21.1.2008 | 23:53
Reykjavík í rugli
Þrátt fyrir að það stórgóða hugmynd að koma vinstriflokkum úr borgarstjórninni hefur heppnast þá er alveg kominn greinileg kaos í borginni. Ég held að allir sem hafa setið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili séu allir óhæfir enda hefur það sést greinilega. Sérstaklega þarf að eyða F-listann og koma Frjálslynda flokkinn í stjórn svo að þetta verður ekki að algjöru rugli. F-listinn er samansafn af fólki sem vinna ekki saman svo það er nauðsynlegt að breyta til ætli ástandið að vera sem ég ætla svo sannarlega að vona. Ég segi að það ætti að kjósa upp á nýtt. Helst að fá nýja menn í þetta sem gera eitthvað af viti en ekki fara um bjargandi verslunarmiðstöðum, gömlum húsum, skólalóðum og fleira.
Merkilegir hlutir gætu gerst ef að kosið verður nú.
1) Framsóknarflokkurinn verður dauður. Þá getur alvöru íhaldssaman miðjuflokkur orðið til sem ég gæti stutt. Miðjan hefur verið hertekin af Sjálfstæðismönnum og jöfnunarsinnar sem hafa algjörlega eytt miðjuna fyrir mig. Eins og staðan er í dag væri ég stuðningsmaður Frjálslyndra þrátt fyrir að mér er alveg sama um kvótakerfinu.
2)Greinilegt verður hvort að borgarbúar vilja vinstristjórn eða ekki. Án F-listans og Framsóknar verður samt mjög erfitt að búa til stjórnhæfan vinstristjórn. Sem er auðvitað besta mál.
3)Borgarbúar ættu að kjósa þá menn sem þeim líkar við og sleppa restina. Ef að t.d. Sjálfstæðismenn séu ósáttir með Villa geta þau hrakt honum burt. Endurstokkun verður sem er nauðsynlegt í kjölfari ýmissa mála sem hafa komið upp í Reykjavík.
Ég vona að nýja borgarstjórnin gangi sem best og ég hlakka til að sjá breytingar sem munu koma fram undan.
P.S: Skákir eiga eftir að koma seinna en ég þarf nauðsynlega á stigum að halda í lok mótsins svo ég ætla ekki að sýna fleiri skákir í bili til að forðast heimaundirbúning eins og hefur gerst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.