15.3.2008 | 08:19
MR-ingar í góðum málum, sigur í Gettu Betur og komnir í úrslit í MORFís
Fyrst ætla ég að tala um MORFís keppnin. Keppnin fór fram á miðvikudaginn í Flensborgarskóla og strax varð ljóst að MR þurfa eiginlega að fá sér heimavöll í MORFís. Þetta var algjör dauðgildra og stuðningsmenn Flensborg völtuðu yfir okkar stuðningsmenn í byrjun. Þrátt fyrir það var sigur MR í þeirri keppni að staðreynd og tel ég að MR-ingar voru með mun betri rök. Ég tel að einungis 130 stiga sigur hafi stafað af því að dómararnir voru ósammála skilgreiningum liðanna um "Það má gera grín að öllu". En öruggur var sigurinn og MR komnir í úrslit og næstum því á heimavelli þar.
Svo var Gettu betur í gær. Ég mætti um 6 leytið, fór síðan í röðina um 7 leytið og var mjög nálægt að komast inn. Munaði mjög miklu að sumir óprúttnir einstaklingar svindluðu sér fyrir framan röðina með því að fara inn í Smárabío og út aftur á betra stað. Það var mjög svekkjandi að komast inn og við sem komust ekki inn í mínum bekk ákvaðu eftir smá hik að fara heim til einhvers í bekknum mínum þar sem við töldum aðstaðan á TGI Fridays ekki vera nógu góð. Munar mest um nálegð við keppninni sjálfri. En allavega fórum við og fylgdumst með restin af keppninni í sjónvarpi. MR-ingar voru miklu öruggari og tóku góða forystu en Akureyringar náðu að bjarga á lokasekundum í seinustu bjölluspurningu eftir að stuðningsmenn MA-inga tóku til sína ráða og eiginlega sögðu svarinu. Þetta var ekki nógu gott hjá þeim og hefði MA unnið þá hefði réttlætið ekki verið fullnægt. Svo kom 6 stiga kafla í lokin sem MR-ingar klúðruðu að venju. MR-ingar fengu engin stig út úr þeim hluta keppninnar í ár og það var sannarlega ekki neitt öðruvísi í gær. Allt í einu var komið upp í bráðarbana. En þar sýndu MR-ingar frábæra takta og eftir misheppnað gisk hjá Akureyringum var sigurinn okkar megin.
Til Hamingju MR, þið verðskulduðuð sigur í gær!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.