Lífið er venjulegt

Allavega fyrir mig. Ég fór í busaferð MR um helgina. Við vorum komnar um 3 leyti á Hlöðum í Hvalfirði. Þegar ég kom inn fannst mér mjög merkilegt að allir skyldu sofa í ein stór sal. Hefði aldrei hugsað um svoleiðis áður. En nóg um þetta. Við fórum í bekkjarkeppni í fótbolta og við lentum í 2-3 sæti, þar sem ég skoraði 5 mörk alls. Og svo um kvöldið vann ég hæfileikakeppni nýnema með minni ofur Nazgúl og Smjagall eftirlíkingar. Svo var liðið mitt efstur í spurningakeppnin Gettu busi, þar sem ég og Adam bekkjarfélagi minn fór á kostum. Því miður unnum við ekki keppnina þar sem leiksýningin okkar þótti ekki fullnægjandi. Þess í stað unnu joddararnir(3. J) með eitthvað algjör kjaftæði sem ég held að enginn skildi. Þetta minnir mig allt of mikið á Skrekk. En eftir kvöldvakan var dansað og partýað og ég held að ég hafi sofnað svona klukkan 4. Daginn eftir var leiðinleg og ekkert markvert gerðist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband