23.3.2009 | 22:18
Hugmyndir sem snerta hið pólitíska svið
Það geta flestir séð að sú stjórn sem hér var við lýði hafi misst allan stuðning almennings þar sem hún stóð sig illa. Vilja margir meina að hugmyndafræðin hafi beðið skipbrot og því er best að binda sig við annan flokkahóp til eilífðar þar sem núverandi kerfi heppnaðist ekki. Menn eru hér að hugsa um tvennt. Annars vegar að segja skilið við hægrimennska á Íslandi í dag og sjá til þess að hér verða alltaf sömu pólitískar hópir sem fá að ráða því hægriflokkur Íslands hefur eyðilagt stöðu Íslands. Tel ég að sú greining sé röng í meginatriðum. Að vísu tel ég þjóðarnauðsyn að Sjálfstæðisflokkinn komist ekki til valda í vor. Ef að það myndi gerast mun allt komast í fyrra horf því að þá munu flokksmenn ekki sjá að þeir hafa gert mörg mistök og haldið verður áfram að fremja þau þar sem þeir eru hvort sem er við völd. Það þarf að sýna þessháttar flokkum að það eru ekki þeir sem ráða heldur almenningi og ef að almenningur líkar ekki við þeim þá verða þeir að taka frí. En ég er alls ekki sammála því að eilíf visntristjórn sé besta lausnin. Ég veit að mörg mistök voru gerð í 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins. En ég held að mikið af þeim mistökum hafa einmitt verið út af því að flokkurinn var við völd í heil 18 ár. Tíminn spillir allar hugsjónir og ekkert eyðileggur "góðum" hugsjónum meira en stjórnarseta. Ég held að það mun koma í ljós að 18 ár í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verður ekki með nokkru móti skárra. Það þarf sterkan mótspyrnu til þess að góðar hugmyndir verða nauðsynlegar.
Annað sem menn vilja gera er að ganga til lýðs við Evrópusambandið. Þeir vilja frekar erlent yfirstjórn heldur en innlent stjórn. Það sem oft er gleymt er að það verður þeim mun erfiðara að losna sig við spillt stjórn ef hún er skipuð erlendis frá. Við sáum að búsáhaldabyltingin rak eina ríkisstjórn frá völdum en ef að Evrópusambandsembættismenn væru mótmæltar á svipaðan hátt væri án efa bara hlegið og haldið áfram í sömu mynt. Ríkjasamband og erlent yfirstjórn er greiðasta leiðin í spillingu.
En jafnvel þótt að Evrópusambandið er hættulegt af þessum ástæðum er nauðsynlegt að menn gangi ekki til hvaða lengdar sem er til að sneiða fram hjá því.Ég hef fylgst vel með L-listanum og ég mynda verða fyrir vonbrigðum ef að flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gengu saman að loknum kosningu, jafnvel þótt að það væri samið um stopp við allar Evrópuáætlanir. Það eru hlutir sem skipta meira máli heldur en Evrópa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.