5.9.2007 | 22:57
Hvað hefur gerst á síðustu viku
Hef ekki átt tími til þess að blogga því að ég hef verið frekar upptekin við félagslífið í MR. Hér kemur listi yfir það sem ég hef gert.
Fimmtudagur 30. ágúst: Fór á úrslit Sólbjarts. Frekar sáttur við úrslitin þar sem fyrrverandi 5.Y voru betur þrátt fyrir að hafa byrjað illa.
Föstudagur 31.ágúst: Fór á fótboltamót fyrir hönd bekkjarins. Töpuðum í tvígangi 2-0 og svo beilaði liðið. Verð ekki aftur í marki.
Laugardagur 1.september: Fór á æfingu fyrir framhaldsskólakeppnin í stærðfræði. Frekar erfitt en ég náði samt 2. sæti með u.þ.b. 40 stig af 100.
Sunnudagur 2.september: Fór á busakvöldið og var hent upp á svið þrisvar sinnum. Meiriháttar rugl allt saman.
Mánudagur 3.september: Ekkert merkilegt gerist
Þriðjudagur 4.september: Tók þátt í forprófi fyrir Gettu betur, ég lenti í 7. sæti sem er frekar góður árangur. Lenti fyrir ofan nokkurra þekkta MRinga. Svo um kvöldið fór ég á busadansæfingar. Hefði alveg getað sleppt því.
Miðvikudagur 5.september: Horfði á úrslit Ratatosks. Hraðaspurningar voru ekki vandamál en bjölluspurningarnar verða erfiðar. Samt ætti bekkjarliðið að ganga vel fyrst að þeir voru líka í einhverjum vandræðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.