5.11.2007 | 21:05
Ég lenti aftur í tímahrak
Á seinasta stærðfræðipróf og enn og aftur er það ástæðan fyrir slappt gengi. Ég verð heppinn ef ég fæ 8. Þetta sýnir glögglega hversu mikilvægt það er að nota tíminn sinn vel. Ég á eftir að finna það út á morgun hvort tíminn minn var vel varið enda eyddi ég um helming próftímans að sanna Pýþagórasarreglan nákvæmlega. Ef ég fæ ekki fullt hús verð ég pirraður. Það væri virkilega slæmt í þessu MR kerfi líka að falla árið á undan. Þá þarf að reikna allt upp á nýtt og byrja aftur frá grunni. Það væri sorglegt ef að það myndi gerast fyrir mig. Annars er Orator Busi, 3. bekkjar ræðukeppnin á næstu leiti. Ég tek þátt og stefnan er sett á sigur. Samt veit ég ekki með það. Ég gæti feilað ótrulega en ef ég geri það ekki trúi ég að ég á eftir að komast langt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.