4.4.2010 | 02:27
Hverjir eru óvinir almennings?
Hér koma nokkrar uppástungur um svör:
1. Óvinir almennings telja sig vera í sérstökum félagsskap sem er smærri eining innan þjóðfélagsins. Stundum, og jafnvel oftar en ekki, eru hagsmunir hópsins og þjóðfélagsins samtengdar, en ef það er ekki munu þessir menn ávallt berjast fyrir sínum hagsmunum gegn þjóðarhag.
2. Hópurinn er lokaður utanfrá að langmestu leyti, það er hægt að innvígjast en yfirleitt eru það sömu mennirnir sem ætíð ráða í hópnum. Reynt er svo að halda öll völd og áhrif hópsins innan þess.
3. Hópurinn hefur ekkert á móti því að til séu hamlandi lög, að því gefnu að allir aðrir fara eftir þeim og þeir geta komist hjá því með tæknilegum hætti.
4. Óvinir almennings blekkja þjóðfélagið með markvissum hætti og munu halda áfram að gera það, svo lengi sem hægt er að græða á því.
5. Óvinir almennings taka meira til sín heldur en þeir skila af sér til hinna.
6. Óvinir almennings hrifsa til sín völd með því að breiða meðlimum hópsins út sem víðast í stjórnsýslunni. Hópurinn notar síðan völdin fyrst og fremst til að styðja frekari framgang þess.
7. Óvinir almennings framleiða ófriðarástand til þess að græða á því eða klekkja á mögulegum keppinautum.
8. Ef að eitthvað fer úrskeiðis í ráðabrugg hópsins skal umsvífalaust velta tapið yfir á þjóðfélaginu.
9. Óvinir almennings eru sama um flesta eða alla sem ekki eru í hópnum.
10. Óvinir almennings hafa tilhneigingu til þess að vilja taka ákvarðanir fyrir þeim sem ekki eru í hópnum.
Aðrar uppástungur væru vel þegnar.
Það er viturlega að berjast á móti hugmyndafræði heldur en á móti einstaklingum, því þótt einhverjir deyja geta hugmyndirnir sem stjórnuðu lífi hans lifað góðu lífi. En vitundarvakning um fjandsamlegt athæfi mun skerpa baráttuna og gera óvinunum erfiðara fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.