Fyrsta kosning mín

Ég ákvað að kjósa í dag, af því að ég hef fengið nóg af framgöngu fjórflokksins við þegnar landsins. Nú hafa þessir flokkar allir verið í ríkisstjórn og við höfum fengið að njóta verk þeirra. Ég sé enga ástæðu til þess að verðlauna þeim með atkvæði mínu. Nú er loks hægt að sýna fram á óánægju mína á áþreifanlegan hátt.

Önnur smáframboð hafa komið upp í Reykjavík sem væru góðar kostir í framtíðinni. En þá þarf fyrst að ryðja burt hindrum fjórflokksins til þess að þeir fái að njóta sín. Ég held að ef vel tekst í kvöld verður auðveldari fyrir alvöru óháð framboð (eins og til dæmis Reykjavíkurlistinn) að fá stuðning annarra. En fyrst verður nauðsynlegt að bíða.

Að lokum trúi ég að sterk útkoma Besta flokksins gæti haft þau áhrif að hinir flokkarnir neyðast til að standa saman og mynda meirihluta. Það er alltaf betri útkoma að mínu mati heldur en þann týpiskan meirihluta sem við myndum annars sjá, hvort sem það væri til vinstri eða hægri. Þá verður auðveldara að sjá hvernig pólitík fjórflokksins snýst aðeins um völd en ekki um hugsjónir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband