Kominn í sumarfrí

Yfirleitt á þessum tíma ársins er ég að taka próf eða undirbúa mig fyrir þau. Í ár var breyting því að ég ákvað að sleppa vorprófum í ár vegna góðra jólaeinkunna. Ég fæ eitt tækifæri til þess á þremur árum og ég ákvað að nýta það núna. Það hefði virkað enn betra ef að ég hefði komist í stjórn Framtíðarinnar en ég læt það duga að eiga eina mánuð í sumarfrí. Í júní fer ég í æfingaprógramm fyrir Ólympíukeppnina í stærðfræði. Ég lenti í 4. sæti á landskeppnina svo af þeim sökum fékk ég boð um að taka þátt í Ólympíuliðið sjálft, sem ég þáði. Vonandi verður þetta vítamínsprauta sem kemur mér í toppformi hér eftir. Ég set stefnan á í það minnsta að komast í gegnum forkeppnina í stærðfræði næst...

En nú er nýtt ríkisstjórn komin til valda og nú geta ríkisstjórnarflokkarnir reynt að sanna að þeir séu flokkar sem allir skynsamir Íslendingar geta treyst til að halda um stjórnartaumana. Því miður virðist það frá mínum bæjardyrum séð að að minnsta kosti helmingur stjórnarinnar hugsar um Evrópusambandið  sem meðall til að lækna öllum efnahagsþrengingum almennings. Þar sem það mun taka langan tíma að komast inn í Sambandið og svo þarf efnahagurinn að batna til þess að eiga einhvern möguleika. Ég held að líklega munum við aðeins njóta góðs af setu í ríkjasamband þessari þegar staðan er orðin vænleg á ný og þá verður ljóst sem fyrr að við þurfum ekki á því að halda. Að halda því fram að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB sé nauðsynleg til þess að rétta efnahagnum við er því alvitlaus að mínu mati. Ég vona því að ríkisstjórnin sýni einhverjar alvöru aðgerðir og styðji á bak við stuðningsmenn þess í staðinn fyrir að bíða endalaust eftir því að komast í Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband