14.5.2009 | 13:46
Kominn í sumarfrí
Yfirleitt á þessum tíma ársins er ég að taka próf eða undirbúa mig fyrir þau. Í ár var breyting því að ég ákvað að sleppa vorprófum í ár vegna góðra jólaeinkunna. Ég fæ eitt tækifæri til þess á þremur árum og ég ákvað að nýta það núna. Það hefði virkað enn betra ef að ég hefði komist í stjórn Framtíðarinnar en ég læt það duga að eiga eina mánuð í sumarfrí. Í júní fer ég í æfingaprógramm fyrir Ólympíukeppnina í stærðfræði. Ég lenti í 4. sæti á landskeppnina svo af þeim sökum fékk ég boð um að taka þátt í Ólympíuliðið sjálft, sem ég þáði. Vonandi verður þetta vítamínsprauta sem kemur mér í toppformi hér eftir. Ég set stefnan á í það minnsta að komast í gegnum forkeppnina í stærðfræði næst...
En nú er nýtt ríkisstjórn komin til valda og nú geta ríkisstjórnarflokkarnir reynt að sanna að þeir séu flokkar sem allir skynsamir Íslendingar geta treyst til að halda um stjórnartaumana. Því miður virðist það frá mínum bæjardyrum séð að að minnsta kosti helmingur stjórnarinnar hugsar um Evrópusambandið sem meðall til að lækna öllum efnahagsþrengingum almennings. Þar sem það mun taka langan tíma að komast inn í Sambandið og svo þarf efnahagurinn að batna til þess að eiga einhvern möguleika. Ég held að líklega munum við aðeins njóta góðs af setu í ríkjasamband þessari þegar staðan er orðin vænleg á ný og þá verður ljóst sem fyrr að við þurfum ekki á því að halda. Að halda því fram að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB sé nauðsynleg til þess að rétta efnahagnum við er því alvitlaus að mínu mati. Ég vona því að ríkisstjórnin sýni einhverjar alvöru aðgerðir og styðji á bak við stuðningsmenn þess í staðinn fyrir að bíða endalaust eftir því að komast í Evrópusambandinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2009 | 21:49
Ógæfulegar kosningar
Nú er að koma æ betur í ljós hvernig fyrirvarinn á kosningunum hefur verið hættulega stuttur og mikil tækifæri eru fyrir algjöra uppstokkun á landinu. Ég ætla að vona að meirihlutinn sem myndaður verður sé ekki nógu stór til þess að ráða öllu í krafti þingflokk síns því þá mun Alþingið komast fljótt í fyrri horf, þar sem meirihlutinn ræður öllu og Alþingið verður orðinn afgreiðslustofa á ný eins og hún hefur verið á undanförnum árum. Klisjur verða notaðar eins og "Svona margir kusu okkur, þar af leiðandi styðja þeir öllum aðgerðum okkar" en ég held að einmitt á þessum tímum er minna stuðning við sérmál flokkana sem tengjast ekki hruninu eða tilraunir til að berjast gegn almenna spillingu. Margir eru að yfirgefa Sjálfstæðisflokknum því hann hefur sýnt sinn sanna eðli en varla eru allir þessir menn sammála í öllum atriðum ályktun landsfundar VG frá árinu 2009. Því miður býður L-listinn sig ekki fram í ár svo það eru engar góðar valkostir fyrir menn sem sjá í gegnum Sjálfstæðisflokknum en vilja ekki að þeirra vilji sé mistúlkað af Samfylkingunni eða VG. Víst eru önnur framboð eins og Borgarahreyfingin og listi Ástþórs en hvar liggur aðalmunurinn á Borgarahreyfingnum og VG? Fyrir utan það að Borgarahreyfingin vill fá fram persónukjör sé ég ekki miklan mun á þessum flokkum. En tvennt vil ég sjá.
1: Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu
2: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og VG með eins fylgi þannig að einn ráði ekki ferðinni allri.
Ég verð að viðurkenna að jafnvel þótt að það er í beinu andstöðu við hugmyndir mínar um einstaklingsmiðaðan heimur hugsandi einstaklinga held ég að það er nauðsynlegt í bili að VG og Samfylkingin mynda stjórn enég mun ekki þola það að vandamál okkur í ár séu notað til þess að þröngva vinstri hugmyndafræði upp í okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 14:16
Ekkert að gera í páskafríinu
Það mætti segja að kosningabaráttan mín misheppnaðist stórkostlega þar sem aðeins 50 hræður kusu mig sem skildi mér eftir neðstan. Það sýnir einfaldlega að það þarf að sýna miklu meira grimmd ef að þú vilt virkilega vera kosinn. Því miður er lýðræði oft sigur fyrir þeim sem smala mest frekar en hjá þeim sem hafa merkilegustu hugmyndir. Það hefur sýnt sig að nemendapólitík snýst ekkert um málefni heldur mun frekar um persónulegar vinsældir eða smölunarhæfileikar. En aðalafleiðingin er sú að ég sit hér í páskafríinu án þess að hafa neitt fyrir stefnu.
Mér finnst að frí frá daglegum önnum er mjög oft ofmetið því að þá sit ég heima án þess að gera neitt af viti. Þegar ég er farinn að leggja mig af því að ég hef ekkert betra að gera eru hlutir ekki að ganga eins og ég myndi vilja. Mig vantar sífellt eitthvað merkilegt til þess að gera. Ég er að reyna að lesa Sturlungu en það hefur ekki gengið nógu vel og stundum þarf ég að sofa eftir að hafa lesið 20 kaflar eða eitthvað í þá áttina. Í framtíðina mun ég vonandi eiga starf sem ég get stundað almennilega og unnið við í huganum. Mér finnst stefnuleysið sem ég stend í núna hræðilegt og það væri miklu betra að sökkva sér ofan í röklega uppbyggingu almennra kerfa. Lífið býður upp á fullt af hugmyndum, þau koma einfaldlega ekki öll til þín og nær aldrei á þeim tíma sem beðið er eftir þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 22:45
Skoðun mín á loforðum annarra frambjóðenda
Nú hafa ýmsar Facebook hópar verið stofnaðir þar sem hægt er að sjá ýmsum loforðum frambjóðenda. Hafa sumir haldið sig við eldgömlu loforðin sem hafa farið manna á milli í aldanna rás en aðrir nýjar hugmyndir sem ekki komu í fyrra hafa litið dagsins ljós. Ætla ég helst að fjalla hér um þessar nýjar hugmyndir þar sem gömlu loforðin eru margreyndir og hafa ekki skilað sér. Ég hef aldrei séð draumaútópían Kasa og ég held að ég mun aldrei sjá hann nema fyrir samstilltu átaki beggja stjórna en ekki fyrir loforðum einstaklinga. Sumir tala um að virkja undirfélögin og fá fleiri busa í starfið en til þess að það virkar þarf ekki loforð til, það þarf duglega stjórn til þess og það þarf að kynna busunum almennilega fyrir starfsemi Framtíðarinnar.
En það hafa nokkrar hugmyndir sprottið upp í ár sem ég sá ekki í fyrra eftir að hafa rýnt í kosningablaðinu, sem ég kem með á miðvikudaginn. Í fyrsta lagi hafamenn alvöru áhugaá að gera Framtíðina að mælskufélag. Mér finnst að það á að halda utan um Sólbjartur og ræðumennskarhefðir í MR en mér þætti það synd ef að það væri stærsta málefni nýs Framtíðarstjórnar. Framtíðin gerir miklu meira en bara að halda utan um ræðulið skólans. Síðan tala menn um að gera Sólbjart enn veglegri en það var í ár en ég held að ef menn fylgjast kki vandlega með gæti Sólbjartur yfirtekið öllum hinum keppnum Framtíðarinnar, og ég vil að Ratatoskur og Mordor gleymast ekki ef að menn fari út í það að bæta Sólbjart enn meira.
Síðan hefur sú hugmynd komið upp að hafa tebó sem eru aðeins ætluð MR-ingum. Ég held að þessi hugmynd er góð og ég myndi leggja því lið ef að ég kæmist í stjórnina. Hins vegar verður það að gilda um ALLAR manneskjur, ekki bara um hinn almenna MH-ing heldur einnig fyrir einkavinum stjórnarinnar og vel tengdum mönnum. Sjálfur mætti ég á eitt tebó í sumar en ég mun mæta oftar kemst ég í stjórnina því það er mikil þörf fyrir góð stjórnun á þessum skemmtikvöldum, og ég held að ég gæti staðið mig vel í þeim hlutverki.
Í hnotskurn má segja að þeir sem viljastyrkja Rattosk og Mordor ættu að kjósa mig því ég mun verða málsvari þeirra á komandi ári og ég mun reyna mitt besta til þess að hinum keppnunum njóta góðs af framförum Sólbjarts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 23:25
Kynning á framboðið mitt
Ég hef ákveðið það að ég ætla að bjóða mig fram í stjórn Framtíðarinnar í MR. Það eru margar ástæður fyrir því að ég valdi þetta embætti, til að mynda barátta mín til að efla skáklífið hér, almennur áhugi á skipulags og undirbúningsstörfum og vilji til að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Ég trúi að ég hef í mér nógu miklan dugnað og kraft til að takast á við þetta verkefni og vonast ég eftir stuðning nemenda til þess. Ætla ég því hér með að kynna opinberlega framboð mitt þannig að fólk sér hvað ég stend fyrir.
Í fyrra var ég þriðji bekkingur sem aldrei hafði lent í miklum kosningum áður. Þá rigndi loforðum yfir manni og ég valdi oft á tíðum þeim nemendum sem komu fram með hugmyndunum sem mér leist best á. En það er munur á því að lofa eitthvað og að gera eitthvað. Það kemur í ljós að einungis um helmingur eða minna verður framfylgt. Ég held því miður að Casa verður aldrei varanlega bætt jafnvel þótt að um helmingur allra embættismanna hefur það á stefnuskrá sinni að bæta Kösu. Þar sem ég er búinn að komast að því að loforð eru oft innantóm ákvað ég að hafa minn loforðalisti mjög stuttur, og hafa í það einungis það sem ég veit að ég get framfylgt. Ég ætla sem sé að lofa því að:
1: Halda MORDOR á næsta ári
2: Endurnýja lögin um Skákfélagið og breyta úreltum lagagreinum.
Nú geta menn sagt að ég lofa bara eitthvað um Skákfélagið og ætti ég þá ekki bara að bjóða mér fram sjálfur í Skákfélagið ef ég hef svo miklan áhuga á það? Ástæðan fyrir þessum loforðum mínum er sú að ég hef setið í stjórn Skákfélagsins og hef ekki gert mikið annað (fyrir utan stuttan hlutverk í Bingó I) en ég veit hvað er nauðsynlegt að laga úr þeim greinum sem ég hef kynnt mér vel. Það er mín reynsla að það er lítið tekið mark á almennum embættismönnum af almenningi, jafnvel þótt að þeir bera jafn ógnandi starfstitli og formaður Nazgúlaráðs, og því vil ég setjast í stjórn Framtíðarinnar til að ná þessa auknu vægi og koma mínum málefnum til skila. Það er skoðun mín að þeir sem ætla að vera meðstjórnendur eiga ekki að koma fram með mikið af loforðum sjálfur en reyna þess í stað að styðja við forsetann ef að þeir eru sáttur með áherslumál hans. Það er forsetinn sem er stefnumótandi en það er stjórnin sem framkvæmir. Þess vegna eiga meðstjórnendur frekar að koma fram með sínar áherslur og um það ætla ég að fjalla næst.
Ég hef núna mikla reynslu af því að skipuleggja mót og keppnum, bæði fyrir hönd Framtíðarinnar og MORDOR og svo fyrir hönd Taflfélags Hellis, sem ég sit núna í stjórn í. Mér finnst það miður að sjá þann mikla vinnu og tími sem fer í að skipuleggja keppnum fara til einskis þegar eitt lið ákveður að mæta ekki án þess að láta vita. Ég vil herða tökum á keppnunum í Sólbjarti, Ratatoski og MORDOR og jafnvel refsa þeim liðum sem mæta ekki án þess að hafa góða afsökun. Það hefur verið allt of mikið um það í það minnsta í Ratatoski og MORDOR að lið skrái sig en mæta svo ekki síðan og vil ég binda enda á þetta. Ber því að nefna í þeim samhengi að Ratatosksliðið mitt í fyrra komst sjálfkrafa í 8-liða úrslit því að hin liðin mættu ekki.
Annað sem ég ætla að leggja áherslu á er ástundum faglegra vinnubragða við að raða í nefndum á vegum Framtíðarinnar. Ég held að það ætti að taka umsækjendur í viðtöl og sjá hvenrig þau passa inn í þessum nefndum þannig að lítt þekkt hæfileikafólki eigi greiðari leið að komast inn í þessum nefndum og að menn komast ekki inn í hvaða nefndum sem er vegna fornrar frægðar. Þessar áherslur ætla ég að halda frám á meðan á kosningabaráttunni stendur en það eru fleiri hugmyndir sem ég hef og munu kannski koma í ljós á næsta skólaári.
Að lokum ætla ég að biðja fólki um að hugsa sig vandlega um áður en það kýs því að ekki er allt gull sem glóir. Ef að menn eru ósammála mér ættu þeir ekki að kjósa mig því að ég reyni sífellt að halda mér við það sem ég hef ætlað mér að gera. En þið sem eruð sammála mér getið kosið mig og sjá atkvæði ykkar dafna á komandi skólaári.
Paul Frigge, 4.M
Að lokum ætla ég að benda á að þið getið sent inn athugasemdir hér og spurt mig út í afstöðu mína til ýmissra málaflokka og ætla ég að svara þeim eftir bestu megni. Ég vil samt að þið setjið inn nafn og bekkur inn þegar þið spyrjið mig að einhverju. Ætla ég svo að setja inn mynd af kosningaplakatinu mínu, sem hefur brotið tveimur reglum Kosningatíðarinnar. Þar sem mér finnst svo gott að hafa allt tilbúið fyrirfram var þetta of seint, og munuð þið sjá skemmtilegt auglýsing frá mér á mánudaginn í Kösu.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 23:03
Afmæli á eftir
Á morgun verð ég 18 ára og verður það merkilegur viðburður. Spenning sem hefur fylgt öðrum afmælum er samt ekki til staðar. Kannski er það bara eitthvað sem hverfur með aldrinum. Tíminn líður hægt þar sem ég er í vinnu við að slá inn skákir úr Reykjavik Open í skákinu. Það gengur svo sem ágætlega. Síðan verður kosningaviku á næstunni þar sem ég ákvað að bjóða mér fram í stjórn Framtíðarinnar í MR. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig það kemur út. Ég ætla að reyna að halda upp umræðu hér ef að tími gefst til um það sem mér finnst mikilvægast.
Dagurinn bíður eftir mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2009 | 22:18
Hugmyndir sem snerta hið pólitíska svið
Það geta flestir séð að sú stjórn sem hér var við lýði hafi misst allan stuðning almennings þar sem hún stóð sig illa. Vilja margir meina að hugmyndafræðin hafi beðið skipbrot og því er best að binda sig við annan flokkahóp til eilífðar þar sem núverandi kerfi heppnaðist ekki. Menn eru hér að hugsa um tvennt. Annars vegar að segja skilið við hægrimennska á Íslandi í dag og sjá til þess að hér verða alltaf sömu pólitískar hópir sem fá að ráða því hægriflokkur Íslands hefur eyðilagt stöðu Íslands. Tel ég að sú greining sé röng í meginatriðum. Að vísu tel ég þjóðarnauðsyn að Sjálfstæðisflokkinn komist ekki til valda í vor. Ef að það myndi gerast mun allt komast í fyrra horf því að þá munu flokksmenn ekki sjá að þeir hafa gert mörg mistök og haldið verður áfram að fremja þau þar sem þeir eru hvort sem er við völd. Það þarf að sýna þessháttar flokkum að það eru ekki þeir sem ráða heldur almenningi og ef að almenningur líkar ekki við þeim þá verða þeir að taka frí. En ég er alls ekki sammála því að eilíf visntristjórn sé besta lausnin. Ég veit að mörg mistök voru gerð í 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. En ég held að mikið af þeim mistökum hafa einmitt verið út af því að flokkurinn var við völd í heil 18 ár. Tíminn spillir allar hugsjónir og ekkert eyðileggur "góðum" hugsjónum meira en stjórnarseta. Ég held að það mun koma í ljós að 18 ár í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verður ekki með nokkru móti skárra. Það þarf sterkan mótspyrnu til þess að góðar hugmyndir verða nauðsynlegar.
Annað sem menn vilja gera er að ganga til lýðs við Evrópusambandið. Þeir vilja frekar erlent yfirstjórn heldur en innlent stjórn. Það sem oft er gleymt er að það verður þeim mun erfiðara að losna sig við spillt stjórn ef hún er skipuð erlendis frá. Við sáum að búsáhaldabyltingin rak eina ríkisstjórn frá völdum en ef að Evrópusambandsembættismenn væru mótmæltar á svipaðan hátt væri án efa bara hlegið og haldið áfram í sömu mynt. Ríkjasamband og erlent yfirstjórn er greiðasta leiðin í spillingu.
En jafnvel þótt að Evrópusambandið er hættulegt af þessum ástæðum er nauðsynlegt að menn gangi ekki til hvaða lengdar sem er til að sneiða fram hjá því.Ég hef fylgst vel með L-listanum og ég mynda verða fyrir vonbrigðum ef að flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gengu saman að loknum kosningu, jafnvel þótt að það væri samið um stopp við allar Evrópuáætlanir. Það eru hlutir sem skipta meira máli heldur en Evrópa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 20:32
Á öðrum vígvöllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 23:01
Til lesenda
Ég vil hafa því til haga að það sem ég skrifa hér eru mínar skoðanir og tengist skrifum þessum ekki á nokkurn hátt flokkastarfsemi eða annað í þeim dúr.
Ég mætti í fund hjá L-listanum í dag og ég er þokkalega sáttur með það sem ég sá. Það hefur komið á daginn að þetta er alvöru framboð svo þeir sem hafa verið í kreppu varðandi hvar þeim langar að setja sitt atkvæði ættu í það minnsta að skoða L-listann vel og vandlega áður en þeir fara í kjörkassann. Það voru kannski um 20-25 manns mættir en eitt sem vakti áhuga minn var að ég var líklegast langyngstur af þeim sem hafa mætt. Því gætu málin farið á þann veg að allt í einu gæti ég orðið talsmann listans meðal yngra fólks en ég ætla strax að segja að ég hef engan áhuga á að vera í einhvern ungliðahreyfing eða eitthvað slíkt. Það sem ég vona helst er að L-listinn mun ekki breytast í hefðbundnu flokki og að aldrei verður til eitthvað sem heitir hagsmunir flokksins sem skiptir meira máli heldur en þá einstaklinga sem skipa listanum. Það var mikið í umræðunni að menn ættu að fjalla mikið um listann í skrifum sínum en mér finnst að það er langbest að gera þetta frá einstaklingsmiðuðu sjónarhorni en ekki samkvæmt skipunum að ofan. Því miður er erfitt fyrir nýja flokka að komast að án þess að lenda í því að stunda lýðskum en ég ætla að vona að þetta gerist ekki með L-listanum.
Ég mun fylgjast enn vandlega með listanum og mætti kannski segja að ég væri flokksbundinn í því á þessum tímapunkti ef að félagsskrá væri til. Ég ætla hins vegar ekki að stunda pólitísk trúboð því að það skapar ekki skilyrði fyrir sterka umræðu. En miðað við það sem ég hef séð get ég tekið undir það að styðja listann og ég ætla að vona að sem flestir geri það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2009 | 21:08
Loksins búinn að finna stjórnmálaflokk sem mér líst vel á
Ég hef núna fylgst með L-listann í smá tíma og mér líst mjög vel á hana. Ef ég hafði kosningarétt myndi ég kjósa hana en því miður þarf ég víst að vera íslenskur ríkisborgari til þess að kjósa til Alþingis. Hugmyndir L-listans um að berjast gegn flokkræði er ég sammála og flokkurinn sjálf virðist ætla fara svipaða leið og ég var að hugsa um þegar ég var við það að klára grunnskóla. Hugmynd minn snerist um flokk hugsandi einstaklinga sem bundu sig saman til þess að þeirra eigin sjónarmið komust á framfæri en yrðu ekki kaffærðar af flokkshugsjónum. Síðan myndi menn kjósa þau manneskjur til þings sem þeim leist best á. Helsti gallinn þegar til lengri tíma er litið er sú að oft myndast kjarni af fólk með svipaðar hugsjónir að ráða og fara þeir síðan að stjórna flokknum og breyta henni í sinni mynd. Þess vegna verða menn að hafa mismunandi skoðanir og helst ætti mikinn ádeila að vera í gangi sífellt. Það er eini gallinn sem ég sé við L-listann er að þó sé sé á móti Evrópusambandsaðild(Viljum við virkilega verða hluta af Bandaríki Evrópu?) að þá gæti það gerst að flokkurinn verður bara samansafn af fólk með mjög svipuðum hugsjónum og þá verður allltaf líklegra að hún breytist í venjulegan flokk.
Ég ætla að fylgjast vel með L-listann í framtíðinni en þó vil ég koma á framfæri að ég hef engan áhuga á því að stunda áróðursboðskap, lýðsskrum eða kosningasmölun. Ég tel að heppilegast er að fólk kynni sér sjálfur L-listann á eigin forsendum en ekki að upplýsingar og hugsanlegur hræðsluboðskapur sé mötuð ofan í fólki. Það gæti verið að ég skrái mig í flokknum en tíminn verður einfaldlega að leiða það í ljós.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)