Skoðun mín á loforðum annarra frambjóðenda

Nú hafa ýmsar Facebook hópar verið stofnaðir þar sem hægt er að sjá ýmsum loforðum frambjóðenda. Hafa sumir haldið sig við eldgömlu loforðin sem hafa farið manna á milli í aldanna rás en aðrir nýjar hugmyndir sem ekki komu í fyrra hafa litið dagsins ljós. Ætla ég helst að fjalla hér um þessar nýjar hugmyndir þar sem gömlu loforðin eru margreyndir og hafa ekki skilað sér. Ég hef aldrei séð draumaútópían Kasa og ég held að ég mun aldrei sjá hann nema fyrir samstilltu átaki beggja stjórna en ekki fyrir loforðum einstaklinga. Sumir tala um að virkja undirfélögin og fá fleiri busa í starfið en til þess að það virkar þarf ekki loforð til, það þarf duglega stjórn til þess og það þarf að kynna busunum almennilega fyrir starfsemi Framtíðarinnar.

 En það hafa nokkrar hugmyndir sprottið upp í ár sem ég sá ekki í fyrra eftir að hafa rýnt í kosningablaðinu, sem ég kem með á miðvikudaginn. Í fyrsta lagi hafamenn alvöru áhugaá að gera Framtíðina að mælskufélag. Mér finnst að það á að halda utan um Sólbjartur og ræðumennskarhefðir í MR en mér þætti það synd ef að það væri stærsta málefni nýs Framtíðarstjórnar. Framtíðin gerir miklu meira en bara að halda utan um ræðulið skólans. Síðan tala menn um að gera Sólbjart enn veglegri en það var í ár en ég held að ef menn fylgjast kki vandlega með gæti Sólbjartur yfirtekið öllum hinum keppnum Framtíðarinnar, og ég vil að Ratatoskur og Mordor gleymast ekki ef að menn fari út í það að bæta Sólbjart enn meira.

Síðan hefur sú hugmynd komið upp að hafa tebó sem eru aðeins ætluð MR-ingum. Ég held að þessi hugmynd er góð og ég myndi leggja því lið ef að ég kæmist í stjórnina. Hins vegar verður það að gilda um ALLAR manneskjur, ekki bara um hinn almenna MH-ing heldur einnig fyrir einkavinum stjórnarinnar og vel tengdum mönnum. Sjálfur mætti ég á eitt tebó í sumar en ég mun mæta oftar kemst ég í stjórnina því það er mikil þörf fyrir góð stjórnun á þessum skemmtikvöldum, og ég held að ég gæti staðið mig vel í þeim hlutverki.

 Í hnotskurn má segja að þeir sem viljastyrkja Rattosk og Mordor ættu að kjósa mig því ég mun verða málsvari þeirra á komandi ári og ég mun reyna mitt besta til þess að hinum keppnunum njóta góðs af framförum Sólbjarts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband