Endurtekning sögunnar - Hvernig stendur á því?

Árin 2009 og 2010 hafa sýnt fram á gangsleysi fjórflokksins gegn ágengni fjandsamlegra afla, hvort sem þeir eru utans lands eða innan. Að vísu hafa nýir menn og nýjar konur tekið við, en baráttan fyrir hagsmunir landsins hefur vikið til hliðar fyrir gæluverkefnum á borð við bönn á nektardansstöðum og inngöngu inn í stórríki sameinaðs Evrópu. Ríkisstjórn vinstri flokkana hélt áfram tilraun hrunflokkana um að skella gríðarmiklar skuldir á íslensku þjóðina. Skilanefndir bankanna leika lausum hala og gamlir eigendur eru að taka aftur til sín stærstu djásnarnir í eignarsöfnum gömlu fyrirtækjanna og skila skuldirnar eftir.

Hefur eitthvað breyst? Ekki finnst mér það. 

Núverandi stjórnvöld hafa rökstutt áætlanir sínar með því að vísa í Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði Napóleon einnig í Dýrabæ Orwells, ef að eitthvað gruggugt þurfti að gera. Allt var réttlætanlegt þar sem gömlu fjendurnar réðu ekki og máttu ekki fá tækifæri til að ráða aftur. Að lokum urðu svín eins og menn og þannig hófst hringrásið á ný. 

Rót vitleysunnar leynist í pólitíska landslagið. Margir Íslendingar hafa bundið sig í flokka sem skiptast á við að ákveða hvaða sérhagsmunaklíkur munu njóta forréttinda eftir því hverjir eru í stjórn og hverjir ekki. Velvildarmenn flokkana komast svo til áhrifa í stjórnsýslunni þannig að flokksmennirnir geta gleðst yfir árangrinum. 

Flokksbundnar manneskjur sjá ekkert athugavert við þetta kerfi svo lengi sem þeirra flokk situr við kjötkötlunum. En afleiðingin er sú að ríkisstjórnin hefur verið rekin fyrir hönd velvildarmanna flokkana en ekki fyrir kjósendurnar.

Það verður samt erfitt að bæta kerfið. En ein gagnleg leið væri að binda enda á einokun flokkana á pólitíska umræðunni. Með því að láta í sig heyra geta venjulegar manneskjur séð til þess að pólitísk álitamál fara ekki öll fram eftir forsendum spunameistarana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband