Trúarjátning

Ég er trúaður maður í þeim skilningi að ég trúi á tilvist frumforsendu sem ómögulegt er að sanna með rökrænum hætti.

Trúarjátning Pauls hljómar svo:

Ég trúi að enginn kenning getur verið rétt sem er í mótsögn við þær staðreyndir sem tiltekna kenningin skýrir.

Með öðrum orðum trúi ég á rökrænan alheim. Og það er það eina sem ég þarf að trúa á. 

Svo eru aðrar kenningar sem mjög erfitt væri að sanna eða afsanna. Hægt væri að leiða rökhyggjuna sem ég aðhyllist á tvær brautir eftir því hvort að hægt er að mæla "virkni" hugmynda, þ.e. að sýna fram á með rökfræðilegum og líkindafræðilegum hætti að tiltekinn aðferð virkar betur en einhver önnur aðferð til að leysa ákveðið vandamál.

Rökhyggjan er öflug reikningstæki sem hægt er að nota til þess að skoða líkleg þróun atburða. En alltaf verður að hafa frumforsendan á sínum stað og breyta kenningum í samræmi við nýjustu mótsögnum og upplýsingum sem koma fram. Í upphafi bloggsins taldi ég mig íhaldsmann en rökhyggjan er ekki samrýmanleg við þá skoðun að allt verður best eins og er núna eða var í fortíð. Mögulega væri hægt að segja að tiltekinn kerfi virki best við þær aðstæður sem eru núna í gangi á þessu augnabliki en að nota það til lengdar væri eins fáranlegt og að nota diffurkvóta falls í ákveðnum punkti sem ígildi alls fallsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband