Ég mætti á mótmælendafund í dag

Ég ákvað í dag að mæta á mótmælendafund til þess að sjá það með eigin augum en ekki heyra frá öðrum sem eru kannski ekki hlutlausir í umfjöllun sinni. Ég er ánægður með það sem ég sá og ég get vel tekið undir nauðsyn þess að halda þess konar mótmælendafundum. Stemningin var ágætt og sá ég til fólks á öllum aldri á staðnum og fannst mér greinilegt að þverpólitískur stuðningur er við breytingakröfum. Þó tek ég skýrt fram að ég er enn sömu skoðunar, mótmælin eru með góðan stuðning en litlu hóparnir sem hafa blandað sér inn í mótmælin eru á engan hátt málsvarar þjóðarinnar. Ef að ég myndi halda upp spjald gegn n00bavæðingu myndi það ekki þýða að þjóðin berst gegn þeirri firru. Eins og ég bjóst við var sumt sem ég er að öllu leyti sammála, sumt blendið gagnvart og sumt algjörlega ósammála. Ég get tekið undir aðalkröfur mótmælenda um að allir ættu að axla ábyrgð, kosningar í vor og breytt löggjöf en þegar ræðuhaldarinn fyrri sagði fólk að breyta rétt leist mér ekkert á. Þetta er á skjön við mínar hugmyndir um einstaklingsmiðuð hugmyndafræði þar sem það sem er rétt má hver maður ákveða fyrir sig. Það er ekki nauðsynlegt fyrir alla að vera hlutir að einhverju heild ef að þeir séu því ósammála. Annað sem var ekki nógu gott var ávarp 8 ára stelpunnar, en það á alls ekki að láta börn tala á þess konar fundum. Ef að önnur 8 ára stelpa myndi lofsyngja frjálshyggju af jafnmikilli eldmóð væri örugglega litið niður á það. Þetta er einfaldlega gert í áróðursskyni og á ekkert heima í vitsmunanleg samkomu. Svo ætti að mínu mati að hætta með öllu lýðskrumi í ræðum og einbeita sér frekar á að skapa breytingum.

Að lokum ætla ég að segja að þótt ég styð mótmælin þá styð ég ekki að hinir svokölluðu raddir fólksins leiði þverpólitískan breiðfylking til Alþingiskosninga. Þótt að þessir menn gætu breytt hlutir til hins betra myndu koma upp önnur mál þar sem fólkið sem ég væri að kjósa myndi vera ósammála mér í. Ég verð 18 ára í vor( í mars) og þá reikni ég að geta kosið í næstu kosningum. Þar sem ég get ekki staðið á bak við gömlu flokkunum mun ég skoða nýjum flokkum og ef að ég get fundið mér almennilegan íhaldsflokk(frekar framsóknaríhaldsmennska en sjálfstæðis-) með nýjum leiðtogum þá fær þann flokk atkvæðið mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband