Kynning á framboðið mitt

Ég hef ákveðið það að ég ætla að bjóða mig fram í stjórn Framtíðarinnar í MR. Það eru margar ástæður fyrir því að ég valdi þetta embætti, til að mynda barátta mín til að efla skáklífið hér, almennur áhugi á skipulags og undirbúningsstörfum og vilji til að takast á við nýjar og skemmtilegar áskoranir. Ég trúi að ég hef í mér nógu miklan dugnað og kraft til að takast á við þetta verkefni og vonast ég eftir stuðning nemenda til þess. Ætla ég því hér með að kynna opinberlega framboð mitt þannig að fólk sér hvað ég stend fyrir.

Í fyrra var ég þriðji bekkingur sem aldrei hafði lent í miklum kosningum áður. Þá rigndi loforðum yfir manni og ég valdi oft á tíðum þeim nemendum sem komu fram með hugmyndunum sem mér leist best á. En það er munur á því að lofa eitthvað og að gera eitthvað. Það kemur í ljós að einungis um helmingur eða minna verður framfylgt. Ég held því miður að Casa verður aldrei varanlega bætt jafnvel þótt að um helmingur allra embættismanna hefur það á stefnuskrá sinni að bæta Kösu. Þar sem ég er búinn að komast að því að loforð eru oft innantóm ákvað ég að hafa minn loforðalisti mjög stuttur, og hafa í það einungis það sem ég veit að ég get framfylgt. Ég ætla sem sé að lofa því að:

1: Halda MORDOR á næsta ári

2: Endurnýja lögin um Skákfélagið og breyta úreltum lagagreinum.

Nú geta menn sagt að ég lofa bara eitthvað um Skákfélagið og ætti ég þá ekki bara að bjóða mér fram sjálfur í Skákfélagið ef ég hef svo miklan áhuga á það? Ástæðan fyrir þessum loforðum mínum er sú að ég hef setið í stjórn Skákfélagsins og hef ekki gert mikið annað (fyrir utan stuttan hlutverk í Bingó I) en ég veit hvað er nauðsynlegt að laga úr þeim greinum sem ég hef kynnt mér vel. Það er mín reynsla að það er lítið tekið mark á almennum embættismönnum af almenningi, jafnvel þótt að þeir bera jafn ógnandi starfstitli og formaður Nazgúlaráðs, og því vil ég setjast í stjórn Framtíðarinnar til að ná þessa auknu vægi og koma mínum málefnum til skila. Það er skoðun mín að þeir sem ætla að vera meðstjórnendur eiga ekki að koma fram með mikið af loforðum sjálfur en reyna þess í stað að styðja við forsetann ef að þeir eru sáttur með áherslumál hans. Það er forsetinn sem er stefnumótandi en það er stjórnin sem framkvæmir. Þess vegna eiga meðstjórnendur frekar að koma fram með sínar áherslur og um það ætla ég að fjalla næst.

Ég hef núna mikla reynslu af því að skipuleggja mót og keppnum, bæði fyrir hönd Framtíðarinnar og MORDOR og svo  fyrir hönd Taflfélags Hellis, sem ég sit núna í stjórn í. Mér finnst það miður að sjá þann mikla vinnu og tími sem fer í að skipuleggja keppnum fara til einskis þegar eitt lið ákveður að mæta ekki án þess að láta vita. Ég vil herða tökum á keppnunum í Sólbjarti, Ratatoski og MORDOR og jafnvel refsa þeim liðum sem mæta ekki án þess að hafa góða afsökun. Það hefur verið allt of mikið um það í það minnsta í Ratatoski og MORDOR að lið skrái sig en mæta svo ekki síðan og vil ég binda enda á þetta. Ber því að nefna í þeim samhengi að Ratatosksliðið mitt í fyrra komst sjálfkrafa í 8-liða úrslit því að hin liðin mættu ekki.

Annað sem ég ætla að leggja áherslu á er ástundum faglegra vinnubragða við að raða í nefndum á vegum Framtíðarinnar. Ég held að það ætti að taka umsækjendur í viðtöl og sjá hvenrig þau passa inn í þessum nefndum þannig að lítt þekkt hæfileikafólki eigi greiðari leið að komast inn í þessum nefndum og að menn komast ekki inn í hvaða nefndum sem er vegna fornrar frægðar. Þessar áherslur ætla ég að halda frám á meðan á kosningabaráttunni stendur en það eru fleiri hugmyndir sem ég hef og munu kannski koma í ljós á næsta skólaári.

Að lokum ætla ég að biðja fólki um að hugsa sig vandlega um áður en það kýs því að ekki er allt gull sem glóir. Ef að menn eru ósammála mér ættu þeir ekki að kjósa mig því að ég reyni sífellt að halda mér við það sem ég hef ætlað mér að gera. En þið sem eruð sammála mér getið kosið mig og sjá atkvæði ykkar dafna á komandi skólaári.

Paul Frigge, 4.M

Að lokum ætla ég að benda á að þið getið sent inn athugasemdir hér og spurt mig út í afstöðu mína til ýmissra málaflokka og ætla ég að svara þeim eftir bestu megni. Ég vil samt að þið setjið inn nafn og bekkur inn þegar þið spyrjið mig að einhverju. Ætla ég svo að setja inn mynd af kosningaplakatinu mínu, sem hefur brotið tveimur reglum Kosningatíðarinnar.  Þar sem mér finnst svo gott að hafa allt tilbúið fyrirfram var þetta of seint, og munuð þið sjá skemmtilegt auglýsing frá mér á mánudaginn í Kösu.

Góðar stundir

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband