31.1.2008 | 23:33
Morgundagurinn
Á morgun tek ég þátt á alþjóðlega unglingamótið sem Taflfélagið Hellir heldur. Keppt verður alla helgina, 2x umferðir á dag. Mér sýnist að ég er í kringum 15. sæti miðað við stig. Sem þýðir að ég mun þurfa að vinna þessir stigalágir Íslendingar sem eru að taka þátt. Seinast þegar ég var í svona aðstöðu gekk mér vel á Landsmótinu í skólaskák 2007 þar sem ég vann yfirleitt þau sem voru lægri á stigum og samdi við stigahærra andstæðingar. Lokastaðan þar með 8 vinningar úr 11 skákum, 6 sigrar, 4 jafntefli og 1 tap var mjög góð. Ég vona að það gangi alveg svona vel á morgun.
Í dag flutti ég rökræðu fyrir lífsleiknitímann í MR og gekk það mjög vel. Ég fór í rökræðukeppni á móti annan nemanda og ég gjörsamlega valtaði yfir hana. Fékk síðan fullt stig fyrir flutninginn. Spurning er kannski að hugsa um Sólbjart eða kannski jafnvel Morfís á næsta ári, enda eru ekki svo margir góðir ræðumenn í þriðji bekkjunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.