Próf í gangi

Og ég spyr sjálfan mig af hverju ég er ekki að læra. Svarið felst örugglega í því að ég annaðhvort enni því ekki eða er ekki manneskja sem eyðir mörgum klukkutímium saman í próflestri. Ég kláraði samræmdu prófin og fekk ágætis einkunn út úr þeim án þess að eyða meira en klukkutíma á dag, og örugglega minna oft á tíðum. Þetta snýst held ég um minnið mitt. Ég get munað alveg helling af hlutum sem gerir mér kleyft að bara lesa léttilega yfir einhverju efni og þá er hægt að muna hvað nákvæmlega var í gangi þegar ég lærði efninu. Þetta hefur hjálpað mér mikið en aðallega í greinum eins og sögu.

Einhverjir eru að halda því fram að ég ætti að bjóða mig fram sem forseta Framtíðarinnar á næstu ári. Þvílíkt bull segi ég. Ég á ekkert erindi í þann starf, sérstaklega í ljósi þess að til er annað starf sem mig langar sérstaklega í. Þ.e.a.s, starf formanns Skákfélagsins. Ég hef miklu meira erindi þar í bili...

Einhverjar umræður eru núna í gangi, annars vegar um nýjustu fyrirspurnir frá feministunum og hinsvegar um kristnistarf í grunnskóla. Í fyrsta lagi trúi ég á því að allir eiga rétt á að tjá sínar skoðanir. Fólk verður að ákveða sjálf hvort að þetta sé bull eða ekki. Í öðru lagi trúi ég að enginn þarf að taka mark á einhverjar fámennar hópar út í bæ sem hafa sínar skoðanir um hvernig við eigum að vera. Ef til dæmis einhver 10% hópur segir eitt og hinir 90% eru á móti þá ætti málið að vera umsvifalaust hafnað. Ekkert tillit eða neitt svoleiðis vitleysa. Í þriðja lagi er ég á móti alls kyns áróður í skólum. Börn eiga rétt á að fá hlutlausa kennslu, ekki áróður frá aðilum sem eru sérstaklega fengnar til að láta aðrir skipta um skoðun. Enginn getur sagt við mig. "Ég veit betur hvernig þú átt að lifa". Hver manneskja er einstaklingur og er þar af leiðandi með sérstakar þarfir. Jafnvel þótt að einhver lífsstíll hentar náunginn við hliðina á mér þýðir það ekki að það mun henta mér. Í fjórða lagi langar mig að benda á eitt í viðbót sem hefur uppgötvast núna.  N00bavæðingin er í gang. Heimskir krakkar eru að taka yfir skólana og kennarar sjá bara um þá og halda hinum á sömu róli. Þetta verður að breytast áður en alvöru breytingar verða gerðar.

Nóg í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú gætir orðið fyrsti maðurinn til að gegna bæði starfi formanns Skákfélagsins og forseta Framtíðarinnar.

Ertu búinn að lesa "Born on a blue day" eftir Daniel Tammet?

Vignir Már Lýðsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Paul Joseph Frigge

Nei, ég hef ekki lesið þeirri bók. Og sjálfur trúi ég varla að ég er þannig manneskja. Ég get ekki mögulega munað allt sem ég hef heyrt, sérstaklega ef áhugann er ekki fyrir hendi...

Paul Joseph Frigge, 7.12.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband