Færsluflokkur: Bloggar

Wednesday 29. August

Skólinn byrjar 8:55 á miðvikudögum og mánudögum en mér finnst miklu betur að mæta snemma svo ég tók sama strætó og venjulega í skólann í dag, sem kemur mér þar svona klukkan 8. Samt gerðist furðufátt markvert í dag. Merkilegast þykir mér að við tókum okkar fyrstu einkunnarpróf í dag í stafsetningu. Við fengum að vita einkunnirnar úr könnunarpróf í stafsetningu sem við höfðum tekið á mánudaginn og þar var ég með 5 stafsetningarvillur, sem hefði gefið mér 5 hefði það verið metinn til einkunna. Ég verð virkilega að bæta mig á þessu sviði þar sem refsað er greinlega mjög harðlega fyrir villur. En prófið í dag voru bara setningar sett saman úr æfingum sem við höfðum gert áður. Og ég man allar þessar setningar svo ég vonist eftir að fá 10 á þessu prófi. Í hádegishlénu í dag fór ég á 10-11. Ég hefði heyrt sögur um að svona búðir væru troðfylltar í frímínutum en ég hafði hinsvegar aldrei lent í því sjálfur, kannski út af því að ég fór bara í lítinn skóla. En allavega var ég heppinn að finna röð þar sem ekki voru komnar 10-15 manns. Tónleikar voru haldnar í kjallara MR en ég nennti varla að fara þangað. Ég hefði hvort sem er verið neydd til þess að standa út af því að ég er busi. Svo á eftir hléinu var ekki neitt að gerast þangað til að stærðfræðitíminn tvöföldu fór í gang. Þar fórum við í gegnum ýmsar aðferðir á að taka saman liði, sumir hverjar misvitrar, fjölluðum um hið ógurlega sama sem merki og í lokin fórum við í hengimann þar sem við þurftum að reikna einföld stærðfræðidæmi til að fá að spyrja um stafi. Ég hafði höndin minn alltaf upprétt þar sem ég gat gert þetta allt en ég er ekki viss um hvernig kennarinn hafi tekið þetta. Allavega höfum við ekki ennþá náð að klára orðið svo við reynum meira næst.

Á morgun er kosið í bekkjarráð. Ég held að ég ætla að bjóða mig fram, og ef ég næ ekki kjöri voni ég eftir því að sá sem á eftir að vera fulltrúi okkar geri þetta vel. 


Tuesday 28. August

Byrjaði í skólann 8:10. Þá var könnunarpróf í dönskum óreglulegum sögnum, þar sem við lærðum líka að færa borðin okkar í sundur eins og ber að gera í prófum. Enn á ný er ég kominn með nýjan borðfélaga. Í þetta sinn er hann á vinstri hliðina á mér. Lærðum þá hitt og þetta ekk svo neitt merkilegt þangað til að efnafræðin kom. Út af því að kennarinn okkar ruglaði stundatöflunni sinni þá þurftum við að læra í matahléinu. Samt fáum við 45 mínutu hlé þar á eftir, frá 11:45 til 12:30. Sem samræmist ágætlega stóru frímínuturnar í Landakoti(gamli skólinn minn). Kannski heimsæki ég fólkið þar einhvern dag. En allavega verðum við einir í fríi á þessum tíma held ég í MR. Því miður er Stærðfræði þar á eftir, og það er mjög pirrandi af því að skjaldbaka gæti komið okkur hraða í gegnum efninu heldur en kennarinn okkar, sem verður að eyða 10 mínutur í hverju dæmi til að kanna allt mögulegt. Heldur hún að hún sé að kenna einhverjum n00bum? Er n00bavæðingin kominn í MR. Allavega eftir samræðu við bekknum um þetta stóðst ég ekki mátið og tók eina dæmi á töfluna á undan tímanum. Og því miður fyrir mig var ég ekki alveg viss um hvernig ég átti að gera svona dæmi og endaði með því að klúðra það í fyrstu tækifæri. En ég rétti það síðan við á eftir. Í stærðfræði frétti ég það í fyrsta sinn um æfingarnar fyrir Stærðfræðikeppni framhaldsskóla. Þeir eru víst á laugardagsmorgnum og ætla ég að mæta næsta laugardag og sjá hvernig mér gengur. Reynslan úr Stærðfræðikeppni grunnskóli ætti að hjálpa mér aðeins. Eftir það gerðist ekkert markvert fyrir utan það að við lærðum um Trójustríðið. Ég hélt áður fyrr að Trójustríðið var allt í Ilíadskviðum en svo er víst ekki, ef marka má kennarann. Þetta vissi ég sannarlega ekki. Svo var skólinn búinn og ég fór beint heim eins og venjan er.

