Hið endalausa áróðursstríð

Ég er ekki mikill mótmælendamanneskja. Hins vegar styð ég kröfur mótmælenda að mestu leyti. Samfélagið er ekki nógu vel stödd ef að ríkisstjórnin bregst. Og það hefur hún gert. Helst ætti að kjósa í vor og fá glæný andlit á Alþingi. Þar sem ríkisstjórnin hefur ekki farið frá ennþá styð ég mótmælin þar sem það er ljóst að þau hafa haft áhrif. En ég ætla alls ekki að blanda mér í þetta endalausa áróðursstríð sem er í gangi. Þrátt fyrir að ég tel að flestir á Íslandi styðja mótmæli gegn valdamönnum þá finnst mér ekki að neinn þar geti talað fyrir hönd okkar allra. Mér finnst það lélegt þegar menn tala fyrir mína hönd til að réttlæta aðgerðir sem eru ekki mér að skapi. Það er nauðsynlegt að menn mótmæli en jafnframt að þeir gera það á eigin forsendum og láti ekki aðra stjórna sér.

Vandamálin við mótmælin á gamlársdag eru eftirfarandi að mínu mati.

1.Lögreglan er of æstur. Ég held að það myndi virka langbest ef að þau myndu taka hlutir rólega og reyna að gera eins lítið og hægt er. Lögreglan á aldrei að byrja ofbeldi. Einnig þarf að sjá til þess að ef til átaka kemur þá bitni það bara á þeim mótmælendur sem eru að stunda skemmdarverk.

2.Mótmælendur eiga að hætta að leika fórnarlömb. Mér finnst oft að aðgerðasinnar vilja espa lögregluna upp þannig að þau geta notað það sem dæmi um lögregluofbeldi. Ef að mótmælendur myndu hlýða á lögregluna myndu hlutir ganga betur fyrir sig.

Að mínu mati væri eftirfarandi leið það albesta til þess að mótmæla ef að kosningar verða. Kjósa skal þinn flokk en strika út allir þeir sem hafa verið á þingi seinustu 16 ár. Það verður að endurnýja Alþingið og sjá til þess að gömlu valdamennirnirkomast ekki aftur að kjötkötlunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband