Varnarleysi okkar gegn siðleysingjum

Í öllum þjóðfélagshópum eru til hugmyndir um hvað er gott og hvað er slæmt. Þótt að íbúar Vesturlanda eiga mjög líkar hugmyndir um gildi, viðmið og siðferði finnst mér það bera vott um fávisku að ætla sér að við höfum hin einu sönnu hugmyndir um hvað er rétt og rangt. Ranghugmyndin sprettur fram af kristinni trú, þar sem forsendurnar eru að Guð sé til og að hann hefur ákveðið hvernig mennirnir beri að hegða sér. En hún er mjög seig, sér í lagi vegna þess að önnur siðferði virðist ekki ganga í heimi þar sem flestir stuðlast við hin svokölluðu kristnu gildi. Sem dæmi má skoða gullna regluna: Gerið við aðra það sem þið viljið að aðrir gera við yður. Það væri alveg hægt að ímynda sér samfélag þar sem reglan hljómar: Gerið við aðra það sem þið eruð tilbúnir að þola frá öðrum. Hefndarmynstrin í Íslendingasögunum gengu því víkingarnir fylgdu annaðhvort þessari reglu eða eitthvað keimlíkt. Ég væri alveg til í að búa í landi þar sem gullna reglan liti svoleiðis út. En það sem helst skiptir máli er að allir fara eftir sömu reglunum.

Og þar er einmitt alvarlegur vandi kominn. Kristnu gildin virka vel þegar allir fara eftir þeim, en hvað ef einhverjir gera það ekki? Þeir verða stimplaðar siðleysingjar, en þeim gengur oftast skuggalega vel í raunveruleikanum. Hatur og illvilji skiptir þeim engu máli svo lengi sem þeir eiga það sem þeir ætla sér, og það tekst mjög oft. Þeir sem hafna kristnu gildin geta gert hlutir sem virka en flestir þættu óhugsandi. Af þessu leiðir að þeir hafa forskot á hinna.

Ef líta má á siðferði sem fyrirbyggjandi og sem vörn, þá eru okkar gildi mjög léleg og aðeins hamlandi  fyrir þeim sem halda sér við þau. Þetta má yfirfæra svo á öll kerfi sem gefa sér hvað er rétt og hvað er rangt. Ef að eitthvað "rangt" virkar, munu einhverjir færa sér það í nyt. Það væri jafnvel fáviskulegt að gera það ekki. 

Almenningur landsins mun aldrei geta varið sig gegn óvinum þeirra með siðferði sem byggist á andstæðunum: Gott - illt

Með því að fylgja almennum siðferði erum við að meta gjörðir út frá tilfinningum í stað þess að rökhyggjunar. Ég ætla að fjalla um mína lausn í næsta færslu, en hún er mjög einföld og byggist á sömu hugmyndafræði og er á bak við tölvur, þ.e.a.s kerfi byggt á andstæðunum 1 og 0.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, hver hjálpi sér sem best, er og verður siðfræði okkar.

Við höfum alltaf náð okkur í mat, og látið ekkert stoppa okkur.

Siðferði er eitthvað sem var fundið upp til þess að réttlæta misgjörðir.

Við erum bara eitt af dýrunum sem hafa orðið til á þessari jörð.

Rökhyggja er hæfileiki, sem við notum okkur til gamans og gagns.

Trúarbrögð eru tæki okkar til að ná tökum á þeim sem eru ekki eins

og við viljum að þeir séu.

Síðan fundum við upp reglur og lög og breytum þeim bara eftir því

hvernig okkur líður. (einungis tilvitnanir í fólk sem var einusinni til)



Kv. Pétur.

Pétur (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband