29.8.2010 | 23:49
Um rökrænan alheim og tilvistarstigin 3
Það er mín trú að alheimurinn er rökrænn, þannig að til eru reglur sem takmarka útkomur og hægt væri að nota til þess að spá fyrir um þróun þess. Sem dæmi um náttúruregla má nefna að ekki er hægt að mynda einhverju úr engu eða öfugt og að líklegasta útkoman gerist oftast. Aðdráttar- og fráhrindikraftar ýmissra efna væri líka dæmi um náttúrulögmál, en ekki er unnt að segja til um hvort að þessir kraftar eru aðeins brot af stærra lögmáli sem maðurinn hefur ekki skilið ennþá.
Helsta hlutverk náttúrulögmála í rökrænum alheimi er að mynda ramma utan um mögulegar og ómögulegar útkomur ferla. Löglegar útkomar hafa svo ákveðnar líkur og samspil líkindanna stjórnar þróun alheimsins. Til þess að skilja og spá fyrir um þróunina er nauðsynlegt að skilja hvaða kraftar og öfl eru að verki.
Gróflega má skipta alheiminn í 3 (og mögulega fleiri) tilvistarstig sem raðast þannig að ysta lagið heldur utan um miðjulagið sem innsta lagið er síðan hluti af. Sérhvert lag byggist á umhverfinu sem ræðst af lögunum sem eru fyrir utan. Sérhvert lag þróast því á hátt sem er sérstakt fyrir sig. Höfum því alheimslag efst, sem nær yfir öll ferli sem til eru. Það er einkennandi fyrir alheimslagið að útkomur ferla á stóru stigi eru öruggar og virðast fylgja föstum reglum sem við mennirnir köllum eðlisfræði, jarðfræði, efnafræði og fleira.Það er til dæmis staðreynd að allt efnið sem við þekkjum raðast í vetrarbrautir.
Öll ferli alheimslagsins höfðu ákveðin líkindi. Sum ferli voru þannig að þau endurnýjuðu sig við ákveðnar aðstæður. Líkurnar á að ferlið myndi endurtakast jukust þannig við tilvist fyrsta ferilsins. Þannig urðu sjálfskapandi ferli til, og þar með varð til það sem nefnt er líf.
Næsta lagið heldur utan um allar lífverur, og reynt hefur verið að rýna í með líffræði. Mennirnir eru komnar vel áleiðis í skilningi þeirra á lífið, því flestir skilja nú til dags að lífverur þróast í aldanna rás. Samkvæmt þróunarkenninguna hafa þau sjálfskapandi ferli sem falla vel að umhverfinu dafnað og endurtekið sig meðan hin hætta að lokum. Auðvelt er að útskýra þróun út frá því að líklegasta útkoman gerist oftast. En smám saman þróuðust ferli sem reyndu vísvitandi að hafa áhrif á sínu umhverfi þannig að ferlið gekk betur. Og þar með erum við komnir í seinasta tilvistarstig sem ég veit um, en það er stig hugsandi lífvera.
Það eru margir greinar sem fjalla um þriðja stigið, eins og félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og fleira. Á þriðja stiginu koma fram hugmyndir innan frá, sem stjórna veruleikaskyn þenkjandans. Mögulega væri hægt að hugsa um hugmyndir sem fjórða stig, en ég ætla hér að tengja þau við lífverurnar sem hugsa. Hugsanir mannsins hafa orðið til þess að hann hefur þróast öðruvísi en aðrar lífverur. Allir núlifandi menn eru af sama tegund, en mismunandi hugmyndir þeirra gera að verkum að sérhvert samfélag manna er öðruvísi. Þeir hafa það þó allir sameiginlegt að sjá vandamál og reyna að leysa þau. Sum vandamál glíma allir menn við en önnur vandamál eru miklu sértækari. Lausnir manna um gervallan heim við sömu vandamálin eru mismunandi og mis árangursríkar. Sumar lausnir skapa mörg ný vandamál sem krefjast fleiri lausna, og þannig heldur ferlið áfram. Þetta ferli er, eins og alltaf, þróunarferli. Skilningur á að hugmyndir og samfélag mannsins þróast á rökrænan hátt kæmi öllum að góðu til að leysa núverandi vandamálum okkar. Ég hef nefnt í fyrri færslum að hugsunarháttur sem byggist á því að skoða hlutir út frá því hvort þeir virka eða virka ekki, í stað menningarlegs sjónarhorns, væri líklegur til árangurs. Ætla ég ekki að skrifa mikið meira, en þó ætla ég að varpa fram eitt dæmi um hvernig þróun gæti haft meiri áhrif heldur en menn gruna.
Gerum ráð fyrir að allir menn tilbiðja guð tómarúmsins, Quoleth, sem er nokkurn veginn sama um tilbeiðslu manna. Hann hefur ekki sérstakan boðskap, og einbeitir sér ekki í að ná í fleiri fylgismenn. Látum nú nýtt guð, Kzölt, koma fram á sjónarsviðið. Boðskapur hans er að allir menn eiga að tilbiðja honum, og hans dýrkendur fyllast eldmóði þegar þeir predika um þennan guð sinn. Eftir nokkur ár hefur Kzöltdýrkun breiðst út um víðan veröld vegna þess að Quoleth er alveg sama og boðskapur Kzölts hefur tilætlaðan áhrif. Hægt er að hugsa um Kzöltdýrkun sem sjálfskapandi ferli en það sama á ekki við um Quoleth, svo þróunin segir okkur að Kzölt mun hafa yfirhöndina í baráttuna um sálir manna.
Er það þá ekki meira en tilviljun að helstu og fjölmennustu trúarbrögð heims ganga út á það að allir menn eiga að trúa á boðskap trúarinnar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.