Færsluflokkur: Bloggar

Lífsskoðanir mínir

Allir hafa mismunandi sýn á lífinu. Sumar halda að lífið snýst um að fylgja þinni trú til dauðadags en aðrir halda að tilgang lífsins felst í að gera öðrum gott og vinna fyrir heildina. Eins og oft á við um mig hef ég talsvert öðruvísi skoðun á tilgang lífsins. Lífið hefur nefnilega ekki tilgang að mínu mati. Veruleikinn og tíminn eru til en þjóna engu tilgang fyrir utan tilveru sinni. Þar sem hver einstaklingur lifir verður hver að ákveða sinn tilgang fyrir sig. Fyrir mig eru aðeins tveir möguleikar í tilverunni, ef að grannt er skoðað. Þau eru það að vera til eða vera ekki til. Ef að ég vildi hætta að vera til gæti ég það en þangað til hlýtur lífið mitt að snúast um að vera til. Og þess vegna stefni ég að lifa þannig að ég fylgi bara eigin skoðanir en ekki hugmyndir annarra um hvers konar líf ég þarf að eiga.

Síðan er ég á þeim skoðunum að fylgja hvorki góðu né illu að málum. Góður heimur væri jafn óþolandi og illur heimur. Það væri ekki hægt að lifa almennilega í báðum tilfellum, enda værir þú að beygja þig fyrir föstum siðalögum. Ef að mér finnst nauðsynlegt að gera eitthvað þá geri ég það en þá verður það bara af því að ég vil það sjálfur. Enda fylgir það með þegar þú lifir til þess að lifa. 

Með þessu að leiðarljósi hef ég orðið miklu ánægðari með lífið, þar sem gjörðir mínar ráða úrslitum um hvernig ég á eftir að enda. Út af þessu er ég orðinn raunsýnara á vandamálum lífsins. Sumir telja mig svartsýnan en þetta er svartsýni sem byggist nánast á skoðunarleysi. Það eru einfaldlega til hlutir sem hafa engan áhrif á mig og þurfa ekki að eiga áhrif. Ef til dæmis heimsendir kemur upp þá skiptir það engu máli því við deyjum öll. Það gerir í raun og veru ekki neitt.

 


Nú er málið að blogga aftur

Eftir langt hlé hef ég ákveðið að hefja nýtt bloggár. Eins og oft á við um mig bloggi ég mikið á sumum tímapunktum og alls ekki á köflum. Í þessari færslu mun ég fara í gegnum síðasta mánuð, þar sem ég hef nokkuð veginn verið í skólann allan tímann.

Eins og flest ykkar vita þá er ég í MR og er bekkurinn núna 4.M. Það er gamla 3.F-ið mitt og einhverjar stelpur í viðbót. Sem sagt góð tíðindi því ekki vildi ég mikla blöndun. Þá hefði greindarvísistalan nefnilega lækkað. Veturinn hefur byrjað ágætlega og skulum við ræða um nokkra punkta sem hafa gerst sem tengjast skólann.

Ég tók það ákvörðun í ár að einbeita mér að skólanum meira til að lenda ekki í vandræðum seinna á árinu. Með því að leiðarljósi ákvað ég að taka ekki þátt í forkeppni Gettu beturs, sem sumum fannst hneykslanleg ákvörðun. Ég held samt að hefði ég komist inn í Gettu betur hópnum þá hefði það bitnað á námsárangrinum. Það er miklu betra að komast til útlanda á góðum einkunnum heldur en að vera einhver Gettu betur stjarna.

Svo fékk ég boð um að koma fram í opnunarkvöld félagslífsins( ræðukeppni af betra gerðinni) og þáði ég það. Var ég liðstjóri tapliðsins en ég gerði ekkert markvert þá nema að koma fram með fína liðstjóraræðu. Reynsluleysi mín (ég hafði einungis keppt í einstaklingskeppnum) og það að ég hugsa allt öðruvísi heldur en aðrir í sambandi við svörum gerði það að verkum að ég gerði ekkert og liðið mitt tók ekki mark á mig. Það er alltaf jafn merkilegt að vera skrautfjöður...

Síðan þurfti ég að keppa á 4. borði í Norðurlandamót framhaldsskólasveita í skák þar sem MR liðið var aldrei fullskipulagt. Ég fékk 1,5 af 4 vinningum sem var aðeins undir áætlun, en sæmileg samt. Fyrir utan eina skák tefldi ég þokkalega og ég er nokkuð sáttur með taflmennsku mína. Hins vegar er ljóst að ég á ekki eftir að keppa á skákmótum í nálægu framtíð, nema í deildakeppnina.

Námið í MR hefur byrjað mjög vel, Stærðfræðiskipulagið í MR, sem mér mislíkaði í fyrra hefur gengið betur fyrir mig. Tel ég það stafi af því að við erum loksins með almennilegan stærðfræðikennara sem kennir í staðinn fyrir að leika með börnin. Í öðrum fögum hefur námið haldist á svipuðu róli, sumar kennarar verri en aðrir betri. 

Loks skal ég nefna að ég lék í Skemmtiþáttinn Bingó í MR og fékk fínar undirtökur. Það er þannig mál með vexti að sumt ókunnugt fólk er farið að heilsa mér sem er alltaf jafn pirrandi. Í það minnsta vil ég vita eitthvað um þetta fólk...

En nóg í bili, ég kem með eitthvað merkilega heimspekilegt næst.

PAUL


Blaðamenn 24 stunda kunna ekki stærðfræði

Eftirfarandi birtist á bls. 2 í laugardagsútgáfu 24 stunda.

Jóhanna María Jónsdóttir mun útskrifast aðeins 17 ára að aldri úr Menntaskólanum Hraðbraut í dag. "Ég á afmæli á aðfangadag, en þá verð ég 18 ára," segir Jóhanna sem er fædd árið 1991.

Ég tel mun líklegra að þarna hefur blaðamaðurinn bætt árið inn í fréttina heldur en að stúlkan hafi ruglast á fæðingarárinu sínu. 


Vel heppnuð Ameríkuferð

Ég fór til Bandaríkjanna 18. júní til þess að heimsækja ættingja. Ég fer á sirka 18 mánaða fresti og ég hlakka til í 2009 þegar ég fer aftur um jólin. Við flugum frá Keflavík til Orlando og skoðuðum ýmislegt þar, til dæmis Universal Studios skemmtigarðurinn og Cape Kennedy geimstöðin. Í Universal Studios gerðist það að ég hitti náunga úr MR sem ég hefði getað lent saman með í bekk. Ég sá hann en var ekki viss hvort þetta væri rétt athugað hjá mér en það kom í ljós að hann er vinnufélagi bróður míns. Mjög merkilegt allt saman. Síðan fórum við til Baltimore þar sem amma mín og afi búa. Þar gerðum við lítið en til dæmis fórum við á Bodyworks sýningin í Baltimore þar sem lík höfðu verið varðveitt með plastsaðferð og sýnt. Fékk að sjá ýmsa líkamsparta svo sem heila og lungu. Í Baltimore keypti ég líka ýmis konar varning svo sem geisladiska og svo MCO-15, sem er nýútkominn skákbók sem fjallar um allar helstu byrjunirnar. Næst hittum við nokkra vini sem foreldrarnir okkar áttu í háskóla og að lokum komumst við til Indianapolis þar sem mestanpart af föðurfjölskyldunni býr. Það vildi svo heppilega til að við gátum séð úrslitaleik EM í knattspyrnu sem ég hafði ekki trúða að væri mikið á dagskrá í Ameríku. En þar er fótboltaáhugann kominn eins og um heim allan. Í Indianapolis gerði ég ekki mikið enda falli ég hvorki í hóp eldri né yngri krakka á svæðinu. Eins og alltaf neytti ég þó óhóflega mikið af gosdrykkjum og svo að lokum átti ég 50 dollara eftir af vasapening og keypti mér Ipod Shuffle. Hef ekki enn athugað það en vonandi verður það eitthvað merkilegt. Svo kom ég heim á 7. og verð atvinnuleysingi í sumartíð þangað til að skólinn byrjar.

Bloggerfiðleikum

Ég ætla að sjá til hvort að þetta blogg vistar því að síðustu bloggin mín hafa ekki náð að vistast. Þar af leiðandi hef ég ekki sagt neitt því ekkert kemst á síðuna.

En hér eru aðalatriðin hjá mér nýlega.

Ég endaði óvænt með sama útkoma út úr skólanum í MR og í jólaeinkunn, fékk ágætiseinkunnina 9,1. Það er ánægjulegt og ég stefni á að halda þessar einkunnir á næstu árum.

Ég hef verið að undanförnu að mmosbga. Sem sagt fann ég leikur sem heitir hið stórfurðulega nafn MMOSBG(Massively multiplayer online strategic board game) og hann er hægt að finna á síðuna mmosbg.com.  Skemmtilegur og mjög ávanabindandi leikur sem þó tekur stóran skammt af tímanum þínum ef að þú ætlar að ná árangri.

Síðan fer ég þann 18. júní til Bandaríkjanna og verð þar í sirka mánuð. Það er alltaf skemmtilegt að heimsækja ættingja og vera í Bandaríkjunum þó svo að það væri hundleiðinlegt að dveljast þar til lengdar. Ég vona virkilega að þetta blogg komist í gegn. 


Loksins eru prófin búin

Nú náði ég að klára seinasta próf mitt(vonandi) í 3. bekk MR. Nú er sumarið eftir, og frelsið liggur í loftinu. Þó svo að ég tel að einkunnirnar eigi eftir að dala þá setti ég meira vinnu á mig í þessum prófum heldur en á jólaprófum. Hér kemur spáin:

Félagsfræði(stúdentspróf): 9,0

Stærðfræði: 9,0

Íslensk fræði: 8,0

Íslensk ritgerð: 7,0

Enska: 9,0

Saga: 9,0

Jarðfræði: 8,0

Danska: 8,0

Efnafræði: 9,0

Þýska: 8,0

Þetta er í svartsýnara kantinum en þetta er samt líklegt.

Ég stefni síðan á að bæta mig næsta haust.


MORFÍS sigur og þrennan kominn í höfn

Í gær mætti ég á úrslit MORFÍS eins og aðrir MR-ingar og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Klárlega voru tvö bestu framhaldsskólalið í MORFÍS mættir og stemningin var frábær. Umræðuefnið var áróður og mæltu MR-ingar á móti. Keppnin var bráðspennandi og mjög erfitt að spá hverjir færu með sigur af hólmi. Mér fannst þetta allt í höndum dómarana, þar sem svo litlu munaði þá vega geðþóttarstuðulinn mest. Eftir að keppninni lauk voru sýndar myndir frá stríðinu sem hefur geisað undanfarinna daga. Ég fann sem venjulegur MR-ingur ekkert fyrir þessu stríði, miklu frekar að ég lenti í stríði atvinnubílstjórar við almenningi. Ég spáði MH sigur og Birkir Blær ræðumaður kvöldsins, en þó með þeim fyrirvara að ef að tekið var fram að ræðumaður Íslands kæmi fram úr tapliðinu, þá væri þetta MR sigur. Oddadómarinn var mjög klókur að því að tilkynna úrslit og held ég að flestir bjuggust við MH sigur eftir að tilkynnt hafði verið um ræðumann Íslands. En svo var ekki og MH-ingar hljóta að vera mjög svekktir þar sem allir dómarar dæmdu MR sigur. Ég held að það munaði helst að meðmælanda MH-inga átti lélega fyrri ræða, því hinir stóðu í MR-ingunum. En þetta þýðir að MR hefur ekki tapað keppni í ár, hvorki í Gettu betur né í ræðukeppnum. Þetta er líka heyrði ég fyrsta þrennan sem MR eða Versló hefur unnið þegar talið er með MR-ví deginum. MR-ingar geta verið mjög sáttir með úrslitin þrátt fyrir að hafa oft ekki verið með ræðumann kvöldsins. Liðsheildin var svo góður hjá MR að það dugði ekki til. Enginn þar er verri heldur en hinir og hafa þeir allir staðið sig eins og hetjur. Ég ætla að vona að á næstu árum gangi þetta eins vel fyrir MR-inga og hugsanlega mun ég taka þátt í því.

Annars var ég að frétta að hið ógeðfellda fyrirbrigði sem heitir jákvæða mismunun er að teygja arma sína jafnvel í skákinni þar sem forsetinn er enginn annar en Guðfríður Lilja varaþingkona VG og feministi. Ef að nýtt lagabreytingartillaga nær fram að ganga verða öllum sveitum í deildakeppninni neydd til að vera með konu innanborðs. Þetta finnst mér ekki nógu merkilega gert þar sem einfaldlega er verið að setja stelpur á hærra stalli en strákar. Það er ekki sagt (í öllum sveitum verður að vera einn karl innanborðs)líka. Eina leiðin til að ég myndi samþykkja tillöguna væri að þetta væri líka innifalið en svo er víst ekki. Og jafnvel þá væri ég í efa um þennan ráðagerð. Þetta er kynjakvóti af verstu sort. 

Mér finnst það líka ómerkileg þegar stelpur fái meira stuðning heldur en strákar á svipuðum styrkleika. Ég ætla ekki að nefna mig sem dæmi þar sem það er einfaldlega minn sök af hverju ég er ekki betra en það hljóta að vaka efasemdir ef við hugsum um eftirfarandi dæmi og hvernig margir myndu halda að þetta væri bara sjálfsagður hlutur. Gefum okkur strák og stelpa á sama aldri og sömu styrkleika. Strákurinn er kannski góður en alls ekki bestur í sínum flokki en stelpan er sér á báti og langefst allra stelpna. Þau eru á sama styrkleika og jafnefnileg og jafngömul, en ég er alveg viss um að stelpan fengi meira og betra kennslu, og fengi að fara á fleiri mót erlendis. Þó verð ég að taka fram að þetta er miðað við svona upp í 1900 skákstig og tiltölulega ungum aldri. Eftir þann múr eru held ég allir jafnir og ég ætla að vona að það verði þannig í framtíðinni. 

Mín skoðun er að það ætti alls ekki að taka sérstaka tillit til kynferðis þegar verið er að þjálfa og æfa og styrkja. Það er líka mín skoðun að það verði að sjá til þess að stelpur sem eru að tefla fái jafn mikið undirbúning og strákar. En alls ekki meira. Mismunur er mismunur og það er ekkert jákvætt við mismun að mínu mati. Ef að stelpur fái jákvæða mismunun þá trúi ég að það myndi draga úr áhuga stráka á svipuðum styrkleika á borð við mig, þar sem að við fengum fá tækifæri á meðan að stelpur fái fleiri í staðinn. 

Ég tel það ekki æskileg markmið að fá fram jafnmarga konur sem eru stórmeistarar og karlar. Ef að það gerist þá er það gott en það á alls ekki að stýra þjálfun með það í huga. Gefum okkur að hlutfallið í skákinni væri 10% stelpur og 90% stráka. Hvernig er hægt að fara í þessu yfirlýstu markmið án þess að brjóta á stráka? Ég tel að þetta gullna hlutfall mun aldrei gerast fyrr en stelpur eru 50% allra keppanda á mótum.

Ef að ég er með atkvæðisrétt mun ég greiða atkvæði á móti tillögunni. 


MR-ingar í góðum málum, sigur í Gettu Betur og komnir í úrslit í MORFís

Fyrst ætla ég að tala um MORFís keppnin. Keppnin fór fram á miðvikudaginn í Flensborgarskóla og strax varð ljóst að MR þurfa eiginlega að fá sér heimavöll í MORFís. Þetta var algjör dauðgildra og stuðningsmenn Flensborg völtuðu yfir okkar stuðningsmenn í byrjun. Þrátt fyrir það var sigur MR í þeirri keppni að staðreynd og tel ég að MR-ingar voru með mun betri rök. Ég tel að einungis 130 stiga sigur hafi stafað af því að dómararnir voru ósammála skilgreiningum liðanna um "Það má gera grín að öllu". En öruggur var sigurinn og MR komnir í úrslit og næstum því á heimavelli þar.

Svo var Gettu betur í gær. Ég mætti um 6 leytið, fór síðan í röðina um 7 leytið og var mjög nálægt að komast inn. Munaði mjög miklu að sumir óprúttnir einstaklingar svindluðu sér fyrir framan röðina með því að fara inn í Smárabío og út aftur á betra stað. Það var mjög svekkjandi að komast inn og við sem komust ekki inn í mínum bekk ákvaðu eftir smá hik að fara heim til einhvers í bekknum mínum þar sem við töldum aðstaðan á TGI Fridays ekki vera nógu góð. Munar mest um nálegð við keppninni sjálfri. En allavega fórum við og fylgdumst með restin af keppninni í sjónvarpi. MR-ingar voru miklu öruggari og tóku góða forystu en Akureyringar náðu að bjarga á lokasekundum í seinustu bjölluspurningu eftir að stuðningsmenn MA-inga tóku til sína ráða og eiginlega sögðu svarinu. Þetta var ekki nógu gott hjá þeim og hefði MA unnið þá hefði réttlætið ekki verið fullnægt. Svo kom 6 stiga kafla í lokin sem MR-ingar klúðruðu að venju. MR-ingar fengu engin stig út úr þeim hluta keppninnar í ár og það var sannarlega ekki neitt öðruvísi í gær. Allt í einu var komið upp í bráðarbana. En þar sýndu MR-ingar frábæra takta og eftir misheppnað gisk hjá Akureyringum var sigurinn okkar megin. 

Til Hamingju MR, þið verðskulduðuð sigur í gær! 


Úrslit í stærðfræðikeppninni

Ég fékk þau tíðindi í dag að ég hafði lent í 14. sæti í úrslitakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskóla. Ég var með 24 stig af 60 en til að komast á Norðurlandamótið hefði ég þurft á 30 stigum að halda. Efstu tólf þátttakendur komust á þá mót. Þetta er mjög góður árangur og ég er ánægður með það. Sýnir mjög vel að ég á erindi í þessari keppni og þetta á bara eftir að sannast meira á næstu árum. Stefnan er að sjálfsögðu að vera í Eðlisfræðibraut I, stærðfræðibrautin í MR í 5. bekk. Langflestir af efstu keppendunum voru úr þessum X bekkjum og ég mun reyna mitt besta til að ná svipuðum árangri.

 


Gettu betur og kosningarnar í MR

Í gær fór ég á Gettu betur eins og allir alvöru MR-ingar gera. Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með úrvinnsluna. MR voru 6 stigum yfir á einni tímapunkti en þá byrjuðu þau óskiljanlega að ýta mjög fljótlega á bjölluna. Ég hefði haldið að það væri betra að leyfa hinum að giska fyrst, ef við gefum okkur að 50% spurninganna eru réttar þá getur MR svarað hitt 50% og stigastaðan er jöfn. Svo fór það niður í 2 stig og á einhvern hátt náðu þeir að klúðra dæmið með hlátur. Vísbendingaspurningar hafa alls ekki verið sterkasti hlekkur MR-inga í þessu keppni hingað til og fór keppnin niður í einu stiga munur. Ég var á barmi áfalls og horfði því ekkert á myndirnar í þríþrautinni og kaus heldur að horfa undir sætinu mínu. Þegar MR fengu síðan þríþrautin vitlaust þá var ég alveg viss um að þetta væri búinn en eins og Versló seinast þá vissu Borgófólkið ekki nógu mikið í jarðfræði/landafræði og MR-ingar unnu. Það hefði samt verið sanngjarnt hefðu þau unnið, og ég var alls ekki sáttur með frammistöðuna hjá MR. Spurningin er hvort ég gæti eitthvað betra en við skulum sjá það á næstkomandi árum.

Kosningavaka var haldinn síðan á eftir keppninni. Ég komst inn í Skákfélagið með held ég í kringum 85% atkvæða, enda var framboðið mitt einir í framboði. Í undirfélögunum var ég með nánast alla vitlausa þegar um val var að ræða en hinsvegar í stjórnunum var ég aðeins með scriban og einn Framtíðarstjórnarmeðlimur vitlaus. Ég var sáttur með að fólkið sem ég studdi urðu inspector scholae og forseti Framtíðarinnar og ég hlakka til að vinna með Framtíðarstjórninni á næsta ári.

Áðan tók ég síðan þátt í Stærðfræðikeppni framhaldsskóla. Mér gekk ekki rosalega vel þar sem þetta er hannað fyrir 6. bekkinga líka en við sjáum bara til hvort að mér gengur vel miðað við neðra stigið. Ég ætla að vona það.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband