Færsluflokkur: Bloggar

Ef ég ætti að búa til fyrirmyndarríki

Sem ég ætla alls ekki að gera, enda væri það gegn mínum skoðunum, myndi það vera alveg eins og heimurinn er í dag. Af hverju? Af því að það hefur ekki ennþá gerst að skoðunum séu neyddar ofan í fólki og ekki er ennþá verið að jafnaðavæða allt.

Það er talað um þróun mannkyns. Þarf ég nokkuð að þróast? Má ég ekki vera eins og ég er? 

 


Próf í gangi

Og ég spyr sjálfan mig af hverju ég er ekki að læra. Svarið felst örugglega í því að ég annaðhvort enni því ekki eða er ekki manneskja sem eyðir mörgum klukkutímium saman í próflestri. Ég kláraði samræmdu prófin og fekk ágætis einkunn út úr þeim án þess að eyða meira en klukkutíma á dag, og örugglega minna oft á tíðum. Þetta snýst held ég um minnið mitt. Ég get munað alveg helling af hlutum sem gerir mér kleyft að bara lesa léttilega yfir einhverju efni og þá er hægt að muna hvað nákvæmlega var í gangi þegar ég lærði efninu. Þetta hefur hjálpað mér mikið en aðallega í greinum eins og sögu.

Einhverjir eru að halda því fram að ég ætti að bjóða mig fram sem forseta Framtíðarinnar á næstu ári. Þvílíkt bull segi ég. Ég á ekkert erindi í þann starf, sérstaklega í ljósi þess að til er annað starf sem mig langar sérstaklega í. Þ.e.a.s, starf formanns Skákfélagsins. Ég hef miklu meira erindi þar í bili...

Einhverjar umræður eru núna í gangi, annars vegar um nýjustu fyrirspurnir frá feministunum og hinsvegar um kristnistarf í grunnskóla. Í fyrsta lagi trúi ég á því að allir eiga rétt á að tjá sínar skoðanir. Fólk verður að ákveða sjálf hvort að þetta sé bull eða ekki. Í öðru lagi trúi ég að enginn þarf að taka mark á einhverjar fámennar hópar út í bæ sem hafa sínar skoðanir um hvernig við eigum að vera. Ef til dæmis einhver 10% hópur segir eitt og hinir 90% eru á móti þá ætti málið að vera umsvifalaust hafnað. Ekkert tillit eða neitt svoleiðis vitleysa. Í þriðja lagi er ég á móti alls kyns áróður í skólum. Börn eiga rétt á að fá hlutlausa kennslu, ekki áróður frá aðilum sem eru sérstaklega fengnar til að láta aðrir skipta um skoðun. Enginn getur sagt við mig. "Ég veit betur hvernig þú átt að lifa". Hver manneskja er einstaklingur og er þar af leiðandi með sérstakar þarfir. Jafnvel þótt að einhver lífsstíll hentar náunginn við hliðina á mér þýðir það ekki að það mun henta mér. Í fjórða lagi langar mig að benda á eitt í viðbót sem hefur uppgötvast núna.  N00bavæðingin er í gang. Heimskir krakkar eru að taka yfir skólana og kennarar sjá bara um þá og halda hinum á sömu róli. Þetta verður að breytast áður en alvöru breytingar verða gerðar.

Nóg í bili. 


Orator busi

Ég ákvað að taka þátt í Orator busi keppnin í MR. Ég hafði aldrei verið í ræðuliði eða neitt tengdur því og eins og kannski einhverjir vissu þá nennti ég ekki að taka þátt í Sólbjarti, innanskólar ræðukeppni MRinga. En þetta gekk alveg ágætlega. Ég rústaði fyrstu tveimur keppnunum en tapaði svo í þeim þriðji á móti verðandi sigurvegara í undanúrslit. Umræðuefni voru: Guffi er hundur, Laxveiði og Ástin er blind og ég var meðmæltur í öll skiptin. En nú fara próf að koma bráðum og það verður spennandi að sjá hvernig mig gengur í þeim. Þess má geta að ég þurfti að rífa mína fyrstu stærðfræðiskyndipróf upp(fékk lægra en 8, óásættanlegur fyrir mig...) og ég ætla að vona að fleiri próf mæta ekki sömu örlög. Næst skal ég skrifa miklu minna....

Ég hata tölvur

Ég var að fá FIFA Manager 2008. Sem er merkilegur leikur. En hinsvegar er tölvukerfið hjá mér komið í rjúkandi rúst. Hljóðkerfið hefur verið bilað síðan ég náði að skemma heyrnatólin og auk þess veiit ég að driverinn er ekki í lagi. Og þess vegna get ég ekki spilað FIFA Manager. Sem er hræðilega leiðinlegt.....

Ég lenti aftur í tímahrak

Á seinasta stærðfræðipróf og enn og aftur er það ástæðan fyrir slappt gengi. Ég verð heppinn ef ég fæ 8. Þetta sýnir glögglega hversu mikilvægt það er að nota tíminn sinn vel. Ég á eftir að finna það út á morgun hvort tíminn minn var vel varið enda eyddi ég um helming próftímans að sanna Pýþagórasarreglan nákvæmlega. Ef ég fæ ekki fullt hús verð ég pirraður. Það væri virkilega slæmt í þessu MR kerfi líka að falla árið á undan. Þá þarf að reikna allt upp á nýtt og byrja aftur frá grunni. Það væri sorglegt ef að það myndi gerast fyrir mig. Annars er Orator Busi, 3. bekkjar ræðukeppnin á næstu leiti. Ég tek þátt og stefnan er sett á sigur. Samt veit ég ekki með það. Ég gæti feilað ótrulega en ef ég geri það ekki trúi ég að ég á eftir að komast langt.

Lífið um helgina

Ég hef ekki verið að gera neitt um helgina.Ég hef sofið, verið á tölvunni en ekki mikið meira en það. Jú, ég fór í keilu á laugardaginn en þá tapaði ég. Það er staðreynd að kerfið þar hataði mig. 'Eg fékk P í fyrstu tilraun(Penalty?) og eftir það var ég með rennur á meðan að hinir voru án þeirra. Svo gat ég ekki skotið almennilega þann dag og bara skíttapaði. Annars eru jólaprófin í MR eftir cirka mánuð svo það verður athyglisvert að sjá hvernig það gengur fyrir sig. Markmiðið er að halda meðaleinkunnin fyrir ofan 8. Nóg í bili.

Merkilegur texti

Frá The Sign of the Broken Sword, einn af mögrum smásögum  skrifað af G. K. Chesterton um séra Brown.

"Sir Arthur St Clair, as I have already said, was a man who read his own Bible. That was what the matter was with him. When will people understand that it is useless for a man to read his Bible unless he also reads everybody else's Bible? A printer reads a Bible for misprints. A Mormon reads his Bible and finds polygamy; a Christian Scientist reads his and finds out that we have no arms and legs. St Clair was an old Anglo-Indian Protestant soldier. Now just think what that might mean; and, for Heavens sake, don't cant about it. It might mean a man physically formidable living under a tropic sun in an Oriental society, and soaking himself without sense or guidance in an Oriental book. Of course, he read the Old Testament rather than the New. Of course, he found in the Old Testament anything that he wanted - lust, tyranny, treason. Oh, I dare say he was honest, as you call it. But what is the good of a man being honest in his worship of dishonesty?"

Það er hægt að túlka allt eftir því sem maður vill. Af hverju að leyfa eina skoðun að vera allsráðandi? 


Stærðfræði og staðalmyndir

Ég hef ekki bloggað í langan tíma svo nú held ég að rétti tíminn sé að fara að byrja aftur. Svo ég ætla að skrifa um tvö mál sem ég ætla að skrifa um. Sá fyrrnefndi er um stærðfræðikennslan í MR og svo verður fjallað um nýjasta æði manna um ritskoðun, staðalímyndir og hvað ætti að vera leyfð hér á landi.

1. Stærðfræði

Ég hef verið í stærðfræði eins og svo margir í MR og hingað til hef ég ekki haft einhverja gagnrýni á kerfinu sem þeir nota þar. En nú verð ég að mótmæla þar sem mér finnst ganga allt of langt. Það er sönnun fyrir Þýþagórasarreglan í Almenn Stærðfræði III sem ég lærði í 10. bekk. Sem kemur vítaskuld á undan menntaskóla. En nú heyri ég í dag að ég myndi ekki fá neitt fyrir að nota það á prófi af því að við höfum ekki lært um það ennþá. Það finnst mér n00balegt. Semsagt ætlum við að læra stærðfræði algerlega upp á nýtt í menntaskóla. Og það er reiknað með að við megum ekki kunna einföld flatarmálafræði á þessu skeiði, eins og flatarmál þríhyrnings og ferhyrnings. Er ekki eitthvað bogið við það? Megum við ekki nota þekkingu okkar sem við höfum aflað í grunnskóla? Það megum við ekki samkvæmt kerfinu. Við erum semsagt allir n00bar sem kunna ekkert. Líka fólkið sem tekur þátt í stærðfræðikeppnum. Líka stelpuna í 3.G sem vann neðra stigið af Stærðfræðikeppni Framhaldsskóla. Mér finnst þetta vera bara fáranlegt. Og svo erum við með kennarar sem eru skuggalega líkt barnaskólakennarar sem kenna á hraða heimskasta manns í bekknum. Hver dæmi verður að vera útskýrt í 10 mín áður en við getum haldið áfram. Þetta er bara leiðinlegt fyrir mig og aðrir sem eru gáfaðir og geta eitthvað í stærðfræði. Við erum sett á sama plani og hinir, og megum ekki nota umframsþekkingu okkar. Er það gott?

En nú kemur að næstu umræðan

2.Staðalmyndir og fleira

 Nú á dögum vill fólk breyta og ritskoða bækur sem eru ekki í anda þeirra hugsjóna sem jöfnuðarfólk standa fyrir. Það má ekki skrifa neitt sem gæti hugsanlega ýtt undir fordómum gegn múslimum, konum, svertingjum, hommum og fleira í þeim efnum. Það er komið svona langt að það er farið að ritskoða sjálfan Bíblíuna. Það er sjúkt stefna og ætti að uppræta með öllu. Bækur eru merkilegar út af því að þau sýna sjónarhorni höfundar á ákveðnum málefnum. Það að ritskoða bækur breytir tilgangur þeirra í einhvers konar áróðursrit. Og svo vill fólk að börn hafi aðeins aðgang að "hreinum" bókum og myndum sem sýna allt jafnt og ekkert er betra en annað. Bækur sem gætu verið túlkuð sem einhvers konar rasismi gagnvart einhverjum eru talin ýta undir fordómum. Svo þess vegna eiga allir að hætta að lesa öllum bókum með hugsanlegum staðalmyndum inn í. En vilja jafnaðarmenn, feministar og talsmenn minnihlutahópa eyða öllum staðalmyndum? Ég held ekki. Bara slæmar staðalmyndir. Því það eru líka til "góðar" staðalmyndir. Hvað um bækur eftir Marx og aðrir svipuðum hugsjónamenn. Eru ekki kapitalistar gerðar að staðalmyndum um allt illt í þeim? Ég held ekki til dæmis að ímynd karla er hátt metinn í bókum feminista, svo kannski ættum við að banna þeim. Eða jafnvel fullt af Disneymyndum með dýrum í. Eru ekki alltaf mannfólkið sem er slæmt og gráðugt og vill eyðileggja hreina og óspillta nátturuna. Í myndum á frumbyggjaslóðum er það ekki alltaf hvítir menn sem eru illir og gerspilltir? Er það ímynd sem má halda í. Ég held ekki ef fólk er samkvæmt sjálfum sér.

En það er ekki minn tilgang að hvetja til ritskoðunar. Ég er alveg á móti því. Vandamálið er að sumir geta ekki litið á heildina. Geta ekki allir haft sínar skoðanir án þess að þeim er ritskoðað? Eða þurfum við að lifa í heimi þar sem allt sem er ekki geðlegt ákveðnum hóp manna og kvenna sé bara þurrkuð út af jörðinni? 


Fáranlega mikið að gera í vikunni

Í dag fór ég í leiklistarnámskeið í MR og ég verð þar líka á morgun. Svo er árshátíðin á fimmtudaginn og um helgina er deildarkeppnin í skák. Svona lítur vikan út hjá mér. Það er alveg fínt að gera svona mikið en ef ég væri svona í margar vikur væri það örugglega óþolandi. Annars hef ég ekki smo mikið meira að segja í bili.

Við erum þrýst niður til jarðar

með öllum þessum prófum sem við höfum verið að taka að undanförnu. Ég hef alveg gengið ágætlega, ekki farið niður fyrir 8 á prófi, en ég get samt gert betur. Fyrir mig var 8,4 sem ég var að fá í stærðfræði ekki nógu gott. Þrátt fyrir að þetta er í raun og veru góð einkunn, alveg eins og að fá 4 er slæm einkunn. Ég hef sagt að ég trúi ekki á afstæðar einkunnir. Það er öðruvísi að segja að 8,4 er slæm einkunn og að það er slæmt fyrir mig. Alveg eins og það væri kannski gott fyrir manneskju að fá 5 þegar hann hefur fengið 3,5 áður. Það er framför, en það er samt slæmt, alveg eins og að fara frá 10,5 í 8,4 er afturför, en samt fín einkunn.

Annars er Alþingi byrjaður og ég fer að lesa alþingisræður enn og aftur. Þetta hefur virkilega sýnt mér af hverju ég á aldrei eftir að kjósa vinstrigræna eða styðja stjórnarstarf þeirra. Ég hélt fyrir kosningar að D og V væri besta stjórnin en ég er ekki viss núna miðað við málflutning þeirra. Lið sem byggir utanríkisstefnu á frið/herleysi og andúð á Bandaríkin og svo að við eigum að lifa í einhver draumóraveröld þar sem allt er eins nátturuvænt og hægt er get ég ekki fallist á. Þetta er það sem ég þoli hvað verst hjá nútímavinstrimönnum. Stefnurnar eru allt of mikið mótaðar af öfgahópum eins og Saving Iceland liðar eða feministar til þess að vera almennilegar. 'Eg get ekki fallist á það að nátturuvernd og minnihlutahópa frelsi séu aðalatriðin í samfélaginu. Samfélag ganga víst út á að meirihlutinn ræði...

Hinsvegar get ég ekki stutt stefnu Sjálfstæðismanna þar sem ég er alls enginn frjálshyggjumaður og get ekki stutt almennri einkavæðing. Þegar allt er komið í auðmanna hendur er voðin vís. Í raun og veru á samfélag að vera stjórnuð af almenningi, ekki smáir og öflugir hagsmunasamtök. Jafnrétti er gott en jöfnuður er slæmt. Fólk á að hjálpa sér sjálf og vinna með því sem þeir hafa. Þeir sem bæta sig eru sigurvegarar og aðrir hverfa á brott. Lífið er ekki jafnt fyrir alla. Það er lykilatriði sem er gleymt á köflum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband