Úrslit í stærðfræðikeppninni

Ég fékk þau tíðindi í dag að ég hafði lent í 14. sæti í úrslitakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskóla. Ég var með 24 stig af 60 en til að komast á Norðurlandamótið hefði ég þurft á 30 stigum að halda. Efstu tólf þátttakendur komust á þá mót. Þetta er mjög góður árangur og ég er ánægður með það. Sýnir mjög vel að ég á erindi í þessari keppni og þetta á bara eftir að sannast meira á næstu árum. Stefnan er að sjálfsögðu að vera í Eðlisfræðibraut I, stærðfræðibrautin í MR í 5. bekk. Langflestir af efstu keppendunum voru úr þessum X bekkjum og ég mun reyna mitt besta til að ná svipuðum árangri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband