4.9.2011 | 19:27
Brottför til Bandaríkjanna
Á miðvikudaginn kveð ég Ísland eftir 14 ára samvist. Mánudaginn 12. september hefst námið mitt í Northwestern háskóla í Evanston, þar sem ég verð næstu fjögur árin ef vel tekst til. Mér finnst að ég hafi verið heppinn að geta stundað nám á grunnskóla og framhaldsskólastiginu á Íslandi, þar sem þjóðernishyggja er ekki brennd inn í hjörtum érhvers barns og vísindi á borð við þróunarkenninguna fær að liggja óáreitt gegn herferðum trúarbragðanna. Svo hefur smæð landsins gefið mér betra tækifæri til að nýta stærðfræðihæfileikana. Ljóst er að ég hefði ekki komist á IMO með bandaríska liðinu að minnsta kosti. Ég getið farið frá sáttur með ágætiseinkunn úr Lærða skólanum og vitneskju um alþjóðlega atburði sem erfiðara gæti reynst að afla í Bandaríkjunum.
Ég ætla að reyna að blogga hér af og til úr Evanston, bæði til að reyna að halda í íslenskuna og til að halda athygli lesenda sem koma af og til þrátt fyrir óregluleg skrif. Á næstunni stefni ég á að rannsaka kapitalisma og þróun hans á eigin vegum og kem kannski til með að birta niðurstöður mínar ef niðurstaða fæst. Ég byrjaði MR sem miðjusinnaðan íhaldsmann en kom út sem frjálshyggjumann, líklegast af völdum anarkókapitalískra vina og bókina Human Action eftir Mises, en sú bók er fyrsta tilraunin sem ég hef séð til að byggja mannvísindum á grundvelli rökhugsunnar. Meira verður fjallað um þetta á næstunni.
Ég vona að Íslendingar bera þá gæfu að hafna Evrópusambandsaðild. Að afsala sér réttindum til langs tíma til stærra aðila verður nánast aldrei heppilegt og eftir nokkur áratugi eða aldir munu öll sérréttindi sem töldust grundvallaratriði í upphafi núast út og verða að engu. Miðstýring þýðir meira völd fyrir færri aðila og torveldara verður fyrir landsmönnum að sækja réttindi sín í Brussel en í Reykjavík.
Hér lýkur síðasta bloggfærsla mín á íslenskri grund. Vonandi verður betri tíð hér á landi á næstu árum og megi sjálfstæð stjórnmálavitund aldrei dvína. Mikilvæg skref hafa verið stigin á seinustu árum sem geta orðið grundvöllur fyrir rökréttara stjórnarhætti byggðar á vilja einstaklinga frekar en sérhagsmunahópa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.