Félagslífið á eftir að byrja fljótlega, og vonist ég eftir að geta gert sem mest. Komast hjá því að einangra mig eins og ég gerði í Landakoti. Merkisdagar verða busaballið, busaferðin og skákmótinu, auk þess sem ég skelli mig kannski í forkeppni Gettu betur og sé hvernig mér gengur í því.

Utan skólann þá er það að frétta að á atkvöldi Hellis var ég í fyrsta til fjórða sæti með 4.5/6 vinningum. Ég tapaði reyndar á stigum en ég ætti að geta grætt atskáksstigum fyrir þetta mót. Skákþing Íslands byrjar í dag, og ég og ég sagði ætla ég ekki að taka þátt í Áskorendaflokknum, þar sem mig langar að festa mig í skólann betur. Samt ætla ég kannski að fylgjast með því aðeins.

Nóg í bili. 

 


Monday 27.August

Mætti í skólann eins og á venjulegum skóladegi þrátt fyrir að vera með gat í byrjun dagsins. Það er langbest að mæta snemma í skólanum. Ég fékk Morkinskinnu og Loki Laufeyjarson í dag og ég notaði morguninn til að lesa þær í gegn. Sá spurningakeppni aftast í Loka þar sem ég hefði rústað þessu. Ég hefði fengið 12 stig á meðan sá sem vann fékk bara 7 stig. Alltaf gott að kunna hluti í hinu ýmsum fögum. En skólinn byrjaði og námið farinn á skrið.Nema í Stærðfræði, þar sem við komumst ekki áfram, þökk sé kennarann. Hversu mikið er hægt að fara í einu skítléttan dæmi?

Allavega var skólinn samt þokkalegur um morguninn. Dönskukennarinn talaði líka á íslensku, þegar hún átti að tala á dönsku. Hvílík unun, að sleppa við að þurfa að tala dönsku líka. Um setupið í bekknum eru þrjú borðaröð með 9 sæti í hver. Þó svo að borðið til vinstri er alltaf með sama manninum(Ég sit í efsta röð, þriðji sæti frá vinstri) þá er eins og musical chairs sé spiluð fyrir þann sæti sem er mér til hægri handar. Mismunandi fólk hafa sest þar og farið síðan eftir einn dag. Er ég virkilega svona óþolandi?

Um hádegið fór ég á Pizza King og fékk mér hádegistilboðið, 10 tomma pitsu með 3 áleggum og kók á 800kr. Góð tilboð en maður hefur varla efni á því alla daga, eða ef þú ert í flýti. Það tekur um korter að klára pitsuna samkvæmt mínum útreikningum. Allavega gat ég farið þar, keypt mér pitsuna, farið aftur í skólastofu og klárað pitsuna í hléinu. Geri það kannski aftur í næstu viku.

Eftir hádegishlénu voru nýjar reglur hengdar upp. Um er að ræða busareglurnar svokölluðu og eru fáranlegar rugl. En ég skal reyna að halda eftir þeim eins lengi og ég þarf eða get. Mig langar eiginlega ekki til þess að vera ofurbusi.

Klukkan 2 fórum við í myndatöku fyrir skólasíðuna. Ljósmyndafélagið tók 3 myndir af mér og voni ég eftir að þeir verða ekki eins lélegar og sumar af mínum myndum, sem eru bara ferlegar. Fór svo á eftir skóla niður í Cösukjallara að fá mér skiptibækur frá Framtíðinni. Ég er glaður yfir því að ekkert áróður var spúað þarna niðri, því mig langar helst ekki að vera í þeim félagsskap. Samt er Skákfélagið þar, sem er algjört rugl. Taskan mín var hrikalega þung og hættuleg á heimleiðinni svo ég skildi glaður við því að loknu heimkomu. Fram undan er fyrsta atskákmót Hellir kl 8.

 


Svar

One of its legs is both the same

Kannski ef þið pælið nógu lengi í þessu þá meikar það sens... 


Whats the difference between a buffalo?

Svara í kommentakerfinu, svar verður komið á morgun.

Og skólaárið er byrjaður

Byrjaði á fimmtudaginn í MR. Ég mætti um 13:30 á fimmtudaginn, þar var nánast enginn fyrst kominn. En smátt og smátt bættist við fjöldann og um 13:50 þá var fjöldann allan af fólki að koma og allt var troðfullt fyrir framan skólann. Klukkan 14:00 fórum við í Dómkirkjuna og skólasetningarathöfninni var haldinn. Svo fórum við í bekkjarstofurnar. Minn stofa, 3.F var alveg lengst hinumegin. Það tók tíma að finna stofuna en letin tókst að lokum. Kennararnir komu inn og töluðu aðeins um bækurnar sínar, og svo fór eftir þetta ég og keypti flestar MR bækurnar. Ég held að ég hafi beðið í að minnsta kosti 20 mínutur.

Svo kom föstudagurinn. Ég tók leið 3 frá heimilinu mínu klukkan 7:30 og strætóinn var troðfullur af fólki. Fullt af fólki sem ég þekkti úr fótboltanum voru þar. Mætti þar svona 8:05. Þetta gæti verið vandamál svo ég tek kannski strætó korteri fyrr. Aðalatriðið er að vera ekki of seint. En tíminn leið í ýmsum tímum, yfirleitt voru kennslustundirnar í gær yfirlit yfir námsefninu. Í hádegishléinu var boðið upp á pitsur, og ég beið eftir því en þeir kláruðust rétt áður en ég kom svo þetta var eitthvað pirrandi. Fór í staðinn á Lækinn, nýja sjoppunni sem áður hýsti Eika feita og Mamas Tacos. Keypti mér pylsu þar en þeir seldu ekki 0,5 lítra flöskur af Pepsi Max svo ég keypti 1,0 lítra flösku í staðinn. En skóladagurinn var samt success fyrir mig, þar sem ég hef hitt og skapað smátengsl við að minnsta kosti suma.

Ég held að ég tek ekki þátt í Skákþinginu til þess að undirbúa mig betur í skólanum. 9 dagar í röð er frekar mikið þegar þú ert að byrja í skólanum.

Skrifi meira örugglega á mánudaginn

 

 


What people might not realize

Var á ferð um MR síðuna, www.mr.is og rakst á vef Skólafélagsins. Þar er leitarvél þar sem hægt er að finna alla meðlimi Skólafélagsins(gæti verið allan skólann, er ekki viss með það). Hægt er að finna heimilisfang, póstnúmer, heima og GSM sími og e-mailið líka ef þú ert inniskráður. Þegar ég senti GSM símanúmerið mitt í umsókninni trúði ég varla að þetta yrði bara birt á netinu einhversstaðar. Þó svo að ég hafi ekkert á móti því að síminn minn sjáist þar, veit ég ekki um þann fjölda af nemendum sem vita þetta ekki eða vilja ekki að því er birt á netinu.

Annars ef að þú slærð nafninu mínu inn á Google(Paul Frigge bara) þá tróni ég á toppnum. En hinsvegar finnast ummerki eftir hollenskum tennismanni sem heitir sama nafni og ég. Hvernig á hann eftir að hugsa ef að hann Googlar nafninu sínu og sér mig þar? 


Tölvan kominn loksins

Ég hef ekki náð að blogga að undanförnu þar sem tölvan sem ég noti, aðalbækistöðinn minn, dó. Og það tók sirka viku að klára að skoða henni og lagfæra. En nú er tölvan komin og allt komið í betra lag. Nú eru MR menn búnir að skrifa niður í hvaða bekkjum menn lenda. Fyrir mig(frá Landakoti) það er nýjung að vera í 27 manna bekkur. Í mesta lagi vorum við um 20 og við fórum alveg niður í 8 manns á köflum. Því miður þá er ég í bekk með fólk sem ég þekki ekki og hef ekki einu sinni heyrt um. 'Eg þekki suma úr öðrum bekkjum en engan úr þessari.

Ég tók þátt í Borgarskákmót Reykjavíkur á fimmtudaginn og fékk 4 vinninga af 7, sem er gott miðað við því að ég tefldi við stigahærri menn í öllum umferðunum. Í þessari mót gerðist það að ég vann allar skákirnar með hvítt og tapaði allar með svart.

Því næst fór ég á Stórmót Árbæjarsafnsins á sunnudaginn, sem var töluvert slakara mót. Þeir bestu þar voru með um 2000 stig en stórmeistari með 2500 stig tefldi á Borgarskákmótinu. Ég fékk í þessu móti 4,5 vinninga af 7 möguleikum sem var fjandi góður árangur fyrir mig. Það dugaði mér að komast í 3-6 sæti og fæ ég 1250 kr fyrir það(3. sætis verðlaunin var skipt upp). Aftur náðist merkilegan hlut - í þessu skipti varð ég algjör telpubani. Ég vann allar stelpurnar á mótinu í öllum sigurskákum mínum og ein með Owens byrjun(1.e4 b6).  Svo var ég með þrjú jafntefli og tapaði á móti sigurvegarann.

Á morgunn heyrði ég að það verður hægt að kaupa MR bækurnar, daginn fyrir skólabyrjun. Svo ég kem og voni eftir að ég heyrði rétt. 


15 dagar eftir í skólagöngu

Veit ekki hvort ég á að vera að hlakka til eða ekki. Trúi samt að ég hlakki til. Er kominn með allar skólabækurnar(fyrir utan MR bækurnar sem ég hef ekki heyrt minnst á). Og ég var NÚNA að fá bréf frá Penninn/Eymundsson um að skólabækurnar eru komnar. Þetta var allt hluti af áætluninni minni. Nú slapp ég við alla umferðina sem á eftir að koma. Fékk líka 500 kr inneign í Pennanum. Ætli ég ekki noti það einhvern tímann seinna þegar mig vantar áhöld?

Er íhaldssemi slæm?

Það halda allavega nokkur fjöldi manna. Samkvæmt þeirra hugmyndafræði eru íhaldsmenn tregir og heimskir og vita ekki neitt þessvegna halda þeir áfram með þeirra siðum og venjum, sem eru andstæðar nútímarétthugsun. Svo þeir predika og reyna að sýna fólki ljósið. Út af því að auðvitað vita þeir betur hvað er best fyrir heiminum.

Fyrir þessar ástæður þoli ég ekki nútímavinstrimennska/jafnaðarmennska. Þetta snýst allt of mikið um að skoðanir sem eru ekki þeirra eigin, og eru andstæðar pólitískrar rétthugsunar eru bara rangar. Þeir fara í áróðursherferðum gegn þessara skoðana og nota mikið fjölmiðlum, sem dreifa þessu sem heilagur sannleikur.

Ég er sjálfur miðjumaður, þegar kemur að kapitalismi vs. kommunismi. Trúi á kapitalísku kerfi með sterkan ríkisstjórn á bak við því. Hafa bæði ríkis og einkafyrirtæki. Get þolað fólk á báðum vængjum, eins lengi og þetta snýst um markaðskerfi. En hugsjónafólk get ég ekki þolað. Og það er allt of mikið af þeim á vinstra vængnum, sem er ekki lengur hreinn heldur blanda af umhverfissinnum, feministum, byltingarsinnum og andstæðingar heimsvaldastefnu svokölluðu.

Mínar skoðanir eru mínar og það eru ástæður fyrir því. Og það er ekki út af því að ég er heimskur eða auðtrúa. Kannski á ég mínar skoðanir út af því að ég hef tekið afstaða og held mér fast við því.  Kannski eru mínar skoðanir verri/vitlausari en aðrar skoðanir. Það skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að mínar skoðanir virka fyrir mig.

Allt fólk á að geta haft sínar eigin skoðanir á hvað er rétt og rangt. Það á aldrei að neyða mann til þess að trúa einhverju og stunda ritskoðun á óæskilegar hugmyndir. 

Best væri ef allar hugmyndir væru settar fram hlutlausir, með rökum og mótrökum. Þá gæti maður lesið allar þessar hugsanir og komist að niðurstöðu án þess að einhverjir eru að hafa áhrif á hann. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband