Merkilegir punktar úr stefnuumræðu forsætisráðherra

Jóhanna talaði um að hamgsmunir fáa mættu ekki víkja fyrir hagsmunum margra. Er hún þá að meina að hagsmunir útrásarvíkinga, fjármangseigenda og kvótagreifana eiga ekki að víkja fyrir hagsmunum almennings?

Hún talaði einnig um allt það jákvæða sem umsókn að Evrópusambandinu ætti að leiða í för með sér. Verður þetta áróður notað gegn okkur til að samþykkja hvaða samning sem er, að allt muni fara aftur í sama farið ef að samningurinn verður hafnaður?

Fyrsti og þriðju framsögumenn Sjálfstæðisflokksins töluðu um kvótakerfið og hallmæltu leið ríkisstjórnarinnar. Eiga þeir einhverja betri leið í staðinn?

Þór Saari minntist á það sem hann taldi mikilvægt á uppkomandi sumarþingi. Það vakti athygli mína að hann talaði ekki um persónukjör, sem ég taldi vera ein af stóru stefnumálum Borgarahreyfingarninnar. Skiptir það engu máli lengur?

Þingsályktunartillagan um ESB viðræður er sett þannig fram að þingmenn í stjórnarflokkunum eiga að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu. Kusu landsmenn flokka eða einstaklingar yfir sig í vor? Sú erfiða staða sem upp kemur milli hugmyndum einstaklinga annars vegar og flokksins hins vegar verður ekki leyst þangað til að við fáum almennilegt persónukjör. Eins og staðan er núna er alltaf hætta á flugumönnum sem eru kosnir fyrir flokk og nota síðan þingsetuna til að gera eitthvað í algjörri andstöðu við vilja þess. 

Allir tala um samstöðu en enginn er tilbúinn til að fórna völdum fyrir andstæðingana. Hvorki núverandi eða fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar. Allt tal þeirra um aukin samstaða og sátt er hreinlega vitlaus og telst vera ómerkilegt lýðskrum. Ég held að Borgarahreyfingin er eini flokkurinn sem ég myndi treysta til þess að eiga í góðu samstarfi við utanstjórnaflokka en þó er ég ekki viss hvort að þeir séu blindaðar af hatri á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. 

Ef að einhverjir vilja samstöðu þá eiga þeir að sýna það í verki og hætta að blaðra endalaust um það. En ég er farin að halda að það verður ekki samstaða sem mun leysa vandamálum Íslendinga. Það verður skynsemin sem mun sjá um það, ef að það kemst til áhrifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband