Brottför til Bandaríkjanna

Á miðvikudaginn kveð ég Ísland eftir 14 ára samvist. Mánudaginn 12. september hefst námið mitt í Northwestern háskóla í Evanston, þar sem ég verð næstu fjögur árin ef vel tekst til. Mér finnst að ég hafi verið heppinn að geta stundað nám á grunnskóla og framhaldsskólastiginu á Íslandi, þar sem þjóðernishyggja er ekki brennd inn í hjörtum érhvers barns og vísindi á borð við þróunarkenninguna fær að liggja óáreitt gegn herferðum trúarbragðanna. Svo hefur smæð landsins gefið mér betra tækifæri til að nýta stærðfræðihæfileikana. Ljóst er að ég hefði ekki komist á IMO með bandaríska liðinu að minnsta kosti. Ég getið farið frá sáttur með ágætiseinkunn úr Lærða skólanum og vitneskju um alþjóðlega atburði sem erfiðara gæti reynst að afla í Bandaríkjunum.

Ég ætla að reyna að blogga hér af og til úr Evanston, bæði til að reyna að halda í íslenskuna og til að halda athygli lesenda sem koma af og til þrátt fyrir óregluleg skrif. Á næstunni stefni ég á að rannsaka kapitalisma og þróun hans á eigin vegum og kem kannski til með að birta niðurstöður mínar ef niðurstaða fæst. Ég byrjaði MR sem miðjusinnaðan íhaldsmann en kom út sem frjálshyggjumann, líklegast af völdum anarkókapitalískra vina og bókina Human Action eftir Mises, en sú bók er fyrsta tilraunin sem ég hef séð til að byggja mannvísindum á grundvelli rökhugsunnar. Meira verður fjallað um þetta á næstunni.

Ég vona að Íslendingar bera þá gæfu að hafna Evrópusambandsaðild. Að afsala sér réttindum til langs tíma til stærra aðila verður nánast aldrei heppilegt og eftir nokkur áratugi eða aldir munu öll sérréttindi sem töldust grundvallaratriði í upphafi núast út og verða að engu. Miðstýring þýðir meira völd fyrir færri aðila og torveldara verður fyrir landsmönnum að sækja réttindi sín í Brussel en í Reykjavík.

Hér lýkur síðasta bloggfærsla mín á íslenskri grund. Vonandi verður betri tíð hér á landi á næstu árum og megi sjálfstæð stjórnmálavitund aldrei dvína. Mikilvæg skref hafa verið stigin á seinustu árum sem geta orðið grundvöllur fyrir rökréttara stjórnarhætti byggðar á vilja einstaklinga frekar en sérhagsmunahópa.  


Trúarjátning

Ég er trúaður maður í þeim skilningi að ég trúi á tilvist frumforsendu sem ómögulegt er að sanna með rökrænum hætti.

Trúarjátning Pauls hljómar svo:

Ég trúi að enginn kenning getur verið rétt sem er í mótsögn við þær staðreyndir sem tiltekna kenningin skýrir.

Með öðrum orðum trúi ég á rökrænan alheim. Og það er það eina sem ég þarf að trúa á. 

Svo eru aðrar kenningar sem mjög erfitt væri að sanna eða afsanna. Hægt væri að leiða rökhyggjuna sem ég aðhyllist á tvær brautir eftir því hvort að hægt er að mæla "virkni" hugmynda, þ.e. að sýna fram á með rökfræðilegum og líkindafræðilegum hætti að tiltekinn aðferð virkar betur en einhver önnur aðferð til að leysa ákveðið vandamál.

Rökhyggjan er öflug reikningstæki sem hægt er að nota til þess að skoða líkleg þróun atburða. En alltaf verður að hafa frumforsendan á sínum stað og breyta kenningum í samræmi við nýjustu mótsögnum og upplýsingum sem koma fram. Í upphafi bloggsins taldi ég mig íhaldsmann en rökhyggjan er ekki samrýmanleg við þá skoðun að allt verður best eins og er núna eða var í fortíð. Mögulega væri hægt að segja að tiltekinn kerfi virki best við þær aðstæður sem eru núna í gangi á þessu augnabliki en að nota það til lengdar væri eins fáranlegt og að nota diffurkvóta falls í ákveðnum punkti sem ígildi alls fallsins.


Um rökrænan alheim og tilvistarstigin 3

Það er mín trú að alheimurinn er rökrænn, þannig að til eru reglur sem takmarka útkomur og hægt væri að nota til þess að spá fyrir um þróun þess. Sem dæmi um náttúruregla má nefna að ekki er hægt að mynda einhverju úr engu eða öfugt og að líklegasta útkoman gerist oftast. Aðdráttar- og fráhrindikraftar ýmissra efna væri líka dæmi um náttúrulögmál, en ekki er unnt að segja til um hvort að þessir kraftar eru aðeins brot af stærra lögmáli sem maðurinn hefur ekki skilið ennþá.

Helsta hlutverk náttúrulögmála í rökrænum alheimi er að mynda ramma utan um mögulegar og ómögulegar útkomur ferla. Löglegar útkomar hafa svo ákveðnar líkur og samspil líkindanna stjórnar þróun alheimsins. Til þess að skilja og spá fyrir um þróunina er nauðsynlegt að skilja hvaða kraftar og öfl eru að verki. 

Gróflega má skipta alheiminn í 3 (og mögulega fleiri) tilvistarstig sem raðast þannig að ysta lagið heldur utan um miðjulagið sem innsta lagið er síðan hluti af. Sérhvert lag byggist á umhverfinu sem ræðst af lögunum sem eru fyrir utan. Sérhvert lag þróast því á hátt sem er sérstakt fyrir sig. Höfum því alheimslag efst, sem nær yfir öll ferli sem til eru. Það er einkennandi fyrir alheimslagið að útkomur ferla á stóru stigi eru öruggar og virðast fylgja föstum reglum sem við mennirnir köllum eðlisfræði, jarðfræði, efnafræði og fleira.Það er til dæmis staðreynd að allt efnið sem við þekkjum raðast í vetrarbrautir.

Öll ferli alheimslagsins höfðu ákveðin líkindi. Sum ferli voru þannig að þau endurnýjuðu sig við ákveðnar aðstæður. Líkurnar á að ferlið myndi endurtakast jukust þannig við tilvist fyrsta ferilsins. Þannig urðu sjálfskapandi ferli til, og þar með varð til það sem nefnt er líf.

 Næsta lagið heldur utan um allar lífverur, og reynt hefur verið að rýna í með líffræði. Mennirnir eru komnar vel áleiðis í skilningi þeirra á lífið, því flestir skilja nú til dags að lífverur þróast í aldanna rás. Samkvæmt þróunarkenninguna hafa þau sjálfskapandi ferli sem falla vel að umhverfinu dafnað og endurtekið sig meðan hin hætta að lokum. Auðvelt er að útskýra þróun út frá því að líklegasta útkoman gerist oftast. En smám saman þróuðust ferli sem reyndu vísvitandi að hafa áhrif á sínu umhverfi þannig að ferlið gekk betur. Og þar með erum við komnir í seinasta tilvistarstig sem ég veit um, en það er stig hugsandi lífvera.

Það eru margir greinar sem fjalla um þriðja stigið, eins og félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og fleira. Á þriðja stiginu koma fram hugmyndir innan frá, sem stjórna veruleikaskyn þenkjandans. Mögulega væri hægt að hugsa um hugmyndir sem fjórða stig, en ég ætla hér að tengja þau við lífverurnar sem hugsa. Hugsanir mannsins hafa orðið til þess að hann hefur þróast öðruvísi en aðrar lífverur. Allir núlifandi menn eru af sama tegund, en mismunandi hugmyndir þeirra gera að verkum að sérhvert samfélag manna er öðruvísi. Þeir hafa það þó allir sameiginlegt að sjá vandamál og reyna að leysa þau. Sum vandamál glíma allir menn við en önnur vandamál eru miklu sértækari. Lausnir manna um gervallan heim við sömu vandamálin eru mismunandi og mis árangursríkar. Sumar lausnir skapa mörg ný vandamál sem krefjast fleiri lausna, og þannig heldur ferlið áfram. Þetta ferli er, eins og alltaf, þróunarferli. Skilningur á að hugmyndir og samfélag mannsins þróast á rökrænan hátt  kæmi öllum að góðu til að leysa núverandi vandamálum okkar. Ég hef nefnt í fyrri færslum að hugsunarháttur sem byggist á því að skoða hlutir út frá því hvort þeir virka eða virka ekki, í stað menningarlegs sjónarhorns, væri líklegur til árangurs. Ætla ég ekki að skrifa mikið meira, en þó ætla ég að varpa fram eitt dæmi um hvernig þróun gæti haft meiri áhrif heldur en menn gruna.

Gerum ráð fyrir að allir menn tilbiðja guð tómarúmsins, Quoleth, sem er nokkurn veginn sama um tilbeiðslu manna. Hann hefur ekki sérstakan boðskap, og einbeitir sér ekki í að ná í fleiri fylgismenn. Látum nú nýtt guð, Kzölt, koma fram á sjónarsviðið. Boðskapur hans er að allir menn eiga að tilbiðja honum, og hans dýrkendur fyllast eldmóði þegar þeir predika um þennan guð sinn. Eftir nokkur ár hefur Kzöltdýrkun breiðst út um víðan veröld vegna þess að Quoleth er alveg sama og boðskapur Kzölts hefur tilætlaðan áhrif. Hægt er að hugsa um Kzöltdýrkun sem sjálfskapandi ferli en það sama á ekki við um Quoleth, svo þróunin segir okkur að Kzölt mun hafa yfirhöndina í baráttuna um sálir manna.

Er það þá ekki meira en tilviljun að helstu og fjölmennustu trúarbrögð heims ganga út á það að allir menn eiga að trúa á boðskap trúarinnar? 

 


Fyrsta kosning mín

Ég ákvað að kjósa í dag, af því að ég hef fengið nóg af framgöngu fjórflokksins við þegnar landsins. Nú hafa þessir flokkar allir verið í ríkisstjórn og við höfum fengið að njóta verk þeirra. Ég sé enga ástæðu til þess að verðlauna þeim með atkvæði mínu. Nú er loks hægt að sýna fram á óánægju mína á áþreifanlegan hátt.

Önnur smáframboð hafa komið upp í Reykjavík sem væru góðar kostir í framtíðinni. En þá þarf fyrst að ryðja burt hindrum fjórflokksins til þess að þeir fái að njóta sín. Ég held að ef vel tekst í kvöld verður auðveldari fyrir alvöru óháð framboð (eins og til dæmis Reykjavíkurlistinn) að fá stuðning annarra. En fyrst verður nauðsynlegt að bíða.

Að lokum trúi ég að sterk útkoma Besta flokksins gæti haft þau áhrif að hinir flokkarnir neyðast til að standa saman og mynda meirihluta. Það er alltaf betri útkoma að mínu mati heldur en þann týpiskan meirihluta sem við myndum annars sjá, hvort sem það væri til vinstri eða hægri. Þá verður auðveldara að sjá hvernig pólitík fjórflokksins snýst aðeins um völd en ekki um hugsjónir.


Notkun rökhyggjunnar í samanburði við siðferðina

Siðferði mannsins snýst um að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt. Eins og ég skrifaði um í seinasta færslu hefur siðleysinginn sem fylgir ekki sömu óformlegu reglur og meirihluti samfélagsins yfirburðarstöðu gagnvart hinum ef hann lendir í hagsmunabaráttu. Ef að tveir menn eru að tefla og annar þeirra spilar eftir venjulegum skákreglum á meðan hinn má gera hvað sem er verður aðeins ein úrslit. Jafnvel Kasparov myndi lenda í vandræðum með andstæðing sem alltaf væri að setja nýjum drottningum inn á borðið.Hann er samt sem áður skákmeistari sem gæti unnið venjulegan skák án þess að hafa mikið fyrir því. En hann mun tapa þessari skák, því hann hefur ákveðið sjálfur að hann ætlar að halda sig við venjulegar skákreglur.

Ef að til væri algild viðmið um gott og illt sem allir neyddust til að fara eftir sama hvernig stæði á myndu þau verja öllum gegn ágengni annarra. En svona viðmið eru ekki til, þar sem það getur verið miklu hentugari að hafa engin viðmið og því fer sem fer. Því er kerfi byggt á siðferði dæmdur til að landa undir járnhæl siðleysingja sem spila ekki eftir leikreglum samfélagsins. Á meðan reyna þeir að innleiða sama siðferðið sem þeir hafna sjálfir, þar sem auðvelt er að stjórna fólk sem fara eftir hamlandi takmörk. Ég held að framgang kristninnar stafar að verulegu leyti annars vegar út frá því að það er sjálfskapandi trúarbragð sem stefnir á heimsútbreiðslu og hins vegar vegna þess að auðvelt er að ná sínu fram í samfélag þar sem þegnarnir munu ekki ganga eins langt og "elítan".

En hvað um að skoða heiminn á öðruvísi hátt heldur en frá sjónarhorni góðs og ills? Er það ekki hægt?

Með því að skoða heiminn út frá viðmiðunum gott og illt er maðurinn að dæma til um öll verk og beitir þessum dómum til þess að ákvarða hvað hann gerir og gerir ekki. En það hefur engin áhrif á verknaðinn sjálf hvort hann sé góður eða slæmur. Væri ekki miklu betra að skoða atburði miðað við hvort þeir hafa eða hafa ekki tilætluð áhrif?

Vissulega er mat á árangri líka huglægt, en það er byggt á áþreifanlegum grundvelli, sem þýðir að rétt mat gefur alltaf betri niðurstöður, á meðan mat byggt á réttu og röngu segir ekkert til um það.

Sú hugmyndafræði sem ég mæli með, sem ég hef kallað rökhyggja vegna skorts á betra orði, byggist á eftirfarandi aðferðafræði.

Finna má ástæðu fyrir öllum verkum mannsins, sem sagt, það er alltaf til takmark sem reynt er að ná þegar hugsandi verur framkvæma eitthvað verk. Takmark rökhyggjunar er að meta hvaða aðferðir virka og hvaða aðferðir virka ekki til þess að ná settum takmarki, og nota matið til þess að framkvæma sú verk sem ber mestan árangur.

Rökhyggjan mín snýst um að gera það sem virkar, og felur í sér skilning um að aðrir eru að reyna að gera slíkt hið sama. Ef að allir höfðu það í huga að til eru aðferðir sem virka, aðrar aðferðir sem virka ekki og að það er líklegra til árangurs að beita aðferðum sem virka, væri auðveldari að sjá hagsmunarárekstar og bregðast við þeim. Samfélag sem byggist á rökhyggju ætti að geta haldið utan um sig sjálft vegna þess að einstaklingarnir sjá um að ekkert fari úrskeiðis.

Þar sem allir berjast á sömu forsendum hafa siðleysingjar ekkert forskot og eiga því erfiðara að hagnast á skaði samfélags þeirra. 

 


Varnarleysi okkar gegn siðleysingjum

Í öllum þjóðfélagshópum eru til hugmyndir um hvað er gott og hvað er slæmt. Þótt að íbúar Vesturlanda eiga mjög líkar hugmyndir um gildi, viðmið og siðferði finnst mér það bera vott um fávisku að ætla sér að við höfum hin einu sönnu hugmyndir um hvað er rétt og rangt. Ranghugmyndin sprettur fram af kristinni trú, þar sem forsendurnar eru að Guð sé til og að hann hefur ákveðið hvernig mennirnir beri að hegða sér. En hún er mjög seig, sér í lagi vegna þess að önnur siðferði virðist ekki ganga í heimi þar sem flestir stuðlast við hin svokölluðu kristnu gildi. Sem dæmi má skoða gullna regluna: Gerið við aðra það sem þið viljið að aðrir gera við yður. Það væri alveg hægt að ímynda sér samfélag þar sem reglan hljómar: Gerið við aðra það sem þið eruð tilbúnir að þola frá öðrum. Hefndarmynstrin í Íslendingasögunum gengu því víkingarnir fylgdu annaðhvort þessari reglu eða eitthvað keimlíkt. Ég væri alveg til í að búa í landi þar sem gullna reglan liti svoleiðis út. En það sem helst skiptir máli er að allir fara eftir sömu reglunum.

Og þar er einmitt alvarlegur vandi kominn. Kristnu gildin virka vel þegar allir fara eftir þeim, en hvað ef einhverjir gera það ekki? Þeir verða stimplaðar siðleysingjar, en þeim gengur oftast skuggalega vel í raunveruleikanum. Hatur og illvilji skiptir þeim engu máli svo lengi sem þeir eiga það sem þeir ætla sér, og það tekst mjög oft. Þeir sem hafna kristnu gildin geta gert hlutir sem virka en flestir þættu óhugsandi. Af þessu leiðir að þeir hafa forskot á hinna.

Ef líta má á siðferði sem fyrirbyggjandi og sem vörn, þá eru okkar gildi mjög léleg og aðeins hamlandi  fyrir þeim sem halda sér við þau. Þetta má yfirfæra svo á öll kerfi sem gefa sér hvað er rétt og hvað er rangt. Ef að eitthvað "rangt" virkar, munu einhverjir færa sér það í nyt. Það væri jafnvel fáviskulegt að gera það ekki. 

Almenningur landsins mun aldrei geta varið sig gegn óvinum þeirra með siðferði sem byggist á andstæðunum: Gott - illt

Með því að fylgja almennum siðferði erum við að meta gjörðir út frá tilfinningum í stað þess að rökhyggjunar. Ég ætla að fjalla um mína lausn í næsta færslu, en hún er mjög einföld og byggist á sömu hugmyndafræði og er á bak við tölvur, þ.e.a.s kerfi byggt á andstæðunum 1 og 0.


Endurtekning sögunnar - Hvernig stendur á því?

Árin 2009 og 2010 hafa sýnt fram á gangsleysi fjórflokksins gegn ágengni fjandsamlegra afla, hvort sem þeir eru utans lands eða innan. Að vísu hafa nýir menn og nýjar konur tekið við, en baráttan fyrir hagsmunir landsins hefur vikið til hliðar fyrir gæluverkefnum á borð við bönn á nektardansstöðum og inngöngu inn í stórríki sameinaðs Evrópu. Ríkisstjórn vinstri flokkana hélt áfram tilraun hrunflokkana um að skella gríðarmiklar skuldir á íslensku þjóðina. Skilanefndir bankanna leika lausum hala og gamlir eigendur eru að taka aftur til sín stærstu djásnarnir í eignarsöfnum gömlu fyrirtækjanna og skila skuldirnar eftir.

Hefur eitthvað breyst? Ekki finnst mér það. 

Núverandi stjórnvöld hafa rökstutt áætlanir sínar með því að vísa í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði Napóleon einnig í Dýrabæ Orwells, ef að eitthvað gruggugt þurfti að gera. Allt var réttlætanlegt þar sem gömlu fjendurnar réðu ekki og máttu ekki fá tækifæri til að ráða aftur. Að lokum urðu svín eins og menn og þannig hófst hringrásið á ný. 

Rót vitleysunnar leynist í pólitíska landslagið. Margir Íslendingar hafa bundið sig í flokka sem skiptast á við að ákveða hvaða sérhagsmunaklíkur munu njóta forréttinda eftir því hverjir eru í stjórn og hverjir ekki. Velvildarmenn flokkana komast svo til áhrifa í stjórnsýslunni þannig að flokksmennirnir geta gleðst yfir árangrinum. 

Flokksbundnar manneskjur sjá ekkert athugavert við þetta kerfi svo lengi sem þeirra flokk situr við kjötkötlunum. En afleiðingin er sú að ríkisstjórnin hefur verið rekin fyrir hönd velvildarmanna flokkana en ekki fyrir kjósendurnar.

Það verður samt erfitt að bæta kerfið. En ein gagnleg leið væri að binda enda á einokun flokkana á pólitíska umræðunni. Með því að láta í sig heyra geta venjulegar manneskjur séð til þess að pólitísk álitamál fara ekki öll fram eftir forsendum spunameistarana.


Hverjir eru óvinir almennings?

Hér koma nokkrar uppástungur um svör:

1. Óvinir almennings telja sig vera í sérstökum félagsskap sem er smærri eining innan þjóðfélagsins. Stundum, og jafnvel oftar en ekki, eru hagsmunir hópsins og þjóðfélagsins samtengdar, en ef það er ekki munu þessir menn ávallt berjast fyrir sínum hagsmunum gegn þjóðarhag. 

2. Hópurinn er lokaður utanfrá að langmestu leyti, það er hægt að innvígjast en yfirleitt eru það sömu mennirnir sem ætíð ráða í hópnum. Reynt er svo að halda öll völd og áhrif hópsins innan þess.

3. Hópurinn hefur ekkert á móti því að til séu hamlandi lög, að því gefnu að allir aðrir fara eftir þeim og þeir geta komist hjá því með tæknilegum hætti.

4. Óvinir almennings blekkja þjóðfélagið með markvissum hætti og munu halda áfram að gera það, svo lengi sem hægt er að græða á því.

5. Óvinir almennings taka meira til sín heldur en þeir skila af sér til hinna.

6. Óvinir almennings hrifsa til sín völd með því að breiða meðlimum hópsins út sem víðast í stjórnsýslunni. Hópurinn notar síðan völdin fyrst og fremst til að styðja frekari framgang þess.

7. Óvinir almennings framleiða ófriðarástand  til þess að græða á því eða klekkja á mögulegum keppinautum.

8. Ef að eitthvað fer úrskeiðis í ráðabrugg hópsins skal umsvífalaust velta tapið yfir á þjóðfélaginu.

9. Óvinir almennings eru sama um flesta eða alla sem ekki eru í hópnum.

10. Óvinir almennings hafa tilhneigingu til þess að vilja taka ákvarðanir fyrir þeim sem ekki eru í hópnum.

Aðrar uppástungur væru vel þegnar. 

Það er viturlega að berjast á móti hugmyndafræði heldur en á móti einstaklingum, því þótt einhverjir deyja geta hugmyndirnir sem stjórnuðu lífi hans lifað góðu lífi. En vitundarvakning um fjandsamlegt athæfi mun skerpa baráttuna og gera óvinunum erfiðara fyrir.

 


Það skiptir engu máli hverjir eru í ríkisstjórn

Þeir vinna hvort sem er alveg eins. Alþingi Íslands er fastur í heljargreipum stjórnar og stjórnarandstöðupólerísering. Það að fara í ríkisstjórn Íslands virðist vera mesta og besta heilaþvottunarstöð fyrir þá sem fara ekki leynt með skoðanir sínir. Eftir standa gæluverkefni sem eru ómerkilegar af flokkum sem voru einu sinni virðulegir að sjá. Það að Samfylkingin og Vinstri grænir skulu hafa tekið upp hanskann fyrir þá sem vilja knésetja almúgann eða nota til að komast undan eigin braski sýnir vel hvernig ríkisstjórnir vinna almennt. Því miður hafa lobbýistasamtökin gömlu ennþá hald á embættismanna og stjórnkerfi Íslands og vinstristjórn mun beita sér í þágu "jafnréttis" og koma fleiri hagsmunasamtökin inn í hópinn sem við höfum ekki þörf á.

Kannski er stjórnin að vinna að hagsmunum almennings bak við tjöldin, en það er ekki hægt að sjá á þessum tímapunkti. Kannski halda forkólfar stjórnarinnar að hagsmunir þeirra eru best borguð innan ESB og eru menn þar á bæ tilbúnir til þess að láta hagsmunum almennings víkja fyrir hagsmunum Evrópubjúrókratana. Atburðir síðustu vikna eru að sýna okkur greinilega að okkar hagsmunir munu verða þverbrotin ef að menn í öðrum löndum telja þörf á. Að senda Ísland í ESB er næstum því eins og að setja lítinn fisk inn í stórtjörn þar sem nóg er af æti. Ísland gæti orðið að stærra fiski en það er mun líklegra að við verðum í staðinn gleypt með húð og hári.

Baráttu ríkisstjórnar við kröfuhafar almennings sýnir glögglega þörfin fyrir fulltrúum almennings í sölum Alþingis. Of lengi hafa menn stundað lýðskrum úr skumaskotum stjórnarandstöðunar. Það sést úr flugvél að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mæla með Icesave ef að þeir sætu í ríkisstjórn og Framsóknarflokkurinn myndi væntanlega selja ömmu sína fyrir aukin völd. Þeir tala um hlutir sem vert eru að athuga, en það er á sama hátt ljóst að í flestum tilfellum ræðst afstöðuna af því hvort þeir eru í stjórnarandstöðu eða ekki. Ég hef fengið að sjá alveg nóg af lyðskrumi frá þeim flokkum sem sitja og hafa setið í stjórnarandstöðu. Ég er búinn af fá mig fullsaddan á Morfísrökum  og upphrópunum. Ég er búinn að heyra nóg um 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins, það er engin rökstuðningur fyrir neitt. Og ég er búinn að fá nóg af stjórnmálamönnum sem ákveða fyrir þjóðina hvað skuli gera í staðinn fyrir að hlusta á rödd almennings.

Höfundur er félagsmaður í Samtök fullveldissinna en talar ekki með nokkru móti fyrir hönd þeirra.


Merkilegir punktar úr stefnuumræðu forsætisráðherra

Jóhanna talaði um að hamgsmunir fáa mættu ekki víkja fyrir hagsmunum margra. Er hún þá að meina að hagsmunir útrásarvíkinga, fjármangseigenda og kvótagreifana eiga ekki að víkja fyrir hagsmunum almennings?

Hún talaði einnig um allt það jákvæða sem umsókn að Evrópusambandinu ætti að leiða í för með sér. Verður þetta áróður notað gegn okkur til að samþykkja hvaða samning sem er, að allt muni fara aftur í sama farið ef að samningurinn verður hafnaður?

Fyrsti og þriðju framsögumenn Sjálfstæðisflokksins töluðu um kvótakerfið og hallmæltu leið ríkisstjórnarinnar. Eiga þeir einhverja betri leið í staðinn?

Þór Saari minntist á það sem hann taldi mikilvægt á uppkomandi sumarþingi. Það vakti athygli mína að hann talaði ekki um persónukjör, sem ég taldi vera ein af stóru stefnumálum Borgarahreyfingarninnar. Skiptir það engu máli lengur?

Þingsályktunartillagan um ESB viðræður er sett þannig fram að þingmenn í stjórnarflokkunum eiga að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu. Kusu landsmenn flokka eða einstaklingar yfir sig í vor? Sú erfiða staða sem upp kemur milli hugmyndum einstaklinga annars vegar og flokksins hins vegar verður ekki leyst þangað til að við fáum almennilegt persónukjör. Eins og staðan er núna er alltaf hætta á flugumönnum sem eru kosnir fyrir flokk og nota síðan þingsetuna til að gera eitthvað í algjörri andstöðu við vilja þess. 

Allir tala um samstöðu en enginn er tilbúinn til að fórna völdum fyrir andstæðingana. Hvorki núverandi eða fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar. Allt tal þeirra um aukin samstaða og sátt er hreinlega vitlaus og telst vera ómerkilegt lýðskrum. Ég held að Borgarahreyfingin er eini flokkurinn sem ég myndi treysta til þess að eiga í góðu samstarfi við utanstjórnaflokka en þó er ég ekki viss hvort að þeir séu blindaðar af hatri á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. 

Ef að einhverjir vilja samstöðu þá eiga þeir að sýna það í verki og hætta að blaðra endalaust um það. En ég er farin að halda að það verður ekki samstaða sem mun leysa vandamálum Íslendinga. Það verður skynsemin sem mun sjá um það, ef að það kemst til áhrifa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband