9.6.2008 | 23:07
Bloggerfiðleikum
Ég ætla að sjá til hvort að þetta blogg vistar því að síðustu bloggin mín hafa ekki náð að vistast. Þar af leiðandi hef ég ekki sagt neitt því ekkert kemst á síðuna.
En hér eru aðalatriðin hjá mér nýlega.
Ég endaði óvænt með sama útkoma út úr skólanum í MR og í jólaeinkunn, fékk ágætiseinkunnina 9,1. Það er ánægjulegt og ég stefni á að halda þessar einkunnir á næstu árum.
Ég hef verið að undanförnu að mmosbga. Sem sagt fann ég leikur sem heitir hið stórfurðulega nafn MMOSBG(Massively multiplayer online strategic board game) og hann er hægt að finna á síðuna mmosbg.com. Skemmtilegur og mjög ávanabindandi leikur sem þó tekur stóran skammt af tímanum þínum ef að þú ætlar að ná árangri.
Síðan fer ég þann 18. júní til Bandaríkjanna og verð þar í sirka mánuð. Það er alltaf skemmtilegt að heimsækja ættingja og vera í Bandaríkjunum þó svo að það væri hundleiðinlegt að dveljast þar til lengdar. Ég vona virkilega að þetta blogg komist í gegn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.