9.3.2009 | 23:01
Til lesenda
Ég vil hafa því til haga að það sem ég skrifa hér eru mínar skoðanir og tengist skrifum þessum ekki á nokkurn hátt flokkastarfsemi eða annað í þeim dúr.
Ég mætti í fund hjá L-listanum í dag og ég er þokkalega sáttur með það sem ég sá. Það hefur komið á daginn að þetta er alvöru framboð svo þeir sem hafa verið í kreppu varðandi hvar þeim langar að setja sitt atkvæði ættu í það minnsta að skoða L-listann vel og vandlega áður en þeir fara í kjörkassann. Það voru kannski um 20-25 manns mættir en eitt sem vakti áhuga minn var að ég var líklegast langyngstur af þeim sem hafa mætt. Því gætu málin farið á þann veg að allt í einu gæti ég orðið talsmann listans meðal yngra fólks en ég ætla strax að segja að ég hef engan áhuga á að vera í einhvern ungliðahreyfing eða eitthvað slíkt. Það sem ég vona helst er að L-listinn mun ekki breytast í hefðbundnu flokki og að aldrei verður til eitthvað sem heitir hagsmunir flokksins sem skiptir meira máli heldur en þá einstaklinga sem skipa listanum. Það var mikið í umræðunni að menn ættu að fjalla mikið um listann í skrifum sínum en mér finnst að það er langbest að gera þetta frá einstaklingsmiðuðu sjónarhorni en ekki samkvæmt skipunum að ofan. Því miður er erfitt fyrir nýja flokka að komast að án þess að lenda í því að stunda lýðskum en ég ætla að vona að þetta gerist ekki með L-listanum.
Ég mun fylgjast enn vandlega með listanum og mætti kannski segja að ég væri flokksbundinn í því á þessum tímapunkti ef að félagsskrá væri til. Ég ætla hins vegar ekki að stunda pólitísk trúboð því að það skapar ekki skilyrði fyrir sterka umræðu. En miðað við það sem ég hef séð get ég tekið undir það að styðja listann og ég ætla að vona að sem flestir geri það.
Athugasemdir
Sæll Paul.
Vertu velkominn í hópinn. Vertu svo endilega duglegur að skrifa um þínar hugmyndir og láta okkur hin heyra þær.
Axel Þór Kolbeinsson, 12.3.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.