Færsluflokkur: Bloggar
6.1.2008 | 21:11
1. umferð í SÞR, Paul 0-Halldór Grétar 1
Ég tefldi í fyrsta umferð Skákþing Reykjavíkur í dag. Þar sem ég er alls ekki stigahár lenti ég í því að fá erfiðan andstæðing í fyrsta umferð, FIDE meistarinn Halldór Grétar Einarsson. Ég ákvað í dag að tefla byrjuninni hægt og hugsa miklu meira en ég er vanur að gera. Yfirleitt tefli ég byrjunin hratt og reyni að græða tíma með því. En oft gerist það þá að ég leiki bara fyrsta leikinn sem mér dettur í hug og lendi síðan í vandræði þar af leiðandi. Þar sem ég hef ekki undirbúið neitt annað tefldi ég 1.d4 eins og vanalega, og svo 2.g3 þegar 1..Rf6 kom. Upp kom kóngsindverjastaða, sem ég er vanur að tefla öðruvísi. Ég lék afbrigði sem gaf mér g3 og Bg2, og berst gegn ..d5 hjá svörtum. Fékk upp staða sem mér líkaði ágætlega við en lék svo f4 á einum tímapunkti sem var kannski fullt árásargjarnt. Staðan leit þá út eins og undarleg samblanda af g3 afbrigðið og fjögurra peða árásin í Kóngsindverjavörnin. Ég lék svo af mér peði eftir glæsileg flétta hjá svörtum. En ég barðist og fékk peðið til baka en fékk í staðinn léleg staða. Andstæðingurinn át svo annað peð og útlitið var mjög svart, svo ég reyndi að skipta öllum mönnumum upp og vonaðist til þess að geta haldið hróksendataflinu. En hann tók annað peð í staðinn og allt í einu var ég kominn með mótspil sem leit býsna hættulegt út. En andstæðingurinn varðist vel og að lökum þurfti ég að skipta upp í koltapað endatafl sem ég gaf síðan fljótlega. Ég er ánægður yfir heildartaflmennskan mín þrátt fyrir þessa villu í byrjuninni. Tefldi hægt og notaði tíminn minn vel. En hér kemur svo skákin:
1.d4 Rf6 2.g3 g6 3.Bg2 Bg7 4.c4 O-O 5.Rc3 d6 6.e4 Rbd7 7.f4?! e5 8.Rge2 exd4 9.Rxd4 Rc5 10.Rb3? Rfxe4! 11.Rxe4 Rxe4 12.O-O He8 13.He1 f5 14.Dc2 c6 15.Bxe4 fxe4 16.Hxe4 Bf5 17.Hxe8+ Dxe8 18.Df2 De4 19.Be3 Dxc4 20.Hd1 d5 21.Hc1 Da4 22.Bd4 Dxa2?! 23.Bxg7 Kxg7 24.Dd4+ Kg8 25.Dc3! Da6 26.He1 Db6 27.Rc5 Dc7 28.Re6 Dd7 29.Rc5 Df7 30.De5 b6 31.Ra6 Hd8 32.Rb8 Db7 33.Df6 Hf8! 34.He7 Hxf6 35.Hxb7 d4 36.Kf1 d3 37.Ke1 He6+ 38.Kd1 He2 39.Rd7 Bxd7 40.Hxd7 Hxb2 41.Hxd3 Hxh2 42.Hd8+ Kf7 43.Hd7+ Ke6 44.Hxa7 b5 45.Ha6 Kd5
0-1
Á miðvikudaginn tefli ég á móti Páli Andrasyni, liðsmaður heimsmeistarasveitar Salaskóla. Ég hef samt trú að ég taki þetta, enda teflir hann mjög hratt og svo er ég hærri á stigum. Seinast þegar ég tefldi á móti honum í kappskák lék ég af mér 2 mönnum en vann samt. Hins vegar tapaði ég mikilvægri skák á móti honum á Íslandsmót yngri sveita í fyrra en það var reyndar atskák. Svo stefnan er sett á sigur og voni ég að þetta gangi eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2008 | 18:04
Ísland og Ameríka
Í Bandaríkjunum hefur verið hægri stefna í langan tíma og oft er talað um Bandaríkin sem höfuðsvæði frjálshyggjunar í þeirri samhengi. Þar er fullt í einkahöndum og ekki líklegt að sósíalisminn komist á einhvern tímann. Í Bandaríkin eru síðan tveir aðalflokkar sem berjast um hylli kjósenda. Og báðir flokkarnir eru í rauninni hægriflokkar þó svo að Repúblikanaflokkurinn er lengra til hægri en Demokrataflokknum. Þar sem ég er stuðningsmaður Repúblikana finnst mér það mjög miður að vera kallaður heimskur, hugsunarlaus, hommahatara og öfgakristinn af fólki sem tala þannig um alla kjósenda Repúblikana. Ég styð þann flokk einfaldlega út af því að ég er íhaldsmaður og þar er minna róttækni. Þó svo að ég er kaþólskur getur það ekki verið sagt um mig að ég er þar með öfgamaður. Ég er sammála margt af því sem kemur frá þeirri kirkju en alls ekki sammála öllu. Sá sem fylgir annarri skoðun 100% er annað hvort fífl eða að reyna að þykjast vera fífl. Þó svo að ég eigi ákveðnar grunnskoðanir tek ég ekki við allt sem kemur frá sömu áttinni. Enda gengur kristni upp á trúboð, sem ég get ekki tekið undir. Að breyta aðra sem vilja enga breytingar er eitt af því versta sem getur gerst. Svo er sagt að íhaldsfólk eru heimskir út af því að þeir hlusta ekki á þeim upplýstu. Ég tók ákvörðun og stend við því. Það er ekkert heimska fólgin í því. Þú getur ekki afskrifað mig þótt að ég telji jórðina sívalning eða þræta um tilvist andjarðar. Enda hafa margir snillingar haft furðulegustu hugmyndir. Og svo er reynt að telja manni trú að allir íhaldsmenn í Bandaríkjunum séu bíblíuveifandi hommahatarar. Það versta sem hefur komið fyrir íhaldsstefnuna í heild sinni var að það tengdist öfgatrúnni. Þótt að sumir hugsa um nýhaldið í þessari samhengi hafni ég þessu sambandi algjörlega. Ekki eru allir íhaldsmenn þar af leiðandi nýhaldsmenn. Mér finnst að það besta sem gæti komið fyrir Bandaríkjanum væri ef að allir flokksgæðinga flokkanna tveggja myndu mæta sömu örlög og nautirnar í Stóra-Árskógstrandi. Eyddar burt alveg. Ég vonist til að Huckabee geti þetta en því miður hef ég ekki trú á að svo verði. En ég get alveg vonað samt.
Á Íslandi er staðan önnur. Til er enginn flokkur sem er eins og Repúblikanaflokkurinn á Íslandi, og er það jafnvel gott. Sjálfstæðismenn eru hvað lengst til hægri en þetta sýnist mér vera sambland af frjálshyggjumönnum yst á hægra vængum og leifar af gamla flokksvélnum. Allavega vil ég ekki styðja þann flokk, þar sem ég er ósammála báðum flokkunum þar inní. Mér finnst að það er ansi ólíklegt að kapitalismi á Íslandi muni ganga upp til lengdar. Innlendir viðskiptamenn eiga allt saman og græða sem mest og eru í fullu stjórn hér á landi. Ég treysti ríkinu miklu betur en Jón Ásgeir um hvað vörurnar mínar eiga að kosta. Mér finnst að ríki sem getur grætt á vörurnar sínar, en ekki óhóflega mikið getur lækkað skatta tilsvarandi. Samt er ég enginn hagfræðingur, svo kannski eru einhverjar feilur í rökstuðningi mínum. Eftir að hafa sagt þetta allt verð ég samt að viðurkenna að ég á miklu meira sameiginlegt með hægriflokkar en vinstriflokkar. Fyrir vinstrið snýst þetta allt um jöfnuður sem ég get ekki tekið undir. Það að hjálpa fólk að lifa á kerfinu getur ekki verið gott til lengdar. Svo eru allt of margir þrýstihópar á vinstra vængum með allt of margar misgáfaðar hugmyndir. Vinstri grænir eru nokkurs konar sambland þeirrar allar. Og svo er Ísland í alveg einstakri stöðu. Hér er lítið þjóðfélag án marga útlendinga. Mér finnst að evrópska módelið sé einfaldlega ekki best og hefur skapað allt of mörg vandræði. Það að gera eitthvað öðruvísi hlýtur að vera besta leiðin því að varla viljum við sjá Laugarveginn verða að helsta stopp erlendra betlara eins og tíðkast í stórborgum í útlöndum. Þetta snýst um stjórn á fólksflutningum til landsins, sem mér finnst að ætti að hafa hemil á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 17:07
Skólinn, Skákþing Reykjavíkur og fleira
Árið 2008 hefur hafist og þann 4. janúar geng ég aftur í Lærða skólann. Ég er spenntur enn á ný fyrir skólagöngu þar sem ég lærði mikið á seinasta önn og vonast ég til að á þessari önn verður enginn undantekning þar á. Svo á sunnudaginn byrjar Skákþing Reykjavíkur. Árangurinn hjá mér hefur ekki verið upp á marga fiska og nú stefni ég á að gera betur. Nú er málið að fara að vinna skákir og vera ekki alltaf í nauðvörn allan tímann. Og svo tapi ég allt of mikið af skákum á móti lélegum andstæðingum bara út af misreikningum og að tefla of hratt. Spurning um að hægja á sér á köflum.
Svo núna var ég að kaupa mér mitt annað geisladisk í safninu. Nú er það In Flames live diskurinn. Það er merkilegt að báðir diskarnir sem ég hef eru live diskar frá Tókyo. Hinn er Children of Bodom diskur. Nú er bara spurninginn að bæta eitthvað meira við á næstkomandi mánuðum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 23:35
2007 - merkilegir atburðir hjá mér
Ég tók þátt í Nema hvað árið 2007 og tókst að stýra skólinn minn, Landakotsskóli í undanúrslit. Í mars gerðist það að ég varð efstur í Stærðfræðikeppni grunnskóla í MR þriðja árið í röð. Ég kláraði grunnskóla í maí og fékk ágætiseinkunn út úr samræmdum prófunum, eða 8,92 alls. Þá fór ég í vel heppnaðri Danmerkurferð með bekknum mínum. Svo í júni var það endanlega staðfest að ég kæmist inn í MR. Í ágúst byrjaði svo skólinn, og hefur það gengið ágætlega. Ég varð síðan í 7. sæti í forkeppni fyrir Gettu betur í MR og ætla ég að bæta mig svo á næstu árum enda er alveg augljóst að ég er í Gettu betur klassa ef ég læri meira. Ég lenti í 12-15 sæti í forkeppni framhaldsskólanema í stærðfræði á neðra stigi, sem hefði getað hugsanlega orðið betur. Síðan fékk ég svo mjög fínar jólaeinkunnir í MR eða alss með 9,1 í meðaleinkunn.
Pólitískt séð byrjaði ég árið sem hægrimaður en ég hef snúið til miðjusinnara íhaldsviðhorf. Nútímavinstrið hef ég svo endanlega afgreidd enda snýst þetta um hugtök sem ég trúi ekki að séu við lýði. Ég trúi að það er enginn karma á jörðinni, að ídealismi er af hinu illa og að heimurinn er ekki stéttabarátta. Þessar hlutir hafa mótað viðhorf mín til samfélagsins og öflin sem þar eru.
Fyrir árið 2008 ætla ég sannarlega að vona að mér gangi betur í skákinni, en það hefur aðeins dalað. Ég vona að mér gengur vel á næstkomandi mótum, t.d Skákþing Reykjavíkur 2008 og skákkeppni framhaldsskólasveita. Miðað við styrkleika ættum við að komast á Norðurlandamótið, sem væri þá mínufyrsta mót sem ég tefli fyrir Íslands hönd. Ég ætla líka að vona innilega að ríkisstjórnin springi ekki og að vinstriöfl komist ekki til valda, þar sem hætturnar við því eru allt of miklar. Ætli ég ekki þurfi að vera duglegri þá að koma skoðunum mínum á framfæri. Eitt að því sem má ekki gerast er að menntakerfið má alls ekki vera pólitískt. Við megum ekki kenna börn pólitískt rétttrúnaður eins og sköpunarkenning sé æðri en þróunarkenning eða að banna kennara að tala um móður og föður eins og ég hef heyrt sé gert á Spáni. Ég er mjög ánægður yfir því að hafa komist til menntunar á Íslandi þar sem í Bandaríkjanum er allt komið í algjöru rugli í skólakerfinu. Þrýstiöfl eiga aldrei að ráða hvað er kennt í skólum, ekki umhverfissinnar, bókstafstrúaðir kristnir menn eða öfga sósíalistar.
Ég voni að árið 2008 verði góður ár fyrir Íslandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 21:38
Jólapælingar Pauls
A: Mér hefur aldrei líkað við grenitré, hvað þá jólatré. Af hverju erum við með tré á heimilinu sem við þurfum síðan að henda? Grenitré eru með fullt af nálum og eru þar af leiðandi pirrandi. Svo taka þau líka upp helling af plássi. Ef ég mætti ráða væri algjört bann við grenitré á heimilinu mínu.
B: Af hverju halda Íslendingar upp á jólum á 24. des? Ég hef alltaf haldið upp á það á 25. svo þetta er merkilegt að heyra alla skiptast á jólakveðjur þegar einn dagur er eftir í jólum.
C: Skiptir það máli þótt að Jesús fæddist 25 des eða einhvern annan dag? Mér finnst það ekki skipta máli. Í raun og veru höldum við aðeins upp á það í dag, fæðingardagurinn gæti alveg mín vegna vera í júli.
D: Jólin er tíma sem maður eyðir helst með fjölskyldunni, eða svo hugsa ég. Eru einhverjar aðrar hátíðir þaer sem beinínis er ætlast til að þú verðir saman með fjölskyldunni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 08:40
Um kristinfræðikennsla í grunnskólum
Í fyrsta lagi ætla ég að nefna að mér er alveg sama um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar sem ég er ekki í Þjóðkirkjunni skiptir þetta engu máli fyrir mig. En varðandi kristinfræðikennsla í skólum, þá er alveg rétt að sumt mætti betur fara. Til dæmis á miklu frekar að kenna börn gildi ekki út af því að Jesús segir það, heldur út af því að það er gott. Þannig trúi ég að þetta gangi betur að komast inn í huga þeirra. Í öðru lagi er ég sammála um að kenna um kristni, en það á alls ekki að kenna bókstafskristni. Það að hafa grunnatriðin á hreinu er alveg nóg fyrir mig. Í þriðja lagi má aldrei koma á skipulögð vantrú. Það er alveg að mínu mati eins slæm og venjuleg trúarbrögð, nema að það er dulbúið sem annað. Svo ef að fólk vill bola prestum burt þá eiga aðrir að lenda í því sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 21:22
Jólafrí
Nú er ég loksins kominn í frí. Önnin í MR er formlega lokið og nú get ég hvílt mig undir komandi átök. Á þriðjudaginn var jólaball og ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir að hafa aðeins eytt 490 kr í fyrirpartýinu(140 kr 2l Pepsi Max + 350 kr í rútugjald dugaði alveg). Á heimleiðinni gerðist það að einhver ruglaður eldribekkingur hélt að 8 sæti bílinn sem mamma mín sótti mér í væri leigubíl. Mjög merkileg misskilningur sem hélst ótrulega lengi út af því að mamma mín hélt að þetta væri kunningi minn.
Svo í dag var formleg skólaslit. Ég er mjög ánægður með niðurstöðurnar úr prófunum. Ég fékk samt 8 í stærðfræði sem var ekki nógu gott miðað við getu en ég átti heldur ekki von á neinu öðru þar sem ég einfaldlega misreiknaði allt of mikið. Helst var ég svekktur yfir að hafa bara fengið 9 út úr ensku og þýsku. Ég ætti að fá 10 í þeim fögum á góðum degi. En hinsvegar fékk ég 9 í dönsku, sem verður að teljast merkilegt og tíur í efnafræði, stafsetningu, sögu og jarðfræði. Lægsta einkunn minn var 7 í íþróttum. Meðaleinkunn minn var samtals 9,1 sem fleytti mér held ég í fjórða sæti í bekknum.
En nú slaki ég á og nýt mig í fríinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 00:14
Um umhverfisvernd og fleira
Núna var Bali ráðstefnan að ljúka og mér skilst að Bandríkin skrifuðu undir í þetta sinn. Samt af einhverjum ástæðum trúi ég að ekkert merkilegt í þeim geira verður gert fljótlega. Enda er rugl að neyða umhverfislög upp á fólk. Að sjálfsögðu er hægt að gera eitthvað en það á aldrei að láta umhverfissinnar þröngva sínar skoðanir á hinum almenna borgara. Það hefur verið í umræðunni að hitt og þetta sem sumir telja að losi meira gróðurhúsalofttegundir ætti að berjast á móti. Ég er hræddur að ef umhverfisverndarfólk myndu taka yfir þá væri tekið alvöru mark á þessu. Kannski er hægt að gera eitt og eitt en alls ekki að neyða eitthvað 8-10 hluti á okkur. Sumir segja að það er best að græningjar taki umhverfisráðuneytið. Ég get ekki verið sammála því. Það má aldrei breytast í þannig ráðuneyti. Heldur ekki í hina áttina. Það er örugglega hægt að gera meira en að búa til álver.
Ég hélt því fram fyrir kosningum að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera í ríkisstjórn. En ég get alls ekki tekið undir það núna. Ég hef fylgst með málum Vinstri grænna og mér líst ekki á þeim. Þá ættu líka háværir smáhópar meira aðgangi að stefnumálum landsins. Við erum að sjá Reykjavík líða fyrir þessu, með svokallaða Mannréttindanefnd í broddi fylkingar. Þannig Ísland vil ég ekki sjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 20:25
Prófin búin, en hvað svo?
Nú hef ég loksins náð að klára öll jólaprófin, en þau voru 10 talsins. Árangurinn sé ég næsta fimmtudag, við formleg skólaslit en í dag var einmitt um óformlega skólaslit að ræða. Spurningin er hvort að prófaðferðir mínar hafa heppnast eða ekki. Ef svo er er ég í fínum málum. Annars þarf ég að hugsa meira og endurbæta. Ég þjáist á prófum með svokallaða Gettu betur sýki, sem þýðir að ef þú færð svar út þá er það bara búið. Ekkert meira. Og þar af leiðandi ekki eins merkilegt að fara yfir. Ef þú ert búinn með prófið þá skilar þú bara. Ég trúi að í allavega 60% prófanna skilaði ég fyrstur, þegar klukkan var orðinn 10. Í tveimur prófum hafði ég 20 mín afgang áður en ég mætti skila og aðeins í einu prófi þurfti ég á allri próftímann að halda. Það var stærðfræðiprófið. Ég hef fundið það út að því minna sem ég þarf að skrifa því betra gengur mér. Kannksi stafar það af því að ég er útlendingur og get ekki hugsað á íslensku eins og innfæddur. Eða kannski hugsa ég í einföldum svörum eins og um hraðaspurningar væru að ræða, þar sem þú hefur safn staðreynda og aðeins eitt svar er í boði. En þegar þú þarft svo að útskýra nánar þá gengur þetta verra. En önnin er eiginlega búinn núna, og þá er spurningin, hvað svo?
Mér finnst að námið í MR er ekki svo erfitt. Ef ég væri innfæddur þá væri íslenskuprófin auðveldara og hitt sést flest allt. Ef þú hefur farið yfir námsefnið vel þá eru prófin auðveld að ráða fram úr. Ég hef lært alveg slatta en kannski þarf ég að hafa meira athygli í vissum fögum, t.d. jarðfræði sem getur virkað torskiljanleg ef þú fylgist ekki gaumgæfilega með. Ég held að ég get sagt að kennarar eru flestar í fínu lagi en þó má stundum gera athugasemdir. Það virkar ekki nógu vel að kenna efni miðan við þann sem gengur verst í því, og sumir kennarar ættu að taka það til fyrirmyndar að mínu mati. Ég er ánægður að hafa valið MR og ég hlakka til á næsta ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2007 | 20:26
Heima er ekki best
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)