Það skiptir engu máli hverjir eru í ríkisstjórn

Þeir vinna hvort sem er alveg eins. Alþingi Íslands er fastur í heljargreipum stjórnar og stjórnarandstöðupólerísering. Það að fara í ríkisstjórn Íslands virðist vera mesta og besta heilaþvottunarstöð fyrir þá sem fara ekki leynt með skoðanir sínir. Eftir standa gæluverkefni sem eru ómerkilegar af flokkum sem voru einu sinni virðulegir að sjá. Það að Samfylkingin og Vinstri grænir skulu hafa tekið upp hanskann fyrir þá sem vilja knésetja almúgann eða nota til að komast undan eigin braski sýnir vel hvernig ríkisstjórnir vinna almennt. Því miður hafa lobbýistasamtökin gömlu ennþá hald á embættismanna og stjórnkerfi Íslands og vinstristjórn mun beita sér í þágu "jafnréttis" og koma fleiri hagsmunasamtökin inn í hópinn sem við höfum ekki þörf á.

Kannski er stjórnin að vinna að hagsmunum almennings bak við tjöldin, en það er ekki hægt að sjá á þessum tímapunkti. Kannski halda forkólfar stjórnarinnar að hagsmunir þeirra eru best borguð innan ESB og eru menn þar á bæ tilbúnir til þess að láta hagsmunum almennings víkja fyrir hagsmunum Evrópubjúrókratana. Atburðir síðustu vikna eru að sýna okkur greinilega að okkar hagsmunir munu verða þverbrotin ef að menn í öðrum löndum telja þörf á. Að senda Ísland í ESB er næstum því eins og að setja lítinn fisk inn í stórtjörn þar sem nóg er af æti. Ísland gæti orðið að stærra fiski en það er mun líklegra að við verðum í staðinn gleypt með húð og hári.

Baráttu ríkisstjórnar við kröfuhafar almennings sýnir glögglega þörfin fyrir fulltrúum almennings í sölum Alþingis. Of lengi hafa menn stundað lýðskrum úr skumaskotum stjórnarandstöðunar. Það sést úr flugvél að Sjálfstæðisflokkurinn myndi mæla með Icesave ef að þeir sætu í ríkisstjórn og Framsóknarflokkurinn myndi væntanlega selja ömmu sína fyrir aukin völd. Þeir tala um hlutir sem vert eru að athuga, en það er á sama hátt ljóst að í flestum tilfellum ræðst afstöðuna af því hvort þeir eru í stjórnarandstöðu eða ekki. Ég hef fengið að sjá alveg nóg af lyðskrumi frá þeim flokkum sem sitja og hafa setið í stjórnarandstöðu. Ég er búinn af fá mig fullsaddan á Morfísrökum  og upphrópunum. Ég er búinn að heyra nóg um 18 ára valdasetu Sjálfstæðisflokksins, það er engin rökstuðningur fyrir neitt. Og ég er búinn að fá nóg af stjórnmálamönnum sem ákveða fyrir þjóðina hvað skuli gera í staðinn fyrir að hlusta á rödd almennings.

Höfundur er félagsmaður í Samtök fullveldissinna en talar ekki með nokkru móti fyrir hönd þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband