Færsluflokkur: Bloggar

Í gær

Var aðalfund Hellis. Það sem er merkilegast fyrir mig var að ég komst í stjórn(aðeins 6 mættu á fundinn) og verð meðstjórnandi út árið. Nú er bara að ná í góðan orðspor og halda svo áfram.

Heimsmeistaramót í skák eiginlega lokið

Og Anand var öruggur sigurvegari. Það er samt tvísýnt hvernig einvígi á móti Kramnik verði þar sem Kramnik stóð sig líka ágætlega hér. Af öðrum ber helst að nefna Gelfand en hann var spútnikmaðurinn á mótinu. Svo voru aðrir verri. Ég held að núna eru Anand Kramnik og Topalov einfaldlega bestir núna í dag. Það hefði verið fínt að fá þriggja manna mót með sexföldum umferðum.

Smashtest

Í dag tók ég sögupróf, sem væri ekki merkilegt nema ég var bókstafalega að skrifa allan tímann. Það er ekki oft sem ég hef verið allan tímann að skrifa í eitthvert próf án þess að vera að hugsa mikið en þetta var einn af þessum prófum. Þetta var eins og að taka hraðaspurningar í spurningakeppni, þú ert ekki að husga heldur að svara eftir því sem þú veist mikið. Semsagt var þetta góð æfing og það sýndi vel að ég kunni efnið fannst mér.

Nýleg skákmót

Á mæanudaginn tefldi ég á hraðkvöld Hellis og fékk 4/7 vinningar þar sem ég tefldi frekar illa. En rétt áðan tók ég þátt í fimmtudagsæfing TR og fékk 4/7 líka, en þá var ég að tefla betur. Fékk hálfan vinning á móti FM Þorfinnsson, sem vann annars mótið með 6,5 vinningar. Þetta mun vera fyrsta stig sem ég ég fæ í alvöru skák á móti meistara. Ég er frekar sáttur með það.

 


Hvernig væri það að vera frægur?

Nú þegar ég hef unnið mér inn reputaion, allavega í MR og kannksi víðar, er ég að hugsa um hvernig það væri að vera virkilega frægur. Þegar milljónir manna um allan heim vita hver þú ert og ljósmyndarar fylgja hverju fótspori þínu þá væri það örugglega fáranlega sjúkt. Ég sjálfur er að pirrast yfir því að fólk sem ég hef enga hugmynd um eru að tala við mig og spyrja um hitt og þetta. Er frægðin gott eða slæmt?

Annars er það að frétta að í dag byrjaði á á Stærðfræði handa 3.bekk. Er þar með kominn svona vika á undan áætluninni. Sem er bara fínt. Alltaf gott að eiga smá frumkvæði. Svo koma allavega 4 próf í næstu viku. En svona er MR. Lífið er harður heimur... 


Athyglisverðar pælingar

Ef að heilinn þinn væri fjarlægður úr líkamanum þínum og sett í annan líkama myndi þú verða aðra manneskju?

Eru til veruleikar í alheiminum þar sem öðruvísi eðlisfræðilögmál gilda?

Eru menn virkilega sjálfstæðir eða fylgja þeir boðum fra einhvern æðra kraft?

Er jörðin sérstök? Er maðurinn það? 


Lífið er venjulegt

Allavega fyrir mig. Ég fór í busaferð MR um helgina. Við vorum komnar um 3 leyti á Hlöðum í Hvalfirði. Þegar ég kom inn fannst mér mjög merkilegt að allir skyldu sofa í ein stór sal. Hefði aldrei hugsað um svoleiðis áður. En nóg um þetta. Við fórum í bekkjarkeppni í fótbolta og við lentum í 2-3 sæti, þar sem ég skoraði 5 mörk alls. Og svo um kvöldið vann ég hæfileikakeppni nýnema með minni ofur Nazgúl og Smjagall eftirlíkingar. Svo var liðið mitt efstur í spurningakeppnin Gettu busi, þar sem ég og Adam bekkjarfélagi minn fór á kostum. Því miður unnum við ekki keppnina þar sem leiksýningin okkar þótti ekki fullnægjandi. Þess í stað unnu joddararnir(3. J) með eitthvað algjör kjaftæði sem ég held að enginn skildi. Þetta minnir mig allt of mikið á Skrekk. En eftir kvöldvakan var dansað og partýað og ég held að ég hafi sofnað svona klukkan 4. Daginn eftir var leiðinleg og ekkert markvert gerðist.

 


Próf

Ég held að eftir einum manúði er ég búinn að taka um 20 próf, mestmegnis smápróf en samt er þetta gríðarlegur fjöldi. Það er eins og þú sleppur aldrei, sífellt eru ný og ný próf að koma upp. En svona er nú bara lífið.

Og lífið heldur áfram

MR er mjög merkilegur skóli og þar er mikið að gera. Út af því og líka það að ég hef hreinlega ekki nennt að blogga eru helstu ástæður þess sem ég hef ekki skrifað í langan tíma. Það tekur sinn toll að vera hér og gera það sem þér finnst skemmtilegt og sumt er fyrir ofan annað í hinu flókna lífi mínu.

En annars gengur alveg ágætlega í bili, er búinn að taka nokkur próf en tekst að fá fínar einkunnir út úr því(Fékk til að mynda 10.5 á seinustu stærðfræðipróf). Því miður grunar mig að bekkurinn er ekki að fá eins fínar einkunnir og ég. Fólk er því miður ekki svo góðir í stærðfræði lengur. N00bavæðingin hefur tekið stjórn. Og svo er það líka vandamál þegar afstæð gildi er tekið til einkunna. Að fá 3 er ALLTAF slæmt, jafnvel þótt að það sé hækkun um 2 heila frá seinustu próf. 4,5 fellur þig undir lokum, svo það hlýtur að vera slæmt. Og að fá 7 er EKKI það sama og að fá 10.

Af hverju  er þetta svona, þegar framfarir eru litin á betra heldur en almennar gáfur? Hvaða rugl er þá komið í skólakerfinu, þegar kennslan verður bara fyrir algjörar byrjendur? Er hægt að bjarga þetta?

'I þessu samfélagi er allt of mikið daðrað fyrir byrjendur og heimskt fólk. Make this not be... 


Hvað hefur gerst á síðustu viku

Hef ekki átt tími til þess að blogga því að ég hef verið frekar upptekin við félagslífið í MR. Hér kemur listi yfir það sem ég hef gert.

Fimmtudagur 30. ágúst: Fór á úrslit Sólbjarts. Frekar sáttur við úrslitin þar sem fyrrverandi 5.Y voru betur þrátt fyrir að hafa byrjað illa.

Föstudagur 31.ágúst: Fór á fótboltamót fyrir hönd bekkjarins. Töpuðum í tvígangi 2-0 og svo beilaði liðið. Verð ekki aftur í marki.

Laugardagur 1.september: Fór á æfingu fyrir framhaldsskólakeppnin í stærðfræði. Frekar erfitt en ég náði samt 2. sæti með u.þ.b. 40 stig af 100.

Sunnudagur 2.september: Fór á busakvöldið og var hent upp á svið þrisvar sinnum. Meiriháttar rugl allt saman.

Mánudagur 3.september: Ekkert merkilegt gerist

Þriðjudagur 4.september: Tók þátt í forprófi fyrir Gettu betur, ég lenti í 7. sæti sem er frekar góður árangur. Lenti fyrir ofan nokkurra þekkta MRinga. Svo um kvöldið fór ég á busadansæfingar. Hefði alveg getað sleppt því.

Miðvikudagur 5.september: Horfði á úrslit Ratatosks. Hraðaspurningar voru ekki vandamál en bjölluspurningarnar verða erfiðar. Samt ætti bekkjarliðið að ganga vel fyrst að þeir voru líka í einhverjum vandræðum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband