2007 - merkilegir atburðir hjá mér

Ég tók þátt í Nema hvað árið 2007 og tókst að stýra skólinn minn, Landakotsskóli í undanúrslit. Í mars gerðist það að ég varð efstur í Stærðfræðikeppni grunnskóla í MR þriðja árið í röð. Ég kláraði grunnskóla í maí og fékk ágætiseinkunn út úr samræmdum prófunum, eða 8,92 alls. Þá fór ég í vel heppnaðri Danmerkurferð með bekknum mínum. Svo í júni var það endanlega staðfest að ég kæmist inn í MR. Í ágúst byrjaði svo skólinn, og hefur það gengið ágætlega. Ég varð síðan í 7. sæti í forkeppni fyrir Gettu betur í MR og ætla ég að bæta mig svo á næstu árum enda er alveg augljóst að ég er í Gettu betur klassa ef ég læri meira. Ég lenti í 12-15 sæti í forkeppni framhaldsskólanema í stærðfræði á neðra stigi, sem hefði getað hugsanlega orðið betur. Síðan fékk ég svo mjög fínar jólaeinkunnir í MR eða alss með 9,1 í meðaleinkunn.

Pólitískt séð byrjaði ég árið sem hægrimaður en ég hef snúið til miðjusinnara íhaldsviðhorf. Nútímavinstrið hef ég svo endanlega afgreidd enda snýst þetta um hugtök sem ég trúi ekki að séu við lýði. Ég trúi að það er enginn karma á jörðinni, að ídealismi er af hinu illa og að heimurinn er ekki stéttabarátta. Þessar hlutir hafa mótað viðhorf mín til samfélagsins og öflin sem þar eru.

Fyrir árið 2008 ætla ég sannarlega að vona að mér gangi betur í skákinni, en það hefur aðeins dalað. Ég vona að mér gengur vel á næstkomandi mótum, t.d Skákþing Reykjavíkur 2008 og skákkeppni framhaldsskólasveita. Miðað við styrkleika ættum við að komast á Norðurlandamótið, sem væri þá mínufyrsta mót sem ég tefli fyrir Íslands hönd. Ég ætla líka að vona innilega að ríkisstjórnin springi ekki og að vinstriöfl komist ekki til valda, þar sem hætturnar við því eru allt of miklar. Ætli ég ekki þurfi að vera duglegri þá að koma skoðunum mínum á framfæri. Eitt að því sem má ekki gerast er að menntakerfið má alls ekki vera pólitískt. Við megum ekki kenna börn pólitískt rétttrúnaður eins og sköpunarkenning sé æðri en þróunarkenning eða að banna kennara að tala um móður og föður eins og ég hef heyrt sé gert á Spáni. Ég er mjög ánægður yfir því að hafa komist til menntunar á Íslandi þar sem í Bandaríkjanum er allt komið í algjöru rugli í skólakerfinu. Þrýstiöfl eiga aldrei að ráða hvað er kennt í skólum, ekki umhverfissinnar, bókstafstrúaðir kristnir menn eða öfga sósíalistar.

Ég voni að árið 2008 verði góður ár fyrir Íslandi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband