Prófin búin, en hvað svo?

Nú hef ég loksins náð að klára öll jólaprófin, en þau voru 10 talsins. Árangurinn sé ég næsta fimmtudag, við formleg skólaslit en í dag var einmitt um óformlega skólaslit að ræða. Spurningin er hvort að prófaðferðir mínar hafa heppnast eða ekki. Ef svo er er ég í fínum málum. Annars þarf ég að hugsa meira og endurbæta. Ég þjáist á prófum með svokallaða Gettu betur sýki, sem þýðir að ef þú færð svar út þá er það bara búið. Ekkert meira. Og þar af leiðandi ekki eins merkilegt að fara yfir. Ef þú ert búinn með prófið þá skilar þú bara. Ég trúi að í allavega 60% prófanna skilaði ég fyrstur, þegar klukkan var orðinn 10. Í tveimur prófum hafði ég 20 mín afgang áður en ég mætti skila og aðeins í einu prófi þurfti ég á allri próftímann að halda. Það var stærðfræðiprófið. Ég hef fundið það út að því minna sem ég þarf að skrifa því betra gengur mér. Kannksi stafar það af því að ég er útlendingur og get ekki hugsað á íslensku eins og innfæddur. Eða kannski hugsa ég í einföldum svörum eins og um hraðaspurningar væru að ræða, þar sem þú hefur safn staðreynda og aðeins eitt svar er í boði. En þegar þú þarft svo að útskýra nánar þá gengur þetta verra. En önnin er eiginlega búinn núna, og þá er spurningin, hvað svo?

Mér finnst að námið í MR er ekki svo erfitt. Ef ég væri innfæddur þá væri íslenskuprófin auðveldara og hitt sést flest allt. Ef þú hefur farið yfir námsefnið vel þá eru prófin auðveld að ráða fram úr. Ég hef lært alveg slatta en kannski þarf ég að hafa meira athygli í vissum fögum, t.d. jarðfræði sem getur virkað torskiljanleg ef þú fylgist ekki gaumgæfilega með. Ég held að ég get sagt að kennarar eru flestar í fínu lagi en þó má stundum gera athugasemdir. Það virkar ekki nógu vel að kenna efni miðan við þann sem gengur verst í því, og sumir kennarar ættu að taka það til fyrirmyndar að mínu mati.  Ég er ánægður að hafa valið MR og ég hlakka til á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband