Færsluflokkur: Bloggar

Kosningar í MR - góður árangur í Íslandsmót Skákfélaga

Næsta föstudag verða kosningar í MR. Ég bauð mig fram sem meðstjórnandi í Skákfélaginu, þar sem mig vantaði eiginlega allt of margar til þess að fara í framboð sjálfur. Öruggt er að listinn sem ég er í nær kjöri því að við erum einir í framboði. Það þýðir að ég þarf ekki að byrja alvöru kosningabarátta, en hinsvegar á næsta ári á ég örugglega eftir að sýna hvað í mér býr.

Ég er með góða hugmynd um hverjir það eru sem ég ætla að styðja í stjórn nemandafélaga. Kannski á þetta eftir að breytast lítillega en í inspektorbaráttan er ég 90% ákveðinn. Einn frambjóðenda er að hugsa um að hafa svipaða stemingu í eina viku milli Skólafélagsins og Framtíðarinnar eins og á MR - ví. Ég get ekki tekuð undir þessu. Í byrjun skólaársins spurði ég hvort að við máttum aðeins vera í einu nemendafélag en svarið var neitandi og að það væri gott að vera í báðum félögum. Vandamálið við að aðgreina nemendafélögin er einfaldlega það að það klýfur skólann í tvennt, varðandi böll og fleira. Myndi ég til dæmis þurfa að sleppa því að vera í Skólafélaginu til að taka þátt í Sólbjarti?  Þróunin í þeirri átt er ekki góð og því mun ég ekki geta stutt þann frambjóðandi.

Ég tók þátt í Íslandsmót Skákfélaga og náði mitt besta árangur hingað til, 2/2 og sveitin í 2. eða 3. sæti. Ég hef aldrei gengið vel í deildakeppninni en í gær var undantekning á því.  Kannski var það gott að tefla á 5. og 4. borði. En nú ætti ég ekki að missa íslensk skákstig fyrir næsta listann og kannski græði ég smá. FIDE stigin mín lækka samt en það skiptir minna máli. Þetta var mikið framför frá Alþjóðamót Hellis þar sem ég vann ekki skák og þurfti oft að sætta mig við jafntefli á móti stigalágum andstæðingum. Vonandi held ég áfram að ganga vel í framtíðinni.


Ég er búinn að sanna málið endilega fyrir mig

Pepsi Max er allavega 2x sinnum betra en venjulegur Pepsi, ef ekki meira.

Sem sagt þá hafði ég ekki nægan tíma í gær til að kaupa mér Pepsi Max fyrir árshátíðina svo ég þurfti að láta gamlan Pepsi duga sem var heima.

Frekar slappt... 


Tengsl á milli

Fyrir nokkrum dögum opnaði nýr vefur Skólafélags MR. Á sama tíma hafa gestaheimsóknir á blogginu mínu snarfjölgað.

Kannski einhver tengsl á milli? 


Hræðilega slöpp mót

Um helgina tefldi ég á alþjóðlega unglingamót Hellis og mætti ég segja að það hafi verið martröð. 4 jafntefli, 2 töp og engar sigrar og um 30 stiga tap. Gerði jafntefli við stigalægri Íslendingum og tapaði á móti útlendingum. Ég vissi fyrirfram að unglingamót eins og þessi gátu verið dauðagildrur fyrir stigin og þetta sannaðist vel á mótinni. Ég fékk aldrei betra stöðu, þrátt fyrir að ég missti af einum vinningi þar sem var allt of upptekin við að halda stöðunni minni upp og var stálheppinn allavega í tvígangi. Tímanotkunin var svo sem í lagi en það skilaði engu. Mest munaði að ég fékk ekkert með hvítt og þar sem ég tefli ekki beint til vinning með svörtu varð þetta niðurstaðan. Svo klikkaðist mótstaktíkin þegar ég tók stuttan jafntefli í skák með svörtu í næstseinasta umferð með áætluninni að vinna með hvítt í seinasta umferð á móti lélegri skákmann. En í staðinn fékk ég einhvern stórefnilegan 10 ára Skoti aftur með svarty og ég tapaði eftir að ég var neyddur til að færa mann með snertireglan eftir að ég var að hreinsa hann til. En miðað við hversuilla mér hefur gengið að vinna unglingunum er spurningin hvort ég tefli á Meistaramót Hellis og reyni að jafna stigin aftur. Þetta eru að mestu leyti sömu krakkarnir og ég gæti lent í svipuðum erfiðleikum við að vinna. Ég þetta er bæting á reynsluna og vonandi næ ég á mínu næsta móti að fá einhverjar betra stöður.

Þess má geta að Skandinavíuvörnin stóð fyrir sínu með tvö jafntefli og andstæðing sem lék d4 til að forðast honum. Ef ég væri að tefla á móti stigahærra andstæðingum hefði það verið betra en ég get alveg verið sáttur. Á hinn boginn gæti ég farið að tefla e4 á næstunni þar sem d4 gekk ekki nógu vel á mótinu. En ég veit ekki. Tilvonandi andstæðingar verða bara að bíða og sjá. 


Morgundagurinn

Á morgun tek ég þátt á alþjóðlega unglingamótið sem Taflfélagið Hellir heldur. Keppt verður alla helgina, 2x umferðir á dag. Mér sýnist að ég er í kringum 15. sæti miðað við stig. Sem þýðir að ég mun þurfa að vinna þessir stigalágir Íslendingar sem eru að taka þátt. Seinast þegar ég var í svona aðstöðu gekk mér vel á Landsmótinu í skólaskák 2007 þar sem ég vann yfirleitt þau sem voru lægri á stigum og samdi við stigahærra andstæðingar. Lokastaðan þar með 8 vinningar úr 11 skákum, 6 sigrar, 4 jafntefli og 1 tap var mjög góð. Ég vona að það gangi alveg svona vel á morgun.

Í dag flutti ég rökræðu fyrir lífsleiknitímann í MR og gekk það mjög vel. Ég fór í rökræðukeppni á móti annan nemanda og ég gjörsamlega valtaði yfir hana. Fékk síðan fullt stig fyrir flutninginn. Spurning er kannski að hugsa um Sólbjart eða kannski jafnvel Morfís á næsta ári, enda eru ekki svo margir góðir ræðumenn í þriðji bekkjunum.

 


Reykjavík í rugli

Þrátt fyrir að það stórgóða hugmynd að koma vinstriflokkum úr borgarstjórninni hefur heppnast þá er alveg kominn greinileg kaos í borginni. Ég held að allir sem hafa setið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili séu allir óhæfir enda hefur það sést greinilega. Sérstaklega þarf að eyða F-listann og koma Frjálslynda flokkinn í stjórn svo að þetta verður ekki að algjöru rugli. F-listinn er samansafn af fólki sem vinna ekki saman svo það er nauðsynlegt að breyta til ætli ástandið að vera sem ég ætla svo sannarlega að vona. Ég segi að það ætti að kjósa upp á nýtt. Helst að fá nýja menn í þetta sem gera eitthvað af viti en ekki fara um bjargandi verslunarmiðstöðum, gömlum húsum, skólalóðum og fleira.

Merkilegir hlutir gætu gerst ef að kosið verður nú.

1) Framsóknarflokkurinn verður dauður. Þá getur alvöru íhaldssaman miðjuflokkur orðið til sem ég gæti stutt. Miðjan hefur verið hertekin af Sjálfstæðismönnum og jöfnunarsinnar sem hafa algjörlega eytt miðjuna fyrir mig. Eins og staðan er í dag væri ég stuðningsmaður Frjálslyndra þrátt fyrir að mér er alveg sama um kvótakerfinu.

2)Greinilegt verður hvort að borgarbúar vilja vinstristjórn eða ekki. Án F-listans og Framsóknar verður samt mjög erfitt að búa til stjórnhæfan vinstristjórn.  Sem er auðvitað besta mál.

3)Borgarbúar ættu að kjósa þá menn sem þeim líkar við og sleppa restina. Ef að t.d. Sjálfstæðismenn séu ósáttir með Villa geta þau hrakt honum burt. Endurstokkun verður sem er nauðsynlegt í kjölfari ýmissa mála sem hafa komið upp í Reykjavík.

Ég vona að nýja borgarstjórnin gangi sem best og ég hlakka til að sjá breytingar sem munu koma fram undan.

P.S: Skákir eiga eftir að koma seinna en ég þarf nauðsynlega á stigum að halda í lok mótsins svo ég ætla ekki að sýna fleiri skákir í bili til að forðast heimaundirbúning eins og hefur gerst. 


5. umferð í SÞR, Paul 1/2 - Kristján Örn 1/2

Á miðvikudaginn tefldi ég merkileg skák. Ég hafði undirbúið mig fyrir kóngsindverjann eins og hann er vanur að tefla en hann breytti strax með því að leika 1..d5. Upp kom hálfslavnesk staða, sem hann tefldi allt of hægt og ég fékk stöðu sem var miklu betra. Hinsvegar valdi ég ekki besta leiðin en náði að bæta fyrir það með fínan riddarafórn. Ég endaði liði yfir en hann átti mótspil. Síðan um lokin þá ofreiknaði ég tækifæri hans og lék leik sem ég hélt að myndi vinna. En hann lék þrumuleik sem varð til þess að ég missti mann fyrir peð. Þá endurtók lék leiki og tók jafntefli en rannsóknir hafa leitt í ljós að staðan mín var unnið þrátt fyrir allt. Ætli það ekki teljast undir kjarkleysi hjá mér? En hér kemur skákin.

Paul Frigge - Kristján Örn Elíasson

1.d4 d5!? 2.c4 e6 3.Rc3 Rf6 4.Bg5 c6 5.e3 Be7 6.Rf3 Rbd7 7.Hc1 dxc4 8.Bxc4 b5 9.Bd3 a6 10.O-O Bb7 11.Dc2!? h6?! 12.Bf4! Rh5? 13.Be5! O-O 14.Re4 Rb6! 15.Rc5 Bc8 16.Be4 Rd5 17.Bxd5?! cxd5 18.g4 Rf6 19.g5! hxg5 20.Rxg5 g6 21.Rcxe6! Dd7!? 22.Kh1 Re8! 23.Rxf8 Kxf8 24.f4 Dg4? 25.Rh7+?(Dc6!) Kg8 26.Dc6 Bf5! 27.Dd5 Hd8! 28.Db7 Hd7 29.Da8 Hd8 1/2-1/2?(Dg2 Dxg2 Kxg2 Kxh7 Kf3 og hvítur er allavega með betra tafl)

'A eftir tefli ég og ég ætla að vonadst eftir að ég verð fljótara að slá inn en áðan. 

 


SÞR 4. umferð, Agnar Darri 0 - Paul 1

Í dag var ég að vinna minn annan sigur á mótinu. Þá er ég aftur komið upp í 50%. Ég tefldi Skandinavíuvörnin að nýju eftir svona sirka eins árs hlé og fékk fína stöðu. Svo lék andstæðingurinn af sér svo að ég varð með stöðulega unnið. Að lokum gat hann farið í endatafl nokkrum peðum undir en hann fór í einhver taktík og skákin endaði þannig að hann var annað hvort óverjandi mát eða hann gat gefið drottninguna. Hér kemur skákin.

Agnar Darri Lárusson - Paul Frigge

1.e4 d5 2.exd5 Dxd5 3.Rc3 Da5 4.d4 Rf6 5.Bd2 c6 6.Bc4 Bf5 7.d5!? Dd8!? 8.dxc6?! Rxc6 9.Rf3 e6. 10.h3?! Bc5! 11.O-O O-O 12.Rh4? Re4! 13.Rxe4 Bxe4?! 14.Rf3 Db6 15.Bb3 Hfd8 16.Rh2?! Rd4! 17.Rg4 Rxb3 18.axb3 Dc6! 19.Re5 Dc7 20.Rc4 b5 21.De2!? bxc4 22.Ba5? Dc6! 23.Bxd8 Bxg2 24.Bh4?? Bxh3 0-1 


3. umferð í SÞR, Paul 1 - Birkir Karl 0

Í dag náði ég mínum fyrsta sigur gegn þónokkuð stigalægri andstæðing. 'Eg fékk fljótlega betra tafl en þrátt fyrir að svartur átti einhver mótspil stöðvaði ég það með góðum árangri. Loks var staðan orðin svo tæp að hann lék skákinni niður í nokkrum leikjum. Hér kemur skákin.

Paul Frigge - Birkir Karl Sigurðsson

1.d4 e6 2.c4 d5 3.Rc3 dxc4?! 4.e3 Rf6 5.Rf3 Bb4 6.Bxc4 O-O 7.O-O a6?! 8.a4! Bxc3?! 9.bxc3 b6 10.Ba3! He8 11.Re5!? Bb7 12.f4 Rc6 13.Bd3 Re7 14.c4 Rf5?! 15.De1! Hc8?! 16.g4 Rxd4? 17.exd4 Dxd4 18.Df2 Dd8? 19.Had1 Kh8?? 20.Rxf7 Kg8 21.Rxd8 Hcxd8 22.g5 1-0

 


2. umferð í SÞR, Páll Andrason 1 - Paul 0

Skákin í dag gekk ekki upp. Ég tefldi byrjun, lék leik sem mér fannst gefa mér miklu betra stöðu en svo varð víst ekki. Fórnaði svo manni fyrir 2 peð en hann náði að eyða stöðunni minni fljótlega eftir það. Ég varð svo manni undir að lokum og endataflið varð koltapað. Hér kemur skákin.

Páll Snædal Andrason-Paul Frigge

1.e4 e6 2.d4 d5 3.exd5 exd5 4.Nf3 c5!? 5.Be3 c4?! 6.c3 Bf5 7.b3 b5 8.a4 Da5 9.b4! Da6 10.Rbd2 Rc6 11.Re5 f6 12.Rxc6! Dxc6 13.axb5 Dxb5 14.Ha5! Db7 15.g3 Bxb4?! 16.cxb4 Dxb4 17.Hxd5?! Be4 18.Hb5! Dxb5 19.Rxe4 Db4+ 20.Bd2 De7 21.Da4+! Dd7? 22.Rd6+ Ke7 23.Dxd7+ Kxd7 24.Rf7 Hc8? 25.Bh3+ Ke7 26.Bxc8 Kxf7 27.Ba6 Rh6 28.Bxc4+ Kg6 29.Bxh6 Kxh6 30.O-O Hd8 31.Hd1 Kg5 32.Be6 f5 33.d5 Kf6 34.Ha1 Ha8 35.Bd7 a5 36.Bc6 Ha6 37.He1 Kf7 38.He6 Kf8 39.He8+ Kf7 40.d6 1-0

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband