10.7.2008 | 12:34
Vel heppnuð Ameríkuferð
Ég fór til Bandaríkjanna 18. júní til þess að heimsækja ættingja. Ég fer á sirka 18 mánaða fresti og ég hlakka til í 2009 þegar ég fer aftur um jólin. Við flugum frá Keflavík til Orlando og skoðuðum ýmislegt þar, til dæmis Universal Studios skemmtigarðurinn og Cape Kennedy geimstöðin. Í Universal Studios gerðist það að ég hitti náunga úr MR sem ég hefði getað lent saman með í bekk. Ég sá hann en var ekki viss hvort þetta væri rétt athugað hjá mér en það kom í ljós að hann er vinnufélagi bróður míns. Mjög merkilegt allt saman. Síðan fórum við til Baltimore þar sem amma mín og afi búa. Þar gerðum við lítið en til dæmis fórum við á Bodyworks sýningin í Baltimore þar sem lík höfðu verið varðveitt með plastsaðferð og sýnt. Fékk að sjá ýmsa líkamsparta svo sem heila og lungu. Í Baltimore keypti ég líka ýmis konar varning svo sem geisladiska og svo MCO-15, sem er nýútkominn skákbók sem fjallar um allar helstu byrjunirnar. Næst hittum við nokkra vini sem foreldrarnir okkar áttu í háskóla og að lokum komumst við til Indianapolis þar sem mestanpart af föðurfjölskyldunni býr. Það vildi svo heppilega til að við gátum séð úrslitaleik EM í knattspyrnu sem ég hafði ekki trúða að væri mikið á dagskrá í Ameríku. En þar er fótboltaáhugann kominn eins og um heim allan. Í Indianapolis gerði ég ekki mikið enda falli ég hvorki í hóp eldri né yngri krakka á svæðinu. Eins og alltaf neytti ég þó óhóflega mikið af gosdrykkjum og svo að lokum átti ég 50 dollara eftir af vasapening og keypti mér Ipod Shuffle. Hef ekki enn athugað það en vonandi verður það eitthvað merkilegt. Svo kom ég heim á 7. og verð atvinnuleysingi í sumartíð þangað til að skólinn byrjar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.