sjáum greinilega. Einnig kemur fyrir að ríkisstjórnir eru einfaldlega vanhæfir en sitja áfram í skjóli flokksstuðning einstaklinga. Þar sem aðalhlutverk ríkisstjórnar er að standa sig fyrir þjóð sína getur það haft alvarlegar afleiðingar ef að sama ómerkilega ríkisstjórn heldur áfram endalaust. Á þessum tímum vilja flestir sjá breytingar, en kosningar með núverandi fyrirkomulag gætu komið sömu aðilum til valdar sem áður voru. Jafnvel þótt að menn styðja ekki ríkisstjórninni geta þeir áfram kosið sinn flokkur sem gæti leitt til svipaða niðurstöðu. Þess vegna vil ég benda á hugmyndinni að ofan sem hugsanleg lausn. 

Hugsum okkur Jón. Jón er stuðningsmaður Samfylkingarinnar en hefur megnan ímugust á núverandi ríkisstjórn. Í venjulegum kosningum myndi Jón kjósa Samfylkinguna en ef að nógu margir hugsa eins og hann þá gæti gerst að ríkisstjórnarflokkarnir verða aftur stærstir og mynda aftur ríkisstjórn. En í öfugum kosningum gæti Jón kosið Sjálfstæðisflokkinn og þannig stuðlað að því að hann verði ekki jafn stór og áður. Líklega myndu þeir sem óánægðir eru með ríkisstjórnina kjósa flokkana tvo og þannig verður ólíklegri en ella að þau verði aftur saman.

Hins vegar koma nokkur vandamál upp þegar hugmyndin er skoðuð. Í fyrsta lagi þá eru flokkarnir með mestan stuðning ekki endilega stærstir. Líklegt er að öfgaflokkar til hægri og vinstri verða eyðilagðar því hinn helmingurinn vill þá alls ekki. Róttækir flokkar sem hafa eina "vitlausa" hugmynd gætu verið þurrkuð burt því að fólk er almennt á móti þeirri hugmynd. En aftur á móti gæti ákefð manna við að koma ríkisstjórninni frá völdum leitt til þess að nýir öfgaflokkar sleppi og fái þar með góðan stuðning.  En persónulega er ég á þeim skoðunum að breytingar í stjórnkerfi séu oft góðar því það á aldrei að vera þannig að fólk sé að berjast fyrir að halda stöðu sinniút af völdin einu saman. Breytingar og uppstokkun leiðir til þess að þjóðin vegni vel þar sem þeir flokkar sem verða við völdum, ef að þeir ætla að tryggja stöðu sína, verða að vinna í þágu þjóðarinnar.

Annað gæti verið að flokkur klofni svo að erfiðara sé að strika því út. Svo eftir kosningar verður aftur sameining og flokkurinn samt jafnstór sem áður. Vandamálið hér væri hægt að leysa með reglugerðum en það gæti kannski tekið langan tíma. Þetta tel ég aðaldragbítinn á þessari hugmynd, þó að það er kannski leysanleg með lögum.

Kannski væri einfaldlega best að hafa venjulegar kosningar með þeim fyrirvara að meirihlutinn getur strikað ríkisstjórninni frá völdum. Ef að meirihlutinn er þá á móti núverandi ríkistjórn væru þessir flokkar bannaðir að starfa saman á ný.

Það ætti að hugsa nánar út í þessar hugmyndir og lagfæra ef þess verður þörf því það er brýn nauðsýn að hæft fólk stjórni landi voru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband